Bílar

Myndband: Model Y og ID.6 árekstrarprófaðir í Kína

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Model Y og ID.6 skella saman.
Model Y og ID.6 skella saman.

Áhugaverð árekstrarprófun tveggja nýrra rafbíla, Tesla Model Y og Volkswagen ID.6. Bílarnir voru á 64 km/klst. hvor, hálf miðjusettir gegn hvor öðrum. Nálgunarhraði er því 128 km/klst. Báðir bílar standa sig vel eins og sjá má á myndbandinu frá Car Crash Test.



Niðurstaðan er að farþegarými beggja bíla er nokkuð heillegt eftir áreksturinn. Árekstrarprófunardúkkurnar skullu harkalega í loftpúðana og talsvert álag varð á öryggisbeltin, sem er eðlilegt fyrir svona mikið högg. Enginn eldur kviknaði.

Bílstjórahurðin á á Model Y stóð á sér eftir áreksturinn á meðan allar hurðarnar á ID.6 opnuðust. Heilt á litið varð skaðinn sambærilegur á milli bílanna. Það er ómögulegt að greina að annar bíllinn hafi staðið sig betur en hinn.

Hér að neðan má sjá bílana tekna í sundur eftir árekstursprófið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×