Rakel Dögg: Þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2021 20:18 Rakel Dögg Bragadóttir var mjög ánægð með fyrri hálfleikinn gegn Val en ekki jafn ánægð með þann seinni. vísir/vilhelm Rakel Dögg Bragadóttur, þjálfara Stjörnunnar, var orða vant eftir tapið fyrir Val. Stjörnukonur voru yfir í hálfleik, 15-13, en töpuðu seinni hálfleiknum með tíu mörkum, 18-8, og leiknum, 23-31. „Ég hef eiginlega ekki svör fyrir þig núna. Ég veit ekki hvað gerði það að verkum að við hrynjum niður í seinni hálfleik. Ég þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör,“ sagði Rakel í samtali við Vísi í leikslok. Hún var mjög ánægð með hvernig Stjarnan spilaði í fyrri hálfleik. „Frábær fyrri hálfleikur en það voru samt þættir sem við vildum laga, sérstaklega í vörninni. En þetta fór þvert á það sem við ætluðum okkur að gera. En fyrri hálfleikurinn var frábær, við sýndum góða spilamennsku og getum tekið það með okkur,“ sagði Rakel. Valskonur komu grimmar til leiks í seinni hálfleiks og náðu undirtökunum. En þegar rúmar tíu mínútur voru eftir gátu Stjörnukonur minnkað muninn í eitt mark. Það gekk ekki, Valur skoraði fjögur mörk í röð og kláraði leikinn. „Við vorum svolítið fljótar að brotna í dag. Það var erfitt að byrja seinni hálfleikinn illa en við gerðum vel í að koma til baka. En undir lokin tókum við of margar óskynsamlegar ákvarðanir. En það var aðallega varnarleikurinn sem var í ólagi. Við fengum alltof mörg mörk á okkur,“ sagði Rakel. Stjarnan er bara með tvö stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í Olís-deildinni. Þrátt fyrir það hefur Rakel ekki áhyggjur af stöðu Garðbæinga. „Við erum með gott lið og höfum átt mjög góða kafla í þessum leikjum. Við höfum átt gríðarlega erfiða leiki. Fyrirfram er ekki óeðlilegt að vera bara með tvö stig en auðvitað er maður alltaf svekktur eftir tapleiki. En sem betur fer er bara október og nóg eftir af tímabilinu,“ sagði Rakel að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira
„Ég hef eiginlega ekki svör fyrir þig núna. Ég veit ekki hvað gerði það að verkum að við hrynjum niður í seinni hálfleik. Ég þarf að rúlla betur yfir leikinn áður en ég kem með gáfuleg svör,“ sagði Rakel í samtali við Vísi í leikslok. Hún var mjög ánægð með hvernig Stjarnan spilaði í fyrri hálfleik. „Frábær fyrri hálfleikur en það voru samt þættir sem við vildum laga, sérstaklega í vörninni. En þetta fór þvert á það sem við ætluðum okkur að gera. En fyrri hálfleikurinn var frábær, við sýndum góða spilamennsku og getum tekið það með okkur,“ sagði Rakel. Valskonur komu grimmar til leiks í seinni hálfleiks og náðu undirtökunum. En þegar rúmar tíu mínútur voru eftir gátu Stjörnukonur minnkað muninn í eitt mark. Það gekk ekki, Valur skoraði fjögur mörk í röð og kláraði leikinn. „Við vorum svolítið fljótar að brotna í dag. Það var erfitt að byrja seinni hálfleikinn illa en við gerðum vel í að koma til baka. En undir lokin tókum við of margar óskynsamlegar ákvarðanir. En það var aðallega varnarleikurinn sem var í ólagi. Við fengum alltof mörg mörk á okkur,“ sagði Rakel. Stjarnan er bara með tvö stig eftir fyrstu fjóra leiki sína í Olís-deildinni. Þrátt fyrir það hefur Rakel ekki áhyggjur af stöðu Garðbæinga. „Við erum með gott lið og höfum átt mjög góða kafla í þessum leikjum. Við höfum átt gríðarlega erfiða leiki. Fyrirfram er ekki óeðlilegt að vera bara með tvö stig en auðvitað er maður alltaf svekktur eftir tapleiki. En sem betur fer er bara október og nóg eftir af tímabilinu,“ sagði Rakel að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira