Ákall til stjórnvalda – bæta þarf ástandið á Bráðamóttöku Hópur sjúkraliða á bráðadeild Landspítala skrifar 1. nóvember 2021 08:01 Mikil umræða hefur verið um Bráðamóttökuna síðustu daga og vikur. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ritað greinar, farið í viðtöl í fjölmiðlum og lýst ástandinu. Sjúkraliðar sem starfa á Bráðamóttökunni vilja gjarnan leggja sitt af mörkum í þessari umræðu. Sjúkraliðar sinna nærhjúkrun Starf sjúkraliða á Bráðamóttöku felst meðal annars í því að taka á móti sjúklingum, skrá upplýsingar, mæla blóðþrýsting, hita og fylgjast með líkamsástandi skjólstæðinga sem oft er óstöðugt. Sömuleiðis fellst starf sjúkraliða í að aðstoða einstaklinga við allar athafnir daglegs lífs, eins og að nærast og klæðast, og þegar fólk þarf aðstoð á salerni og viðhalda líkamlegu hreinlæti. Sjúkraliðar sinna svokallaðri „bedside“ hjúkrun, stundum má segja að þeir séu augu og eyru hjúkrunarfræðinga og lækna. Það eru því oft á tíðum þeir sem taka fyrst eftir þegar breytingar verða á líðan fólks sem þarf að bregðast strax við. Þá gegna sjúkraliðar mikilvægu hlutverki þegar greina á ástand einstaklingsins. Þeir aðstoða við rannsóknir, meðal annars með því að framkvæma ómskoðun á þvagblöðru, taka hjartalínurit, sinna sýnatökum og koma þeim í viðeigandi farveg til greiningar. Jafnframt eru sjúkraliðar í miklum samskiptum við skjólstæðinga og huga að andlegri líðan þeirra, og aðstandendum sem oft eru í miklu uppnámi, og þurfa upplýsingar og andlegan stuðning. Starf sjúkraliða er bæði gefandi og krefjandi en þegar álagið er viðvarandi mánuðum saman, og þegar þegar engin orka er eftir þegar heim er komið, er orðið tímabært að grípa til aðgerða. Það er ógn við lífsgæðum fólks þegar gengið er með þessum hætti á starfsorkuna. Þegar teknar eru margar aukavaktir vegna manneklu, þegar skrefateljarinn sýnir að þú gengur að minnsta kosti 8 til 10 kílómetra á vakt, og þegar þú finnur að enginn tími gafst til að nærast, þá hlýtur það á endanum að bjóða hættunni heim. Í slíku starfsumhverfi verða meiri líkur en minni að starfsfólk geri mistök. Óviðunandi aðstæður fyrir alla Það er ekki góð líðan þegar við sjúkraliðar stöndum frammi fyrir að hafa ekki komist yfir þau verkefni sem þurfti að sinna. Það er niðurlægjandi upplifun að geta ekki aðstoðað fólk á salerni þegar þess þarf vegna anna. Það er ekki mannsæmandi fyrir skjólstæðinga okkar að bíða eftir aðstoð á salerni en því miður er staðreyndin sú að oft þarf að forgangsraða verkefnum og þá er þetta útkoman sem enginn er sáttur við. Þetta eru átakanlegar aðstæður þegar vitað er að fólkið okkar þarf andlega hvatningu, en það gefst enginn tími til að veita hana, eða þegar bjóða þarf fólki að liggja á göngunum, fyrir allra augum í ástandi sem krefst hjúkrunar og sérstakrar nærgætni, og gangast undir rannsóknir þar sem fólk þarf að afklæðast fyrir allra augum til að framkvæma tilteknar mælingar. Við reynum vissulega að skýla fólki með skilrúmum en þau veita takmarkað skjól fyrir nekt og sannarlega heyrist allt sem sagt er. Við sjúkraliðar sinnum störfum okkar af alúð og búum að faglegri færni og þekkingu til að til að veita skjólstæðingum Bráðamóttökunnar góða og faglega þjónustu. Hins vegar þegar álagið er eins og hér er líst verður verklagið annað. Starfsumhverfið stuðlar þá ekki að því að sjúkraliði geti boðið upp á þá faglegu hjúkrunarþjónustu sem skjólstæðingurinn á rétt á samkvæmt lögum og þarfnast þegar hann stendur frammi fyrir áskorunum á erfiðustu tímum lífs síns. Þessar aðstæður sem okkur eru skapaðar á Bráðamóttökunni geta bæði haft alvarlegar afleiðingar fyrir skjólstæðinga og okkur sem vinnum í þessu umhverfi. Eitthvað þarf að gera til að breyta þessu ástandi á Bráðamóttökunni, bæði fyrir starfsmenn og skjólstæðinga hennar. Svona gengur þetta einfaldlega ekki lengur. Við skorum á stjórnvöld til að taka þessu ákalli heilbrigðisstétta alvarlega og breyta ástandinu í kerfinu sem er alls ekki mannsæmandi fyrir neinn. Ástandið er raunverulega hættulegt. Höfundar eru sjúkraliðar á Bráðamóttökunni í Fossvogi. Andrea Huld Joelsdóttir Anna Margrét Vestmann Þorbjarnardóttir Ásta Hrönn Wendel Guðmundsdóttir Daniela Ruiz Díana Mjöll Stefánsdóttir Elfa Maria Magnusdóttir Elva Björt Sigtryggsdóttir Guðrún Svava Þorsteinsdóttir Hrefna Líf Norðfjörð Ingibjörg Anna Björnsdóttir Ingibjörg Jónína Steindsdóttir Íris Ósk Davíðsdóttir Jenný Ágústa Abrahamsen Jóna Hjálmarsdóttir Júlía H. Gunnarsdóttir Katarzyna Chudzik Kristín Gyða Smáradóttir Margrét Lilja Pétursdóttir Matthildur Ósk Matthíasdóttir Neil Kenneth Ólafía Bergþórsdóttir Rakel Anna Knappett Sigrún Finnsdóttir Sigurbjörg H. Hafsteinsdóttir Þorsteinn Húni Hlynsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um Bráðamóttökuna síðustu daga og vikur. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ritað greinar, farið í viðtöl í fjölmiðlum og lýst ástandinu. Sjúkraliðar sem starfa á Bráðamóttökunni vilja gjarnan leggja sitt af mörkum í þessari umræðu. Sjúkraliðar sinna nærhjúkrun Starf sjúkraliða á Bráðamóttöku felst meðal annars í því að taka á móti sjúklingum, skrá upplýsingar, mæla blóðþrýsting, hita og fylgjast með líkamsástandi skjólstæðinga sem oft er óstöðugt. Sömuleiðis fellst starf sjúkraliða í að aðstoða einstaklinga við allar athafnir daglegs lífs, eins og að nærast og klæðast, og þegar fólk þarf aðstoð á salerni og viðhalda líkamlegu hreinlæti. Sjúkraliðar sinna svokallaðri „bedside“ hjúkrun, stundum má segja að þeir séu augu og eyru hjúkrunarfræðinga og lækna. Það eru því oft á tíðum þeir sem taka fyrst eftir þegar breytingar verða á líðan fólks sem þarf að bregðast strax við. Þá gegna sjúkraliðar mikilvægu hlutverki þegar greina á ástand einstaklingsins. Þeir aðstoða við rannsóknir, meðal annars með því að framkvæma ómskoðun á þvagblöðru, taka hjartalínurit, sinna sýnatökum og koma þeim í viðeigandi farveg til greiningar. Jafnframt eru sjúkraliðar í miklum samskiptum við skjólstæðinga og huga að andlegri líðan þeirra, og aðstandendum sem oft eru í miklu uppnámi, og þurfa upplýsingar og andlegan stuðning. Starf sjúkraliða er bæði gefandi og krefjandi en þegar álagið er viðvarandi mánuðum saman, og þegar þegar engin orka er eftir þegar heim er komið, er orðið tímabært að grípa til aðgerða. Það er ógn við lífsgæðum fólks þegar gengið er með þessum hætti á starfsorkuna. Þegar teknar eru margar aukavaktir vegna manneklu, þegar skrefateljarinn sýnir að þú gengur að minnsta kosti 8 til 10 kílómetra á vakt, og þegar þú finnur að enginn tími gafst til að nærast, þá hlýtur það á endanum að bjóða hættunni heim. Í slíku starfsumhverfi verða meiri líkur en minni að starfsfólk geri mistök. Óviðunandi aðstæður fyrir alla Það er ekki góð líðan þegar við sjúkraliðar stöndum frammi fyrir að hafa ekki komist yfir þau verkefni sem þurfti að sinna. Það er niðurlægjandi upplifun að geta ekki aðstoðað fólk á salerni þegar þess þarf vegna anna. Það er ekki mannsæmandi fyrir skjólstæðinga okkar að bíða eftir aðstoð á salerni en því miður er staðreyndin sú að oft þarf að forgangsraða verkefnum og þá er þetta útkoman sem enginn er sáttur við. Þetta eru átakanlegar aðstæður þegar vitað er að fólkið okkar þarf andlega hvatningu, en það gefst enginn tími til að veita hana, eða þegar bjóða þarf fólki að liggja á göngunum, fyrir allra augum í ástandi sem krefst hjúkrunar og sérstakrar nærgætni, og gangast undir rannsóknir þar sem fólk þarf að afklæðast fyrir allra augum til að framkvæma tilteknar mælingar. Við reynum vissulega að skýla fólki með skilrúmum en þau veita takmarkað skjól fyrir nekt og sannarlega heyrist allt sem sagt er. Við sjúkraliðar sinnum störfum okkar af alúð og búum að faglegri færni og þekkingu til að til að veita skjólstæðingum Bráðamóttökunnar góða og faglega þjónustu. Hins vegar þegar álagið er eins og hér er líst verður verklagið annað. Starfsumhverfið stuðlar þá ekki að því að sjúkraliði geti boðið upp á þá faglegu hjúkrunarþjónustu sem skjólstæðingurinn á rétt á samkvæmt lögum og þarfnast þegar hann stendur frammi fyrir áskorunum á erfiðustu tímum lífs síns. Þessar aðstæður sem okkur eru skapaðar á Bráðamóttökunni geta bæði haft alvarlegar afleiðingar fyrir skjólstæðinga og okkur sem vinnum í þessu umhverfi. Eitthvað þarf að gera til að breyta þessu ástandi á Bráðamóttökunni, bæði fyrir starfsmenn og skjólstæðinga hennar. Svona gengur þetta einfaldlega ekki lengur. Við skorum á stjórnvöld til að taka þessu ákalli heilbrigðisstétta alvarlega og breyta ástandinu í kerfinu sem er alls ekki mannsæmandi fyrir neinn. Ástandið er raunverulega hættulegt. Höfundar eru sjúkraliðar á Bráðamóttökunni í Fossvogi. Andrea Huld Joelsdóttir Anna Margrét Vestmann Þorbjarnardóttir Ásta Hrönn Wendel Guðmundsdóttir Daniela Ruiz Díana Mjöll Stefánsdóttir Elfa Maria Magnusdóttir Elva Björt Sigtryggsdóttir Guðrún Svava Þorsteinsdóttir Hrefna Líf Norðfjörð Ingibjörg Anna Björnsdóttir Ingibjörg Jónína Steindsdóttir Íris Ósk Davíðsdóttir Jenný Ágústa Abrahamsen Jóna Hjálmarsdóttir Júlía H. Gunnarsdóttir Katarzyna Chudzik Kristín Gyða Smáradóttir Margrét Lilja Pétursdóttir Matthildur Ósk Matthíasdóttir Neil Kenneth Ólafía Bergþórsdóttir Rakel Anna Knappett Sigrún Finnsdóttir Sigurbjörg H. Hafsteinsdóttir Þorsteinn Húni Hlynsson
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun