Geta kolefnismarkaðir bjargað loftslagsmarkmiðum Íslands? Gunnar S. Magnússon og Guðmundur Sigbergsson skrifa 14. október 2021 08:00 Stutta svarið við þessu er já og má m.a. rekja það til þess að í byrjun nóvember fer fram Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26). Ráðstefnan er gríðarlega mikilvæg til að fá ríki heims til að snúa við stóraukinni losun gróðurhúsalofttegunda (hér eftir nefnt kolefni til einföldunar) með tilheyrandi hörmungum líkt og varað er við í nýlegri IPCC skýrslu SÞ . En til að ná markmiðum Parísarsamningsins er ekki nóg að draga úr kolefnislosun heldur er nauðsynlegt að finna leiðir til að binda það kolefni sem nú þegar hefur verið losað út í andrúmsloftið af mannavöldum og ná fram jafnvægi í losun og bindingu. Getur COP26 orðið vendipunkturinn fyrir kolefnismarkaði? Á COP26 verða m.a. formfestar leikreglur sem snúa að kolefnismörkuðum og samstarfi þjóða. Kolefnismarkaðir eru þó ekki nýir af nálinni en undanfarin ár hafa þeir vaxið og þróast hratt. T.a.m hefur verð á losunarheimildum hækkað um 250% síðustu 12 mánuði og viðskipti með kolefniseiningar á frjálsa kolefnismarkaðinum (e. voluntary carbon markets) aukist gríðarlega á heimsvísu, þróun sem er að gerast mun fyrr en spár höfðu gert ráð fyrir. Árið 2019 námu viðskipti um 100 milljónum tonna af kolefnisígildum (CO2-e) en eru í ár komin upp í 240 milljónir tonna CO2-e. Á frjálsum kolefnismörkuðum geta fyrirtæki og stofnanir átt viðskipti með svokallaðar kolefniseiningar sem verða til útfrá verkefnum sem annaðhvort binda kolefni eða draga úr eða fyrirbyggja losun kolefnis. Til að geta talist fullgild kolefniseining þurfa verkefni (t.d. í nýskógrækt, Carbfixtækninni, endurheimt votlendis eða önnur verkefni) að fylgja viðurkenndum aðferðum t.d. um mælingar, vottanir og skráningar. Á sama tíma þurfa þeir sem losa að tryggja að mælingar séu réttar, dregið sé úr losun og kolefnisjöfnun sé gerð með rekjanlegum hætti. Frjálsir kolefnismarkaðir eru og þurfa að bólgna út Í byrjun árs 2021 var unnin skýrsla af Task Force on Scaling Voluntary Carbon Markets (TFSVCM) um mikilvægi þessara markaða til að ná markmiðum Parísarsamningsins. Skýrslan var unnin í samráði við kaupendur og framleiðendur kolefniseininga auk fulltrúa fjármálakerfisins, miðlara, vottunaraðila, og útgefendur. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að frjálsir kolefnismarkaðir verða að stækka að lágmarki 15falt fyrir árið 2030 og að lágmarki 100falt fyrir árið 2050 til þess að ná markmiðum Parísarsamningsins. Fáum við aftur reikning í hausinn eftir París? Ísland hefur ásamt ESB og Noregi sett sér markmið um 55% samdrátt í kolefnislosun fyrir árið 2030 m.v. losun 1990 , tilkynnt um kolefnishlutleysi árið 2040 og birt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum auk þess sem gefinn hefur verið út loftslagsvegvísir atvinnulífsins. Þrátt fyrir góð fyrirheit og vilja ráðamanna og atvinnulífs virðist óíklegt að Ísland muni ná sínum markmiðum nema eitthvað meira og stærra komi til. Því til stuðnings er hægt að horfa til frammistöðu Íslands á Kyoto tímabilinu þar sem losun Íslands jókst um u.þ.b. 30% m.v. 1990. Því má álykta að töluverð áhætta sé til staðar að Ísland fái dágóðan reikning í fangið vegna skuldbindinga undir Parísarsamningum sem ekki var staðið við. En hvað þarf að gera til að snúa við þessari þróun? Fyrir það fyrsta, þá þarf mun meiri áherslu á að draga úr kolefnislosun allsstaðar í þjóðfélaginu og þar geta kolefnismarkaðir hjálpað. Slíkt mun þó ekki duga til, heldur verður Ísland einnig að skala upp kolefnisbindingu. Með því að taka þátt í alþjóðlegum frjálsum kolefnismörkuðum í gegnum fjölbreytt kolefnisverkefni má ná árangri á báðum sviðum miklu fyrr. Það er hins vegar lykilatriði að tryggja að íslensk kolefnisverkefni uppfylli alþjóðlegar kröfur um gagnsæi, vottanir og skráningar og að fyrirtæki stundi ábyrga kolefnisjöfnun. Með þessu móti getum við snúið þróuninni okkur í hag með því að nýta okkur kolefnismarkaði til að ná metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum. Á sama tíma mun eiga sér stað fjárfesting í nýsköpun og atvinnuuppbyggingu í ört stækkandi alþjóðlegri atvinnugrein fyrir komandi kynslóðir og auknum hagvexti. Það er því eftir miklu að sækjast að Íslandi fari af þunga inn í frjálsa kolefnismarkaði. Ekki missa af þrennunni – allt sem þú þarft að vita um kolefnismarkaði og loftslagsmál Framundan eru þrjár ráðstefnur hér á landi sem fjalla um þessi málefni og við hvetjum áhugasama að kynna sér þær: 21. október „Kapphlaup að kolefnishlutleysi“; 19. nóvember „Framtíðarsýn og næstu skref“ - Loftslagsfundur Reykjavíkurborgar og Festu. 24. nóvember „Eru viðskiptatækifæri í kolefnishlutleysi?“ – Sjálfbærnidagur EY og Samtaka atvinnulífsins. Guðmundur er framkvæmdastjóri Loftslagsskrár Íslands ehf., International Carbon Registry. Gunnar S. Magnússon er meðeigandi og sviðsstjóri sjálfbærni hjá EY ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Stutta svarið við þessu er já og má m.a. rekja það til þess að í byrjun nóvember fer fram Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26). Ráðstefnan er gríðarlega mikilvæg til að fá ríki heims til að snúa við stóraukinni losun gróðurhúsalofttegunda (hér eftir nefnt kolefni til einföldunar) með tilheyrandi hörmungum líkt og varað er við í nýlegri IPCC skýrslu SÞ . En til að ná markmiðum Parísarsamningsins er ekki nóg að draga úr kolefnislosun heldur er nauðsynlegt að finna leiðir til að binda það kolefni sem nú þegar hefur verið losað út í andrúmsloftið af mannavöldum og ná fram jafnvægi í losun og bindingu. Getur COP26 orðið vendipunkturinn fyrir kolefnismarkaði? Á COP26 verða m.a. formfestar leikreglur sem snúa að kolefnismörkuðum og samstarfi þjóða. Kolefnismarkaðir eru þó ekki nýir af nálinni en undanfarin ár hafa þeir vaxið og þróast hratt. T.a.m hefur verð á losunarheimildum hækkað um 250% síðustu 12 mánuði og viðskipti með kolefniseiningar á frjálsa kolefnismarkaðinum (e. voluntary carbon markets) aukist gríðarlega á heimsvísu, þróun sem er að gerast mun fyrr en spár höfðu gert ráð fyrir. Árið 2019 námu viðskipti um 100 milljónum tonna af kolefnisígildum (CO2-e) en eru í ár komin upp í 240 milljónir tonna CO2-e. Á frjálsum kolefnismörkuðum geta fyrirtæki og stofnanir átt viðskipti með svokallaðar kolefniseiningar sem verða til útfrá verkefnum sem annaðhvort binda kolefni eða draga úr eða fyrirbyggja losun kolefnis. Til að geta talist fullgild kolefniseining þurfa verkefni (t.d. í nýskógrækt, Carbfixtækninni, endurheimt votlendis eða önnur verkefni) að fylgja viðurkenndum aðferðum t.d. um mælingar, vottanir og skráningar. Á sama tíma þurfa þeir sem losa að tryggja að mælingar séu réttar, dregið sé úr losun og kolefnisjöfnun sé gerð með rekjanlegum hætti. Frjálsir kolefnismarkaðir eru og þurfa að bólgna út Í byrjun árs 2021 var unnin skýrsla af Task Force on Scaling Voluntary Carbon Markets (TFSVCM) um mikilvægi þessara markaða til að ná markmiðum Parísarsamningsins. Skýrslan var unnin í samráði við kaupendur og framleiðendur kolefniseininga auk fulltrúa fjármálakerfisins, miðlara, vottunaraðila, og útgefendur. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að frjálsir kolefnismarkaðir verða að stækka að lágmarki 15falt fyrir árið 2030 og að lágmarki 100falt fyrir árið 2050 til þess að ná markmiðum Parísarsamningsins. Fáum við aftur reikning í hausinn eftir París? Ísland hefur ásamt ESB og Noregi sett sér markmið um 55% samdrátt í kolefnislosun fyrir árið 2030 m.v. losun 1990 , tilkynnt um kolefnishlutleysi árið 2040 og birt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum auk þess sem gefinn hefur verið út loftslagsvegvísir atvinnulífsins. Þrátt fyrir góð fyrirheit og vilja ráðamanna og atvinnulífs virðist óíklegt að Ísland muni ná sínum markmiðum nema eitthvað meira og stærra komi til. Því til stuðnings er hægt að horfa til frammistöðu Íslands á Kyoto tímabilinu þar sem losun Íslands jókst um u.þ.b. 30% m.v. 1990. Því má álykta að töluverð áhætta sé til staðar að Ísland fái dágóðan reikning í fangið vegna skuldbindinga undir Parísarsamningum sem ekki var staðið við. En hvað þarf að gera til að snúa við þessari þróun? Fyrir það fyrsta, þá þarf mun meiri áherslu á að draga úr kolefnislosun allsstaðar í þjóðfélaginu og þar geta kolefnismarkaðir hjálpað. Slíkt mun þó ekki duga til, heldur verður Ísland einnig að skala upp kolefnisbindingu. Með því að taka þátt í alþjóðlegum frjálsum kolefnismörkuðum í gegnum fjölbreytt kolefnisverkefni má ná árangri á báðum sviðum miklu fyrr. Það er hins vegar lykilatriði að tryggja að íslensk kolefnisverkefni uppfylli alþjóðlegar kröfur um gagnsæi, vottanir og skráningar og að fyrirtæki stundi ábyrga kolefnisjöfnun. Með þessu móti getum við snúið þróuninni okkur í hag með því að nýta okkur kolefnismarkaði til að ná metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum. Á sama tíma mun eiga sér stað fjárfesting í nýsköpun og atvinnuuppbyggingu í ört stækkandi alþjóðlegri atvinnugrein fyrir komandi kynslóðir og auknum hagvexti. Það er því eftir miklu að sækjast að Íslandi fari af þunga inn í frjálsa kolefnismarkaði. Ekki missa af þrennunni – allt sem þú þarft að vita um kolefnismarkaði og loftslagsmál Framundan eru þrjár ráðstefnur hér á landi sem fjalla um þessi málefni og við hvetjum áhugasama að kynna sér þær: 21. október „Kapphlaup að kolefnishlutleysi“; 19. nóvember „Framtíðarsýn og næstu skref“ - Loftslagsfundur Reykjavíkurborgar og Festu. 24. nóvember „Eru viðskiptatækifæri í kolefnishlutleysi?“ – Sjálfbærnidagur EY og Samtaka atvinnulífsins. Guðmundur er framkvæmdastjóri Loftslagsskrár Íslands ehf., International Carbon Registry. Gunnar S. Magnússon er meðeigandi og sviðsstjóri sjálfbærni hjá EY ehf.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar