Lovísa í hlé frá handbolta: „Ég er búin að missa gleðina“ Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2021 16:47 Valur, KA/Þór, Olís deild kvenna, vetur 2021, handbolti, HSÍ Hulda Margrét „Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir landsliðskonan Lovísa Thompson, leikmaður Vals, sem hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. Lovísa á 22 ára afmæli í dag en hún heldur meðal annars upp á það með fyrrnefndri ákvörðun sem hún viðurkennir að hafi verið mjög erfitt að taka. Hún sé hins vegar búin að missa gleðina sem fylgi því að æfa og spila handbolta. Þetta segir Lovísa í pistli sem hún birti á Instagram í dag. „Síðustu dagar og vikur hafa verið erfiðar en mér hefur ekki liðið vel. Mér hefur þótt erfitt að gera það sem ég elska mest (handbolti) en líkaminn og hausinn hafa ekki verið að vinna saman. Ég ætla því að taka mér pásu frá handbolta eða þangað til að ég finn löngunina aftur,“ segir Lovísa. Lovísa hafði ekki lokið grunnskóla þegar hún sló fyrst í gegn sem handboltakona með liði Gróttu. Hún varð tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu, og hefur svo einnig orðið Íslands- og bikarmeistari með Val. „Þetta skref er mér mjöög erfitt en þeir sem þekkja mig vita að ég hef lagt líf og sál í íþróttina lengi vel. Ég er búin að missa gleðina og var farin að valda sjálfri mér og liðsfélögum mínum vonbrigðum. Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir Lovísa sem hefur nú sett sér það markmið að „setja sjálfa sig í fyrsta sæti, læra að slaka á og finna gleðina á ný,“ eins og hún orðar það. Færslu Lovísu má sjá hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Lovísa Thompson (@lovisathompson) Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira
Lovísa á 22 ára afmæli í dag en hún heldur meðal annars upp á það með fyrrnefndri ákvörðun sem hún viðurkennir að hafi verið mjög erfitt að taka. Hún sé hins vegar búin að missa gleðina sem fylgi því að æfa og spila handbolta. Þetta segir Lovísa í pistli sem hún birti á Instagram í dag. „Síðustu dagar og vikur hafa verið erfiðar en mér hefur ekki liðið vel. Mér hefur þótt erfitt að gera það sem ég elska mest (handbolti) en líkaminn og hausinn hafa ekki verið að vinna saman. Ég ætla því að taka mér pásu frá handbolta eða þangað til að ég finn löngunina aftur,“ segir Lovísa. Lovísa hafði ekki lokið grunnskóla þegar hún sló fyrst í gegn sem handboltakona með liði Gróttu. Hún varð tvívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með liðinu, og hefur svo einnig orðið Íslands- og bikarmeistari með Val. „Þetta skref er mér mjöög erfitt en þeir sem þekkja mig vita að ég hef lagt líf og sál í íþróttina lengi vel. Ég er búin að missa gleðina og var farin að valda sjálfri mér og liðsfélögum mínum vonbrigðum. Að mæta á æfingu var orðin kvöð og mér leið ekki vel inn á vellinum,“ segir Lovísa sem hefur nú sett sér það markmið að „setja sjálfa sig í fyrsta sæti, læra að slaka á og finna gleðina á ný,“ eins og hún orðar það. Færslu Lovísu má sjá hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Lovísa Thompson (@lovisathompson)
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira