Formúla 1

Bottas hélt forystunni alla leið í Tyrklandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurvegari dagsins.
Sigurvegari dagsins. vísir/Getty

Valtteri Bottas kom fyrstur í mark í Formúla 1 kappakstrinum í Tyrklandi í dag eftir að hafa verið á ráspól.

Þýski ökuþórinn Max Verstappen kom annar í mark en hann á í harðri baráttu við ríkjandi heimsmeistarann Lewis Hamilton um fyrsta sæti í heildarkeppni ökuþóra. Hamilton varð fimmti í mark í dag og missti Verstappen því upp fyrir sig í heildarkeppninni.

Það rigndi sem hellt væri úr fötu í Tyrklandi í dag og setti það sinn svip á keppnina.

Hamilton byrjaði ellefti í dag en náði að vinna sig upp í 5.sæti. Hann var hins vegar ekki sáttur með ákvarðanir sem teknar voru á þjónustusvæði Mercedes liðsins í dag.

Verstappen sem fyrr segir á toppnum í keppni ökuþóra eftir sextán keppnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×