Lífið

Sagan á bak við gula vestið hans Kristjáns Más

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ástæðan fyrir því að Kristján Már brá sér í gult vesti þegar hann var í beinni útsendingu í myndveri var sú að skyrtan hans var skítug.
Ástæðan fyrir því að Kristján Már brá sér í gult vesti þegar hann var í beinni útsendingu í myndveri var sú að skyrtan hans var skítug. Vísir

Gula vestið hans Kristjáns Más Unnarssonar, fréttamanns á Stöð 2, kannast eflaust allflestir landsmenn við eftir að Kristján mætti klæddur í það í myndver Stöðvar 2 í ágúst 2014 þegar eldgos í Holuhrauni var við það að hefjast. En hver er skýringin á bak við Gula vestið? 

Kristján Már rifjaði upp Gula vestið í afmælisþætti Stöðvar 2 sem var sýndur á laugardaginn. Þar spurði Edda Andrésdóttir, fréttakona, Kristján út í vestið.

„Sumir töldu að þetta væri bara einhver æsifréttamennska,“ sagði Edda sem Kristján þvertók fyrir. 

Vestið sló heldur betur í gegn á sínum tíma og höfðu netverjar til dæmis mjög gaman af vestinu. 

„Þetta var eiginlega einhver stærsta smjörklípa og best heppnaða smjörklípa. Vegna þess að ég var eiginlega bara úti í garði þegar ég var kallaður til að koma inn á Stöð,  menn voru að sjá að það væri eitthvað gos að byrja,“ segir Kristján.

„En svo vorum við að fara í beina útsendingu og ég var í skítugri skyrtu, hvernig gat ég farið í sett í svona ljótri skyrtu? Ég fór í gult vesti, það tóku allir eftir gula vestinu, það tók enginn eftir skítugu skyrtunni,“ sagði Kristján. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×