Golf

Rory McIlroy með PGA-titil númer tuttugu: Þetta var risastórt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rory McIlroy með bikarinn sem hann vann í Las Vegas með góðri spilamennsku um helgina.
Rory McIlroy með bikarinn sem hann vann í Las Vegas með góðri spilamennsku um helgina. AP/David Becker

Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy reif sig upp eftir vonbrigði Ryderbikarsins á dögunum með því að vinna CJ Cup mótið í Las Vegas um helgina.

Þetta var tuttugasti mótið sem McIlroy vinnur á ferlinum á PGA-mótaröðinni. Hann vann Wells Fargo mótið í maí en síðan hefur þetta verið frekar mikið basl. Norður-Írinn tapaði meðal annars öllum þremur viðureignum sínum í Ryderbikarnum þar sem Evrópuliðið steinlá.

McIlroy lék hringina fjóra á 25 höggum undir pari og endaði einu höggi á undan Bandaríkjamanninum Collin Morikawa.

McIlroy var níu höggum á eftir efsta manni þegar mótið var hálfnað og tveimur höggum á eftir Rickie Fowler þegar lokadagurinn hófst.

McIlroy lék lokahringinn á sex höggum undir pari eða sex höggum betur en Fowler.

„Þetta var risastórt, virkilega,“ sagði Rory McIlroy við Golf Channel eftir mótið þegar hann var spurður hvort slök frammistaða hans í Ryderbikarnum hafi kveikt þörfina að vinna aftur.

„Ég var búinn að hugsa mikið síðustu vikur. Þetta er það sem ég þarf að gera. Ég þarf að spila golf, einfalda hlutina og vera bara ég sjálfur,“ sagði McIlroy.

„Ég var að reyna að verða einhver annar síðustu mánuði til að verða betri en áttaði mig síðan á því að það er nóg að vera ég sjálfur því þá get ég gert hluti eins og þessa,“ sagði McIlroy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×