Vestfirðir efstir á lista Lonely Planet yfir bestu áfangastaði í heimi 2022 Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2021 08:21 Dynjandisfoss á Vestfjörðum. Vísir/Vilhelm Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir lönd, svæði og borgir til að heimsækja árið 2022, eða svokallaða Best in Travel viðurkenningu, sem birt var í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestfjarðastofu og Íslandsstofu. Þar segir að val Lonely Planet muni beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum sem muni reynast mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og á Íslandi almennt. „Á hverju ári tilnefna ferðarithöfundar, bloggarar og starfsfólk Lonely Planet staði fyrir Best in Travel listann, sá listi fer síðan fyrir dómnefnd sem fær það hlutverk að velja 10 staði sem skara frammúr. Hver staður sem er valinn er einstakur, býr yfir ákveðnum „Vá faktor“ og hefur lagt sitt af mörkum til framþróunar sjálfbærrar ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um straum ferðamanna að fossinum Dynjanda frá í september. Eiga mikið inni Haft er eftir Díönu Jóhannesdóttur hjá Vestfjarðastofu að fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum fáist ekki jafn glæsileg viðurkenning og einmitt Best in Travel hjá Lonely Planet. „Ég hef oft sagt að Vestfirðir eigi mikið inni þegar að kemur að ferðaþjónustu og þarna sjáum við það alveg svart á hvítu að þetta einstaka svæði sker sig úr í samkeppni við alla rómuðustu áfangastaði heimsins,“ segir Díana. Ennfremur segir frá því að vestfirsk ferðaþjónusta hafi lagt mikla áherslu á sjálfbæra uppbyggingu og sé það ein af ástæðum þess að Vestfirðir séu í dag með silfurvottun frá umhverfissamtökunum EarthCheck. Náttúran og samfélögin á Vestfjörðum séu okkar helstu auðlindir og við verðum að hlúa að þeim til frambúðar. Listar Lonely Planet yfir bestu áfangastaðina 2022 Topp tíu lönd: Cookeyjar Noregur Máritíus Belís Slóvenía Angvilla Óman Nepal Malaví Egyptaland Topp tíu landsvæði Vestfirðir, Ísland Vestur-Virginía, Bandaríkin Xishuangbanna, Kína Ströndin í Kent, Bretland Púertó Ríkó Shikoku, Japan Atacama-eyðimörkin, Chile Scenic Rim, Ástralía Vancouver-eyja, Kanada Búrgúndí, Frakkland Topp tíu borgir Auckland, Nýja-Sjáland Taipei, Taívan Freiburg, Þýskaland Atlanta, Bandaríkin Lagos, Nígería Níkósía/Lefkosia, Kýpur Dublin, Írland Merida, Mexíkó Flórens, Ítalía Gyeongju, Suður-Kórea Viðurkenning fyrir þróunarstarfið Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þetta frábæra viðurkenningu fyrir það þróunarstarf sem hafi átt sér stað í ferðaþjónustu á Vestfjörðum að fá þessa útnefningu frá Lonely Planet. „Það má líka segja að þetta komi á besta tíma, nú þegar við stöndum frammi fyrir því verkefni að vekja áhuga ferðamanna á Íslandi á ný í kjölfar Covid-19 þar sem við munum eiga í harðri samkeppni við önnur lönd. Íslandsstofa mun vinna vel að því að kynna þessa niðurstöðu í samstarfi við Áfangastaðastofu Vestfjarða“ segir Sigríður Dögg. Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tálknafjörður Árneshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Kaldrananeshreppur Bolungarvík Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestfjarðastofu og Íslandsstofu. Þar segir að val Lonely Planet muni beina kastljósi heimsbyggðarinnar að Vestfjörðum sem muni reynast mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og á Íslandi almennt. „Á hverju ári tilnefna ferðarithöfundar, bloggarar og starfsfólk Lonely Planet staði fyrir Best in Travel listann, sá listi fer síðan fyrir dómnefnd sem fær það hlutverk að velja 10 staði sem skara frammúr. Hver staður sem er valinn er einstakur, býr yfir ákveðnum „Vá faktor“ og hefur lagt sitt af mörkum til framþróunar sjálfbærrar ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um straum ferðamanna að fossinum Dynjanda frá í september. Eiga mikið inni Haft er eftir Díönu Jóhannesdóttur hjá Vestfjarðastofu að fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum fáist ekki jafn glæsileg viðurkenning og einmitt Best in Travel hjá Lonely Planet. „Ég hef oft sagt að Vestfirðir eigi mikið inni þegar að kemur að ferðaþjónustu og þarna sjáum við það alveg svart á hvítu að þetta einstaka svæði sker sig úr í samkeppni við alla rómuðustu áfangastaði heimsins,“ segir Díana. Ennfremur segir frá því að vestfirsk ferðaþjónusta hafi lagt mikla áherslu á sjálfbæra uppbyggingu og sé það ein af ástæðum þess að Vestfirðir séu í dag með silfurvottun frá umhverfissamtökunum EarthCheck. Náttúran og samfélögin á Vestfjörðum séu okkar helstu auðlindir og við verðum að hlúa að þeim til frambúðar. Listar Lonely Planet yfir bestu áfangastaðina 2022 Topp tíu lönd: Cookeyjar Noregur Máritíus Belís Slóvenía Angvilla Óman Nepal Malaví Egyptaland Topp tíu landsvæði Vestfirðir, Ísland Vestur-Virginía, Bandaríkin Xishuangbanna, Kína Ströndin í Kent, Bretland Púertó Ríkó Shikoku, Japan Atacama-eyðimörkin, Chile Scenic Rim, Ástralía Vancouver-eyja, Kanada Búrgúndí, Frakkland Topp tíu borgir Auckland, Nýja-Sjáland Taipei, Taívan Freiburg, Þýskaland Atlanta, Bandaríkin Lagos, Nígería Níkósía/Lefkosia, Kýpur Dublin, Írland Merida, Mexíkó Flórens, Ítalía Gyeongju, Suður-Kórea Viðurkenning fyrir þróunarstarfið Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þetta frábæra viðurkenningu fyrir það þróunarstarf sem hafi átt sér stað í ferðaþjónustu á Vestfjörðum að fá þessa útnefningu frá Lonely Planet. „Það má líka segja að þetta komi á besta tíma, nú þegar við stöndum frammi fyrir því verkefni að vekja áhuga ferðamanna á Íslandi á ný í kjölfar Covid-19 þar sem við munum eiga í harðri samkeppni við önnur lönd. Íslandsstofa mun vinna vel að því að kynna þessa niðurstöðu í samstarfi við Áfangastaðastofu Vestfjarða“ segir Sigríður Dögg.
Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tálknafjörður Árneshreppur Reykhólahreppur Strandabyggð Kaldrananeshreppur Bolungarvík Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31