Körfubolti

„Við munum bara verða betri”

Atli Arason skrifar
Robbi Ryan, leikmaður Grindavíkur, hér að grípa eitt af sjö fráköstum sínum í leiknum.
Robbi Ryan, leikmaður Grindavíkur, hér að grípa eitt af sjö fráköstum sínum í leiknum. Vísir/Jónína guðbjörg

Robbi Ryan, leikmaður Grindavíkur, átti framúrskarandi leik í 69-83 sigri Grindavíkur í Njarðvík í kvöld. Ryan skoraði alls 28 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Hún varar önnur lið í deildinni við því að Grindavík er rétt að byrja.

„Ég er spennt og ánægð fyrir hönd liðsins. Við munum bara verða betri,” sagði Ryan í viðtali við Vísi eftir leik.

„Við vorum agresívar allan leikinn. Við gerðum nokkur mistök en við héldum bara áfram að spila sem lið og það skilaði þessu.”

Þetta er fyrsta tímabil Ryan í atvinnumennsku en hún kom frá Arizone State í sumar. Aðspurð kveðst hún vera mjög ánægð í Grindavík.

„Mér líður vel hérna. Leikmenn og þjálfarar hafa sýnt mér mikin stuðning. Þetta er fyrsta árið mitt í atvinnumennsku. Við erum með ungt lið og ég er bara spennt fyrir því að verða betri með hverjum degi,” svaraði Robbi Ryan.

Næsti leikur Grindavíkur er nágranna slagur gegn Njarðvík en Njarðvíkingar hafa byrjað tímabilið vel.

„Ég er spennt fyrir næsta leik. Við erum tilbúnar að taka á móti Njarðvík og það verður hörku leikur.” sagði Robbi Ryan, leikmaður Grindavíkur, að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×