Handbolti

Aron skoraði tvö í naumum sigri Ála­borgar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN

Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson sneri aftur í lið Álaborgar í eins marks sigri á Meshkov Brest í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur 34-33.

Aron hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur en sneri aftur á völlinn í kvöld og segja má að mörk hans hafi skipt sköpum. Leikurinn var í járnum allt frá upphafi til enda en staðan var jöfn 18-18 í hálfleik.

Í þeim síðari tókst heimamönnum að ná upp þriggja marka forystu en gestirnir voru aldrei langt undan. Fór það svo að Álaborg vann með eins marks mun, lokatölur 34-33.

Álaborgar jafnar þar með Kiel að stigum á toppi A-riðils Meistaradeildarinnar en bæði lið hafa unnið þrjá leiki og tapað einum.


Tengdar fréttir

Aron snýr aftur til leiks

Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er að komast í gang eftir að hafa meiðst í upphafi leiktíðar. Búast má við því að hann spili með Aalborg í Meistaradeild Evrópu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×