Verðmætamat kvennastarfa Sandra B. Franks skrifar 8. október 2021 10:30 Rannsóknir sem gerðar hafa verið á launamun kynjanna sýna að laun karla eru almennt hærri en laun kvenna. Þessi kynbundni launamunur er meðal annars tilkominn vegna kynskipts vinnumarkaðar og þeirrar staðreyndar að konur og karlar gegna mismunandi störfum. Laun eru almennt lægri hjá þeim starfsstéttum þar sem konur eru í meirihluta en bent hefur verið á að konur frekar en karlar vinna í nánum samskiptum við annað fólk sem veldur bæði tilfinningalegu álag og skapa óáþreifanleg verðmæti fyrir samfélagið. Hefðbundin karlastörf hins vegar fela oft í sér sköpun á áþreifanlegum verðmætum. Þessi munur ýtir undir ólíkt virðismat á þessum störfum. Sjúkraliðastéttin er ein þeirra stétta sem vinnur í nánum samskiptum við fólk og skapar óáþreifanleg verðmæti, en um 98% sjúkraliða eru konur. Rekja má stóran hluta launamunar til kynskipts vinnumarkaður og kynjaskekkju í mati samfélagsins á hefðbundnum kvenna- og karlastörfum. Lífseig samfélagssýn Vanmat á störfum kvennastétta byggir almennt ekki á ásetningi um að mismuna skuli kynjunum eða meðvitaðri hlutdrægni, heldur er það afleiðing af menningarlegum, sögulegum og kerfisbundnum ástæðum. Aðgreining kynjanna á vinnumarkaði er lífseig og mörgum finnst enn í dag að vel launuð karlastörf og illa launuð kvennastörf sé eðlilegur þáttur í samfélagsgerð okkar. Krafan um að greiða skuli konum og körlum jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf er hins vegar bæði eðlileg og sanngjörn og undarlegt að baráttan fyrir launajafnrétti hafi staðið yfir í heila öld. Treglega hefur gengið að ná fram skilningi samfélagsins og vilja stjórnvalda á hverjum tíma til að beita sér fyrir því eyða kynbundnum launamun. Þó baráttan hafi á undanförnum árum skilað árangri blasir sú staðreynd við að launamunur kynjanna er enn til staðar í okkar samfélagi. Það er fullkomlega óásættanlegt. Skref í rétta átt Í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, í tengslum við gerð kjarasamninga milli aðildarfélaga BSRB og ríkis og sveitarfélaga í mars 2020, var starfshópur um endurmat á störfum kvenna skipaður. Starfshópurinn hefur nú skilað tillögum sínum og leggur til að stofnaður verði aðgerðahópur um launajafnrétti. Aðgerðarhópurinn fengi meðal annars það hlutverk að greina vandann með því að setja af stað tilraunaverkefni um mat á virði starfa með áherslu á að skoða þá þætti sem einkenna kvennastörf sem kunna að vera vanmetnir. Samhliða verða þróuð verkfæri til að aðstoða atvinnurekendur við að uppfylla lagaskilyrði um jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Við sjúkraliðar, þessi stóra kvennastétt, eigum tilkall til réttlátra launa fyrir þau störf sem við innum af hendi. Vanmat á okkar störfum hverfur ekki sjálfkrafa. Framangreind framganga stjórnvalda er sannarlega skref í rétta átt. Það þarf að grípa til aðgerða sem miða að því að mat samfélagsins á verðmæti þeirra starfa sem konur í meirihluta sinna verði sambærilegt mati á verðmæti þeirra starfa sem karlar í meirihluta sinna. Til að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði þurfum við sem samfélag að ákveða að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir sem gerðar hafa verið á launamun kynjanna sýna að laun karla eru almennt hærri en laun kvenna. Þessi kynbundni launamunur er meðal annars tilkominn vegna kynskipts vinnumarkaðar og þeirrar staðreyndar að konur og karlar gegna mismunandi störfum. Laun eru almennt lægri hjá þeim starfsstéttum þar sem konur eru í meirihluta en bent hefur verið á að konur frekar en karlar vinna í nánum samskiptum við annað fólk sem veldur bæði tilfinningalegu álag og skapa óáþreifanleg verðmæti fyrir samfélagið. Hefðbundin karlastörf hins vegar fela oft í sér sköpun á áþreifanlegum verðmætum. Þessi munur ýtir undir ólíkt virðismat á þessum störfum. Sjúkraliðastéttin er ein þeirra stétta sem vinnur í nánum samskiptum við fólk og skapar óáþreifanleg verðmæti, en um 98% sjúkraliða eru konur. Rekja má stóran hluta launamunar til kynskipts vinnumarkaður og kynjaskekkju í mati samfélagsins á hefðbundnum kvenna- og karlastörfum. Lífseig samfélagssýn Vanmat á störfum kvennastétta byggir almennt ekki á ásetningi um að mismuna skuli kynjunum eða meðvitaðri hlutdrægni, heldur er það afleiðing af menningarlegum, sögulegum og kerfisbundnum ástæðum. Aðgreining kynjanna á vinnumarkaði er lífseig og mörgum finnst enn í dag að vel launuð karlastörf og illa launuð kvennastörf sé eðlilegur þáttur í samfélagsgerð okkar. Krafan um að greiða skuli konum og körlum jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf er hins vegar bæði eðlileg og sanngjörn og undarlegt að baráttan fyrir launajafnrétti hafi staðið yfir í heila öld. Treglega hefur gengið að ná fram skilningi samfélagsins og vilja stjórnvalda á hverjum tíma til að beita sér fyrir því eyða kynbundnum launamun. Þó baráttan hafi á undanförnum árum skilað árangri blasir sú staðreynd við að launamunur kynjanna er enn til staðar í okkar samfélagi. Það er fullkomlega óásættanlegt. Skref í rétta átt Í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, í tengslum við gerð kjarasamninga milli aðildarfélaga BSRB og ríkis og sveitarfélaga í mars 2020, var starfshópur um endurmat á störfum kvenna skipaður. Starfshópurinn hefur nú skilað tillögum sínum og leggur til að stofnaður verði aðgerðahópur um launajafnrétti. Aðgerðarhópurinn fengi meðal annars það hlutverk að greina vandann með því að setja af stað tilraunaverkefni um mat á virði starfa með áherslu á að skoða þá þætti sem einkenna kvennastörf sem kunna að vera vanmetnir. Samhliða verða þróuð verkfæri til að aðstoða atvinnurekendur við að uppfylla lagaskilyrði um jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Við sjúkraliðar, þessi stóra kvennastétt, eigum tilkall til réttlátra launa fyrir þau störf sem við innum af hendi. Vanmat á okkar störfum hverfur ekki sjálfkrafa. Framangreind framganga stjórnvalda er sannarlega skref í rétta átt. Það þarf að grípa til aðgerða sem miða að því að mat samfélagsins á verðmæti þeirra starfa sem konur í meirihluta sinna verði sambærilegt mati á verðmæti þeirra starfa sem karlar í meirihluta sinna. Til að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði þurfum við sem samfélag að ákveða að verðmæti starfa sé metið að jöfnu hvort heldur sem konur eða karlar sinni þeim. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun