Hindranir í daglegu lífi Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 10. október 2021 09:00 Í dag, 10. október, er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Yfirskriftin í ár hjá WHO er „Geðheilbrigðisþjónusta fyrir alla: gerum það að veruleika“. Sem notandi í geðheilbrigðiskerfinu og aðgerðasinni hef ég tekið eftir því að það sitja ekki allir við sama borð hvað þetta varðar. Eins og staðan er sæki ég til að mynda námskeið á vegum Landspítala þar sem ganga þarf upp brattan stiga til að komast að salnum þar sem starfsemin fer fram. Í upphafi þegar ég sá rýmið benti ég námskeiðshaldaranum strax á að ekki væri aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Fyrir nokkrum árum sótti ég námskeið erlendis á vegum Evrópusambandsins sem fjallaði einmitt um aðgengi. Á meðan á því stóð fékk ég innsýn í heim hreyfihamlaðra og þeirra hindranir. Það rann upp fyrir mér að allir geta á sinn hátt haft meiri eða minni áhrif á gang mála, til dæmis með því að senda ábendingu í tölvupósti eða með símtali. Sem betur fer eru nýbyggingar flestar hverjar með mun betra aðgengi en þær sem eldri eru. Aðstaðan í Háskólanum í Reykjavík er til að mynda til fyrirmyndar. Flott samfélagsverkefni eru í gangi eins og verkefnið "Römpum upp Ísland". Stjórnvöld þurfa samt sem áður að spýta í lófana og gera betur í þessum málum. Það er einfaldlega ekki boðlegt í dag að bjóða upp á þjónustu hjá ríkisstofnun sem ekki er aðgengileg öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 10. október, er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Yfirskriftin í ár hjá WHO er „Geðheilbrigðisþjónusta fyrir alla: gerum það að veruleika“. Sem notandi í geðheilbrigðiskerfinu og aðgerðasinni hef ég tekið eftir því að það sitja ekki allir við sama borð hvað þetta varðar. Eins og staðan er sæki ég til að mynda námskeið á vegum Landspítala þar sem ganga þarf upp brattan stiga til að komast að salnum þar sem starfsemin fer fram. Í upphafi þegar ég sá rýmið benti ég námskeiðshaldaranum strax á að ekki væri aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Fyrir nokkrum árum sótti ég námskeið erlendis á vegum Evrópusambandsins sem fjallaði einmitt um aðgengi. Á meðan á því stóð fékk ég innsýn í heim hreyfihamlaðra og þeirra hindranir. Það rann upp fyrir mér að allir geta á sinn hátt haft meiri eða minni áhrif á gang mála, til dæmis með því að senda ábendingu í tölvupósti eða með símtali. Sem betur fer eru nýbyggingar flestar hverjar með mun betra aðgengi en þær sem eldri eru. Aðstaðan í Háskólanum í Reykjavík er til að mynda til fyrirmyndar. Flott samfélagsverkefni eru í gangi eins og verkefnið "Römpum upp Ísland". Stjórnvöld þurfa samt sem áður að spýta í lófana og gera betur í þessum málum. Það er einfaldlega ekki boðlegt í dag að bjóða upp á þjónustu hjá ríkisstofnun sem ekki er aðgengileg öllum.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar