Ég segi Já Maggi! Jón Ingi Gíslason skrifar 3. nóvember 2021 13:01 Nú kjósum við formann í Kennarasambandi Íslands í byrjun nóvember. Magnús þór Jónsson hefur boðið fram starfkrafta sína og óskað eftir stuðningi okkar kennara. Ég segi Já Maggi! Ég þigg með þökkum þína starfskrafta til að gegna þessu vandasama hlutverki. Af hverju segi ég Já? 1. Ég sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur hef unnið með þér hönd í hönd að berjast fyrir betri skólum í Reykjavík þetta kjörtímabil. Með samstarfinu í Skóla- og frístundaráði jafnt sem á öðrum vettvangi hef ég sannreynt að þú ert heill í þessari baráttu þinni. Þú brennur fyrir börnin og að árangur þeirra sé sem bestur í skólunum. Til þess að svo verði verður að standa þétt við bakið á kennurunum. Það verður að virða sjálfstæði þeirra sem sérfræðinga í sinni skólastofu og það þarf að búa til mannvænt starfsumhverfi á þeirra vinnustað. Það hefur þú einfaldlega sýnt í verki að þú gerir af heilum hug. 2. Mikið er um fagurgala og falleg orð í okkar umhverfi en minna um að koma hlutum í verk. Við þurfum formann í KÍ sem kemur því í verk sem gera þarf. Það veit ég að þú gerir á sama hátt og þú hefur sýnt í verki í okkar samstarfi og í vinnu þinni sem skólastjóri að það er ekki setið við orðin tóm. Þú ert maður framkvæmda. Í Ameríku heitir þetta að vera dúer! 3. Stuðningur og þjónusta við sjálfstæð aðildarfélög KÍ er okkur kennurum mikilvæg. Þú hefur sagt að þú munir styrkja okkar góðu fulltrúa sem við kjósum okkar til hagsmunagæslu. Það er einmitt það sem þarf að þú sem formaður KÍ gerir. Verðir viðbót við það afl sem okkar forysta hefur í hagsmunagæslu og kjarasamningsgerð. 4. Formaður KÍ þarf að vera meistari í mannlegum samskiptum og vera afburða mannasættir. Að vera stjórnarformaður KÍ krefst þess einfaldlega. Það þarf líka að hafa mikla og víðtæka reynslu af félagsmálum. Þarna tikkar þú í öll þessi mikilsverðu box. 5. Kjörinn fulltrúi þarf að líta á sig sem jafningja sinna félagsmanna en ekki yfir þá hafinn. Hann þarf að hafa þjónustulund og hafa vilja til að opna faðm KÍ en ekki að byggja þar múra. Þetta kannt þú Maggi minn, það veit ég fyrir víst. 6. Formaður KÍ þarf að vera góð ímynd fyrir okkur kennara. Glaður og kátur. Geta sýnt að karlmenn geti líka blómstrað í kennarastarfinu því við þurfum svo sannarlega að lyfta grettistaki í að jafna hlut kynjanna í okkar frábæru stétt. Einkynja stéttir eru hundleiðinlegar og laða ekki til sín ung fólk. 7. Kjörnir fulltrúar eiga einfaldlega að vera skemmtilegir. Það er algerlega vanmetið hvað það skiptir miklu máli. Haltu áfram að vera skemmtilegur Maggi því við þurfum skemmtilegan formann í KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur og í samninganefnd Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú kjósum við formann í Kennarasambandi Íslands í byrjun nóvember. Magnús þór Jónsson hefur boðið fram starfkrafta sína og óskað eftir stuðningi okkar kennara. Ég segi Já Maggi! Ég þigg með þökkum þína starfskrafta til að gegna þessu vandasama hlutverki. Af hverju segi ég Já? 1. Ég sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur hef unnið með þér hönd í hönd að berjast fyrir betri skólum í Reykjavík þetta kjörtímabil. Með samstarfinu í Skóla- og frístundaráði jafnt sem á öðrum vettvangi hef ég sannreynt að þú ert heill í þessari baráttu þinni. Þú brennur fyrir börnin og að árangur þeirra sé sem bestur í skólunum. Til þess að svo verði verður að standa þétt við bakið á kennurunum. Það verður að virða sjálfstæði þeirra sem sérfræðinga í sinni skólastofu og það þarf að búa til mannvænt starfsumhverfi á þeirra vinnustað. Það hefur þú einfaldlega sýnt í verki að þú gerir af heilum hug. 2. Mikið er um fagurgala og falleg orð í okkar umhverfi en minna um að koma hlutum í verk. Við þurfum formann í KÍ sem kemur því í verk sem gera þarf. Það veit ég að þú gerir á sama hátt og þú hefur sýnt í verki í okkar samstarfi og í vinnu þinni sem skólastjóri að það er ekki setið við orðin tóm. Þú ert maður framkvæmda. Í Ameríku heitir þetta að vera dúer! 3. Stuðningur og þjónusta við sjálfstæð aðildarfélög KÍ er okkur kennurum mikilvæg. Þú hefur sagt að þú munir styrkja okkar góðu fulltrúa sem við kjósum okkar til hagsmunagæslu. Það er einmitt það sem þarf að þú sem formaður KÍ gerir. Verðir viðbót við það afl sem okkar forysta hefur í hagsmunagæslu og kjarasamningsgerð. 4. Formaður KÍ þarf að vera meistari í mannlegum samskiptum og vera afburða mannasættir. Að vera stjórnarformaður KÍ krefst þess einfaldlega. Það þarf líka að hafa mikla og víðtæka reynslu af félagsmálum. Þarna tikkar þú í öll þessi mikilsverðu box. 5. Kjörinn fulltrúi þarf að líta á sig sem jafningja sinna félagsmanna en ekki yfir þá hafinn. Hann þarf að hafa þjónustulund og hafa vilja til að opna faðm KÍ en ekki að byggja þar múra. Þetta kannt þú Maggi minn, það veit ég fyrir víst. 6. Formaður KÍ þarf að vera góð ímynd fyrir okkur kennara. Glaður og kátur. Geta sýnt að karlmenn geti líka blómstrað í kennarastarfinu því við þurfum svo sannarlega að lyfta grettistaki í að jafna hlut kynjanna í okkar frábæru stétt. Einkynja stéttir eru hundleiðinlegar og laða ekki til sín ung fólk. 7. Kjörnir fulltrúar eiga einfaldlega að vera skemmtilegir. Það er algerlega vanmetið hvað það skiptir miklu máli. Haltu áfram að vera skemmtilegur Maggi því við þurfum skemmtilegan formann í KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur og í samninganefnd Félags grunnskólakennara.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun