Handbolti

Gum­mers­bach á­fram á sigur­braut | Arnar Birkir marka­hæstur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Birkir Hálfdánarson átti frábæran leik í kvöld.
Arnar Birkir Hálfdánarson átti frábæran leik í kvöld. Vísir/Vilhelm

Það var nóg um að vera í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld þar sem fjöldi Íslendinga var í sviðsljósinu. Arnar Birkir Hálfdánarson átti frábæran leik í liði Aue sem mátti þola þriggja marka tap og þá vann Íslendingalið Gummersbach sex marka sigur.

Aue tapaði naumlega gegn Bietigheim í kvöld, lokatölur 36-33. Arnar Birkir var markahæstur í liði Aue með sex mörk. Markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson leikur einnig með Aue en tókst ekki að verja skot í kvöld.

Gummersbach vann þægilegan sex marka sigur á Hüttenberg, 40-34, og er enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. 

Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk í liði Gummersbach í kvöld og Hákon Daði Styrmisson gerði þrjú. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari liðsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.