Um geðveiki og getuna til að tjá sig Steindór Jóhann Erlingsson skrifar 19. október 2021 20:01 Birtingarmyndir geðraskana eru margvíslegar, jafnt á milli einstaklinga sem og á ólíkum tímabilum hjá sömu manneskjunni. Það er því ógerningur að ókönnuðu máli að alhæfa nokkuð um getu þessa fólks til þess að tjá sig opinberlega um mikilvæg mál. Því brá mér nokkuð við að lesa þessi orð Páls Vilhjálmssonar blaðamanns og kennara: „Sá sem er geðveikur er hvorki með [sig] sjálfan né heiminn á hreinu. Annars væri hann ekki geðveikur. Sá sem er læs á sjálfan sig er í standi til að taka ákvarðanir á lífsins vegferð. Til að skilja heiminn í kringum sig þarf maður að botna í sjálfum sér. Skilgreiningin á geðveiki er að tapa áttum, ekki smávegis eða í skamma stund, heldur verulega og til lengri tíma. Sá sem leggst inn á geðdeild er kominn í slíkar ógöngur að aðeins duga stórtæk inngrip læknisvísinda til að færa geðheilsuna í samt lag“. Þessum orðum kennarans er beint að þjóðþekktum einstaklingi sem er einfær um að svara fyrir sig. Orð Páls eru hins vegar þess eðlis að hann virðist dæma alla þá sem þjást af „geðveiki“ til þagnar, sérstaklega þá sem lagst hafa inn á geðdeild. Ég er einn þessara einstaklinga. Frá árinu 2001 hef ég barist með gríðarlega erfiða geðröskun. Á tímabilinu hef ég oft lagst inn á geðdeild, gengist undir svo kallaðar raflækningar og kannast vel við að vera ekki „læs á sjálfan“ mig, en ekkert þessara atriða rændi mig nokkurn tíma getunni til þess að tjá mig opinberlega um flókin og umdeild mál. Á þessu tímabili hef ég meðal annars skrifað hátt í 100 misgóðar blaðagreinar um ýmis álitamál, sem birtust í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og Lesbókinni, fimm vísindagreinar sem birtust í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og eina doktorsritgerð, sem ég varði árið 2005. Þegar smiðshöggið var rekið á ritgerðina var ég svo illa „læs á sjálfan“ mig að ég þorði varla út fyrir hússins dyr, hvað þá að fara út fyrir landsteinana til þess að verja ritgerðina. Ég neyddist því að kljást við andmælendurna þrjá í gegnum fjarfundabúnað og svaf 17-21 klukkustund á sólarhring næstu tíu mánuði. Þá komum við að bókinni, Genin okkar, sem ég skrifaði sumarið 2002. Allt þetta sumar var ég illa haldinn af gríðarlegum geðsveiflum, sem urðu þess valdandi að ég lagðist endurtekið inn á geðdeild. Ég var eðlilega undir miklu álagi enda vænti útgefandinn þess að fá handrit bókarinnar í haustbyrjun. Geðlæknirinn hvatti mig því til þess að hafa tölvuna og viðeigandi gögn meðferðis í hvert sinn sem innlög var nauðsynleg. Ég skrifaði líklega 20% bókarinnar inn á geðdeild og þar á meðal þá hluta hennar sem mér þykir vænst um. Bókin ber engan veginn með sér að höfundur hennar var bókstaflega staddur í helvíti á meðan ritun hennar stóð. Auðvitað er vel hægt að vera ósammála efnistökum hennar en ef eitthvað er að marka ritdómana fimm, sem birtust í kjölfar útgáfunnar, þótti hún takast vel. Af þessu má berlega sjá að geðröskun og dvöl á geðdeild gerir fólk ekki sjálfkrafa ófært um að tjá sig opinberlega um umdeild mál. Höfundur er vísindasagnfræðingur og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Birtingarmyndir geðraskana eru margvíslegar, jafnt á milli einstaklinga sem og á ólíkum tímabilum hjá sömu manneskjunni. Það er því ógerningur að ókönnuðu máli að alhæfa nokkuð um getu þessa fólks til þess að tjá sig opinberlega um mikilvæg mál. Því brá mér nokkuð við að lesa þessi orð Páls Vilhjálmssonar blaðamanns og kennara: „Sá sem er geðveikur er hvorki með [sig] sjálfan né heiminn á hreinu. Annars væri hann ekki geðveikur. Sá sem er læs á sjálfan sig er í standi til að taka ákvarðanir á lífsins vegferð. Til að skilja heiminn í kringum sig þarf maður að botna í sjálfum sér. Skilgreiningin á geðveiki er að tapa áttum, ekki smávegis eða í skamma stund, heldur verulega og til lengri tíma. Sá sem leggst inn á geðdeild er kominn í slíkar ógöngur að aðeins duga stórtæk inngrip læknisvísinda til að færa geðheilsuna í samt lag“. Þessum orðum kennarans er beint að þjóðþekktum einstaklingi sem er einfær um að svara fyrir sig. Orð Páls eru hins vegar þess eðlis að hann virðist dæma alla þá sem þjást af „geðveiki“ til þagnar, sérstaklega þá sem lagst hafa inn á geðdeild. Ég er einn þessara einstaklinga. Frá árinu 2001 hef ég barist með gríðarlega erfiða geðröskun. Á tímabilinu hef ég oft lagst inn á geðdeild, gengist undir svo kallaðar raflækningar og kannast vel við að vera ekki „læs á sjálfan“ mig, en ekkert þessara atriða rændi mig nokkurn tíma getunni til þess að tjá mig opinberlega um flókin og umdeild mál. Á þessu tímabili hef ég meðal annars skrifað hátt í 100 misgóðar blaðagreinar um ýmis álitamál, sem birtust í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og Lesbókinni, fimm vísindagreinar sem birtust í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og eina doktorsritgerð, sem ég varði árið 2005. Þegar smiðshöggið var rekið á ritgerðina var ég svo illa „læs á sjálfan“ mig að ég þorði varla út fyrir hússins dyr, hvað þá að fara út fyrir landsteinana til þess að verja ritgerðina. Ég neyddist því að kljást við andmælendurna þrjá í gegnum fjarfundabúnað og svaf 17-21 klukkustund á sólarhring næstu tíu mánuði. Þá komum við að bókinni, Genin okkar, sem ég skrifaði sumarið 2002. Allt þetta sumar var ég illa haldinn af gríðarlegum geðsveiflum, sem urðu þess valdandi að ég lagðist endurtekið inn á geðdeild. Ég var eðlilega undir miklu álagi enda vænti útgefandinn þess að fá handrit bókarinnar í haustbyrjun. Geðlæknirinn hvatti mig því til þess að hafa tölvuna og viðeigandi gögn meðferðis í hvert sinn sem innlög var nauðsynleg. Ég skrifaði líklega 20% bókarinnar inn á geðdeild og þar á meðal þá hluta hennar sem mér þykir vænst um. Bókin ber engan veginn með sér að höfundur hennar var bókstaflega staddur í helvíti á meðan ritun hennar stóð. Auðvitað er vel hægt að vera ósammála efnistökum hennar en ef eitthvað er að marka ritdómana fimm, sem birtust í kjölfar útgáfunnar, þótti hún takast vel. Af þessu má berlega sjá að geðröskun og dvöl á geðdeild gerir fólk ekki sjálfkrafa ófært um að tjá sig opinberlega um umdeild mál. Höfundur er vísindasagnfræðingur og öryrki.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun