Handbolti

„Sextán ára pjakkur sem mætir með sítt hár og Mikkel Hansen bandið í hárinu“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skarphéðinn Ívar Einarsson stimplaði sig inn hjá KA í leiknum á móti Val.
Skarphéðinn Ívar Einarsson stimplaði sig inn hjá KA í leiknum á móti Val. S2 Sport

Stefán Árni Pálsson og félagar í Seinni bylgjunni buðu upp á nýjan dagskrárlið í þætti gærkvöldsins en sá heitir „Undir radarnum“ og var frumsýndur í gær.

„Við erum að fara að kynna nýjan dagskrárlið í Seinni bylgjunni og hann heitir: Undir radarnum. Við ætlum að fá sérfræðinga okkur til að segja frá tveimur leikmönnum á mann,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar.

„Þetta eru leikmenn sem spiluðu annað hvort vel eða illa en fóru undir radarinn og hinn almenni áhugamaður um handbolta tók kannski ekki eftir þeirra frammistöðu,“ sagði Stefán Árni.

Sérfræðingarnir sem voru fyrstir til að segja frá mönnum sem fóru undir radarinn voru þeir Rúnar Sigtryggsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson.

Ásgeir Örn reið á vaðið og talaði um tvo leikmenn sem fóru undir radarinn.

„Ég valdi tvo leikmenn sem er skemmtilegt að sjá almennt. Fyrstur var Alexander Örn varnarmaður í Val sem mér fannst eiga alveg stórkostlegan leik á móti KA,“ sagði Ásgeir Örn.

„Ég veit líka að það er smá saga. Hann er búinn einn af þessum stóru varnarmönnum í deildinni í örugglega einhver fimm, sex, sjö ár. Einar Rafn er búinn að vera þessi sóknarmaður á sama tíma og svo eru þeir bara með þetta einvígi þarna fyrir norðan. Alex bara jarðaði hann fannst mér. Einar skorar eitthvað en hann var að atast í honum allan leikinn,“ sagði Ásgeir.

Ásgeir tók einnig fyrir hinn unga Skarphéðinn Ívar Einarsson í liði KA.

„Þetta er bara einhver sextán ára pjakkur sem mætir með sítt hár og Mikkel Hansen bandið í hárinu og skoraði tvö flott mörk í leiknum. Hann átti líka stoðsendingu og ég hef ekki séð svona síðan Arnór Atlason var á fjölunum í KA-heimilinu. Á þessum aldri,“ sagði Ásgeir.

Rúnar Sigtryggsson valdi Stefán Darri Þórsson úr Fram og Róbert Sigurðsson hjá ÍBV.

Það má sjá umfjöllunina og rökstuðninginn fyrir valinu hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Undir ratarnum er nýr dagskrárliðurFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.