Næturgaman hjá sjóðheitum Steph Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 07:31 Það var mjög gaman hjá Stephen Curry í sigri Golden State á Los Angeles Clippers í nótt. AP/Tony Avelar Golden State Warriors og Milwaukee Bucks áttu bæði möguleika á því að byrja NBA tímabilið 2-0 í nótt en það voru NBA-meistararnir í Bucks sem voru skotnir niður á jörðina á meðan Stepp Curry leiddi sína menn til sigurs. Stephen Curry skoraði 45 stig þegar Golden State Warriors vann 115-113 sigur á Los Angeles Clippers í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu. Þetta var samt annar sigur Warriors því liðið vann Los Angeles Lakers á útivelli í fyrsta leik. So @StephenCurry30 had a night... Named to #NBA75 before tip 25 1Q points on 9-9 shooting 45 in the game Go-ahead triple to lift @warriors pic.twitter.com/98JFwH9lsA— NBA (@NBA) October 22, 2021 Golden State er því fyrsta liðið til að vinna tvo leiki á þessu NBA-tímabili og það gerðu Curry og félagar á móti Los Angeles liðunum sem gefur skýr skilaboð um að liðið ætli sér að berjast á réttum enda á þessari leiktíð. Curry var kominn með 25 stig í fyrsta leikhlutanum þar sem hann hitti úr öllum níu skotum sínum þar af fimm fyrir utan þriggja stiga línuna. Warriors var líka 44-27 yfir eftir hann. Clippers kom sér þó inn í leikinn og spennan var mikil í lokin. "Why are they stunned? They should be used to these type of performances."Steph IGNITES Chase Center with 25 points (9-9 FGM) in the 1Q on TNT. pic.twitter.com/2qOddAQyuj— NBA (@NBA) October 22, 2021 Tveir þristar frá Curry á lokamínútunum vógu þungt fyrir Warriors að landa sigrinum. Andrew Wiggins var næststigahæstur með 17 stig. Paul George var með 29 stig. 11 fráköst og 6 stoðsendingar í fyrsta leik Los Angeles Clippers á leiktíðinni. Eric Bledsoe skoraði 22 stig. 27 PTS for @raf_tyler in the @MiamiHEAT's season-opening win! pic.twitter.com/Tw80pq2RSC— NBA (@NBA) October 22, 2021 Tyler Herro skoraði 27 stig á 24 mínútum af bekknum þegar Miami Heat rúllaði upp NBA-meisturum Milwaukee Bucks með 42 stiga sigri, 137-95. Þetta var fyrsti leikur Miami en Bucks hafði unnið sinn fyrsta leik. „Ég meina, 137 er mikið. Vonandi getum við séð mikið á þessu tímabili,“ sagði Tyler Herro eftir leikinn. Jimmy Butler skoraði 21 stig og Bam Adebayo var með 20 stig og 13 fráköst hjá Heat. P.J. Tucker hjálpaði Bucks að vinna titilinn fyrir nokkrum mánuðum en er nú leikmaður Miami. Hann var með 8 stig og 6 fráköst. Giannis Antetokounmpo skoraði 15 stig og tók 10 fráköst en Grayson Allen var með 14 stig. Trae Young gets up to 9 ASSISTS in the 3rd quarter alone with this outlet to Cam Reddish pic.twitter.com/HnwBKYix5g— NBA (@NBA) October 22, 2021 Atlanta Hawks fór illa með Dallas Mavericks en Luka Doncic og félagar töpuðu með 26 stigum í Atlanta, 87-113. Trae Young fór fyrir liði heimamanna með 19 stigum og 14 stoðsendingum. Þetta var fyrsti leikur Dallas liðsins undir stjórn Jason Kidd sem byrjar ekki vel sem þjálfari liðsins. Luka Doncic var með 18 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Cam Reddish var þó stigahæstur hjá Hawks með 20 stig en Hawks liðið lagði grunninn að sigrinum með því að vinna þriðja leikhlutann 35-20 þar sem Trae Young var með 12 stig og 9 stoðsendingar. NBA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
Stephen Curry skoraði 45 stig þegar Golden State Warriors vann 115-113 sigur á Los Angeles Clippers í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu. Þetta var samt annar sigur Warriors því liðið vann Los Angeles Lakers á útivelli í fyrsta leik. So @StephenCurry30 had a night... Named to #NBA75 before tip 25 1Q points on 9-9 shooting 45 in the game Go-ahead triple to lift @warriors pic.twitter.com/98JFwH9lsA— NBA (@NBA) October 22, 2021 Golden State er því fyrsta liðið til að vinna tvo leiki á þessu NBA-tímabili og það gerðu Curry og félagar á móti Los Angeles liðunum sem gefur skýr skilaboð um að liðið ætli sér að berjast á réttum enda á þessari leiktíð. Curry var kominn með 25 stig í fyrsta leikhlutanum þar sem hann hitti úr öllum níu skotum sínum þar af fimm fyrir utan þriggja stiga línuna. Warriors var líka 44-27 yfir eftir hann. Clippers kom sér þó inn í leikinn og spennan var mikil í lokin. "Why are they stunned? They should be used to these type of performances."Steph IGNITES Chase Center with 25 points (9-9 FGM) in the 1Q on TNT. pic.twitter.com/2qOddAQyuj— NBA (@NBA) October 22, 2021 Tveir þristar frá Curry á lokamínútunum vógu þungt fyrir Warriors að landa sigrinum. Andrew Wiggins var næststigahæstur með 17 stig. Paul George var með 29 stig. 11 fráköst og 6 stoðsendingar í fyrsta leik Los Angeles Clippers á leiktíðinni. Eric Bledsoe skoraði 22 stig. 27 PTS for @raf_tyler in the @MiamiHEAT's season-opening win! pic.twitter.com/Tw80pq2RSC— NBA (@NBA) October 22, 2021 Tyler Herro skoraði 27 stig á 24 mínútum af bekknum þegar Miami Heat rúllaði upp NBA-meisturum Milwaukee Bucks með 42 stiga sigri, 137-95. Þetta var fyrsti leikur Miami en Bucks hafði unnið sinn fyrsta leik. „Ég meina, 137 er mikið. Vonandi getum við séð mikið á þessu tímabili,“ sagði Tyler Herro eftir leikinn. Jimmy Butler skoraði 21 stig og Bam Adebayo var með 20 stig og 13 fráköst hjá Heat. P.J. Tucker hjálpaði Bucks að vinna titilinn fyrir nokkrum mánuðum en er nú leikmaður Miami. Hann var með 8 stig og 6 fráköst. Giannis Antetokounmpo skoraði 15 stig og tók 10 fráköst en Grayson Allen var með 14 stig. Trae Young gets up to 9 ASSISTS in the 3rd quarter alone with this outlet to Cam Reddish pic.twitter.com/HnwBKYix5g— NBA (@NBA) October 22, 2021 Atlanta Hawks fór illa með Dallas Mavericks en Luka Doncic og félagar töpuðu með 26 stigum í Atlanta, 87-113. Trae Young fór fyrir liði heimamanna með 19 stigum og 14 stoðsendingum. Þetta var fyrsti leikur Dallas liðsins undir stjórn Jason Kidd sem byrjar ekki vel sem þjálfari liðsins. Luka Doncic var með 18 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Cam Reddish var þó stigahæstur hjá Hawks með 20 stig en Hawks liðið lagði grunninn að sigrinum með því að vinna þriðja leikhlutann 35-20 þar sem Trae Young var með 12 stig og 9 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira