Körfubolti

Martin stigahæstur í hádramatískum sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Martin Hermannsson
Martin Hermannsson vísir/getty

Martin Hermannsson sýndi magnaða frammistöðu þegar Valencia hafði betur gegn Morabanc Andorra í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Leikurinn var afar jafn og spennandi nær allan tímann og lokamínúturnar æsispennandi þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna.

Fór að lokum svo að Valencia vann með minnsta mun, 75-76 en Martin stal boltanum í lokasókn gestanna þar sem þeir freistuðu þess að stela sigrinum.

Martin spilaði rúmar 30 mínútur í leiknum og var stigahæsti leikmaður Valencia með 20 stig. Að auki gaf hann sex stoðsendingar og tók þrjú fráköst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.