Körfubolti

Eiki hljóð­maður fékk að spyrja sér­fræðingana í körfu­bolta­kvöldi í beinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthías Orri Sigurðarson, Eiríkur Hilmisson og Teitur Örlygsson.
Matthías Orri Sigurðarson, Eiríkur Hilmisson og Teitur Örlygsson. S2 Sport

Það er von á spurningu úr öllum áttum í Körfuboltakvöldi og það sást þegar önnur umferð Subway-deildar karla var gerð upp á dögunum.

Það vinna margir á bak við tjöldin við gerð þáttarins og einn af þessum mönnum fékk að komast í sviðsljósið.

„Allir sem koma að þessum þætti eru í raun fjölskylda og við erum alltaf að rökræða hlutina, rífast pínu og skiptast á skoðunum. Maðurinn sem er með mestu skoðanirnar held ég af öllum í íslenskum körfubolta er Eiríkur Hilmisson eða Eiki hljóðmaður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds.

„Við ákvæðum eftir miklar umræður að leyfa honum að koma með eina spurningu á sérfræðingana. Við ætlum að senda boltann upp í hljóðherbergi: Eiki eru með spurningu á sérfræðingana,“ spurði Kjartan Atli.

„Mig langar að vita hvort mottan á Val Orra sé að gera eitthvað fyrir ykkur. Hún er að gera mikið fyrir mig. Alveg frábær. Nei, þetta var grín. Ég er með eina alvöru spurningu. Mig langar að vita með hann Hilmar í Stjörnunni. Hvernig stendur á því að hann er ekki byrjunarliðsmaður,“ spurði Eiríkur Hilmisson og hélt áfram:

„Hann er búinn að standa sig frábærlega á undirbúningstímabilinu og er frábær leikmaður. Kemst ekki í byrjunarliðið. Hvað er ykkar skoðun á þessu,“ spurði Eiki hljóðmaður.

Hér fyrir neðan má sjá svarið frá sérfræðingunum sem voru þeir Teitur Örlygsson og Matthías Orri Sigurðarson.

Klippa: Körfuboltakvöld: Eiki hljóðmaður fékk að spyrja spurninguFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.