Kennarinn er sérfræðingur Magnús Þór Jónsson skrifar 7. október 2021 12:00 Framundan eru formannskosningar í Kennarasambandi Íslands en þar er undir svo sannarlega stórt og mikilvægt hlutverk fyrir íslenskt samfélag! Kennarar er stétt sérfræðinga sem daglega vinna með tugþúsundum einstaklinga á skólastigunum þremur í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins og innan tónlistarskólanna. Kennarastarfið er sérfræðistarf á sviði uppeldis- og kennslufræða, starf þar sem viðkomandi einstaklingar hafa aflað sér þekkingar um það viðfangsefni og síðan öðlast reynslu til að koma þeirri þekkingu áfram til skjólstæðinga sinna sem munu jú stýra nútíð sem framtíð. Það að leiða hóp sérfræðinga krefst reynslu og það er afar mikilvægt að næsti formaður KÍ treysti sér í það verkefni að leiða á þann hátt að kennarar meti sig sem sérfræðingar í verkum sínum og mat samfélagsins alls spegli það. Skiptir þá engu hvaða sérfræðiþekkingar sem er krafist á mismunandi aldursstigum og til ólíkra verkefna. Íslenskt samfélag hefur á liðnum árum tekið stór skref í átt til þess að meta kennarastarfið sem sérfræðistarf en viðfangsefni formanns til næstu ára verður að sjá til þess að sérfræðihugtakið verði samfélaginu enn sýnilegra. Það að vera sérfræðingur krefst metnaðar og hugsjónar í senn þar sem verkefnin eru mörg. Eitt af því sem mikilvægt er í því ferli er að við kennarar rýnum reglulega í okkar störf, sækjum okkur stöðugt meiri þekkingu og miðlum henni áfram okkar á milli. Þannig styrkjum við þá ímynd um leið og við eflumst sem framlínufólk íslensks samfélags. Þá vinnu á formaður KÍ að leiða áfram, mig langar það mjög og tel minn starfsferil, mína færni og mína reynslu til þess fallna að gera það næstu fjögur árin. Á undanförnum árum hafa náðst margir áfangar innan aðildarfélaga KÍ þegar kemur að launa- og starfskjaramálum og er það vel. Öflug samningateymi aðildarfélaganna leiða það starf áfram líkt og skipulag Kennarasamband Íslands segir til um en að sjálfsögðu er formaður sambandsins þeirra sterkasti stuðningsmaður ef til þarf að koma, þar geta félögin sótt í langa reynslu mína úr starfi í samningamálum. Starfsánægja ræðst þó ekki einungis af útborguðum launum um hver mánaðamót. Þar skiptir máli að búa kennurum starfsaðstæður sem þeim líður vel í. Það er staðreynd að líðan er stærsta breyta í námi nemenda okkar og til að sú líðan verði góð þarf kennaranum sem leiðir það verkefni að líða vel. Þar er einfalt að benda á ótal þætti sem horfa þarf til. Ég nefni sem dæmi hópastærðir undir stjórn kennarans, húsnæði og aðbúnað, námsefni og kennslutæki en ekki síður það andrúmsloft sem ríkir í samfélagi hvers skóla. Aðstæður íslenskra skóla eru ótrúlega ólíkar. Það er þekkt staðreynd að við heyrum undir tvo vinnuveitendur. Annars vegar íslenska ríkið sem alfarið sér um umgjörð náms á öllum skólastigum með lögum og reglugerðum og er rekstraraðili framhaldsskólans og svo hins vegar sveitarfélögin sem reka leik-, grunn- og tónlistarskólana. Við greinum líka ólíka umgjörð mismunandi sveitarfélaga eða nærsamfélaga hverrar stofnunar. Öllu máli skiptir að fyrsta spurning allra skóla landsins sé hvernig starfsmönnum þeirra líði í störfum sínum. Áður er sagt að það er sjálfgefið að okkur ber að horfa til þess hjá nemendum okkar en við verðum líka að spyrja þessarar spurningar reglulega þegar kemur að kennurunum okkar og vera fullviss um það að lærdómssamfélag þeirra sé sameign kennara, stjórnenda og nærsamfélagsins. Ég hef fengið að vera hluti af mörgum slíkum lærdómssamfélögum á mínum starfsferli og mun beita mér fyrir því sem næsti formaður KÍ að líðan verði lykilhugtak í allri umræðu um íslensk skólamál. Líðan er lykill að ánægjuríku starfi skólakerfisins. Ég hlakka til næstu vikna og el þá von í brjósti að í kjölfar uppbyggilegrar baráttu um þann heiður sem fylgir embætti formanns KÍ hafi ég fengið það verkefni að leiða kennarastéttina á Íslandi til næstu áfanga á öflugri leið! Höfundur er skólastjóri Seljaskóla og býður sig fram til formannsembættis Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Félagasamtök Magnús Þór Jónsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Framundan eru formannskosningar í Kennarasambandi Íslands en þar er undir svo sannarlega stórt og mikilvægt hlutverk fyrir íslenskt samfélag! Kennarar er stétt sérfræðinga sem daglega vinna með tugþúsundum einstaklinga á skólastigunum þremur í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins og innan tónlistarskólanna. Kennarastarfið er sérfræðistarf á sviði uppeldis- og kennslufræða, starf þar sem viðkomandi einstaklingar hafa aflað sér þekkingar um það viðfangsefni og síðan öðlast reynslu til að koma þeirri þekkingu áfram til skjólstæðinga sinna sem munu jú stýra nútíð sem framtíð. Það að leiða hóp sérfræðinga krefst reynslu og það er afar mikilvægt að næsti formaður KÍ treysti sér í það verkefni að leiða á þann hátt að kennarar meti sig sem sérfræðingar í verkum sínum og mat samfélagsins alls spegli það. Skiptir þá engu hvaða sérfræðiþekkingar sem er krafist á mismunandi aldursstigum og til ólíkra verkefna. Íslenskt samfélag hefur á liðnum árum tekið stór skref í átt til þess að meta kennarastarfið sem sérfræðistarf en viðfangsefni formanns til næstu ára verður að sjá til þess að sérfræðihugtakið verði samfélaginu enn sýnilegra. Það að vera sérfræðingur krefst metnaðar og hugsjónar í senn þar sem verkefnin eru mörg. Eitt af því sem mikilvægt er í því ferli er að við kennarar rýnum reglulega í okkar störf, sækjum okkur stöðugt meiri þekkingu og miðlum henni áfram okkar á milli. Þannig styrkjum við þá ímynd um leið og við eflumst sem framlínufólk íslensks samfélags. Þá vinnu á formaður KÍ að leiða áfram, mig langar það mjög og tel minn starfsferil, mína færni og mína reynslu til þess fallna að gera það næstu fjögur árin. Á undanförnum árum hafa náðst margir áfangar innan aðildarfélaga KÍ þegar kemur að launa- og starfskjaramálum og er það vel. Öflug samningateymi aðildarfélaganna leiða það starf áfram líkt og skipulag Kennarasamband Íslands segir til um en að sjálfsögðu er formaður sambandsins þeirra sterkasti stuðningsmaður ef til þarf að koma, þar geta félögin sótt í langa reynslu mína úr starfi í samningamálum. Starfsánægja ræðst þó ekki einungis af útborguðum launum um hver mánaðamót. Þar skiptir máli að búa kennurum starfsaðstæður sem þeim líður vel í. Það er staðreynd að líðan er stærsta breyta í námi nemenda okkar og til að sú líðan verði góð þarf kennaranum sem leiðir það verkefni að líða vel. Þar er einfalt að benda á ótal þætti sem horfa þarf til. Ég nefni sem dæmi hópastærðir undir stjórn kennarans, húsnæði og aðbúnað, námsefni og kennslutæki en ekki síður það andrúmsloft sem ríkir í samfélagi hvers skóla. Aðstæður íslenskra skóla eru ótrúlega ólíkar. Það er þekkt staðreynd að við heyrum undir tvo vinnuveitendur. Annars vegar íslenska ríkið sem alfarið sér um umgjörð náms á öllum skólastigum með lögum og reglugerðum og er rekstraraðili framhaldsskólans og svo hins vegar sveitarfélögin sem reka leik-, grunn- og tónlistarskólana. Við greinum líka ólíka umgjörð mismunandi sveitarfélaga eða nærsamfélaga hverrar stofnunar. Öllu máli skiptir að fyrsta spurning allra skóla landsins sé hvernig starfsmönnum þeirra líði í störfum sínum. Áður er sagt að það er sjálfgefið að okkur ber að horfa til þess hjá nemendum okkar en við verðum líka að spyrja þessarar spurningar reglulega þegar kemur að kennurunum okkar og vera fullviss um það að lærdómssamfélag þeirra sé sameign kennara, stjórnenda og nærsamfélagsins. Ég hef fengið að vera hluti af mörgum slíkum lærdómssamfélögum á mínum starfsferli og mun beita mér fyrir því sem næsti formaður KÍ að líðan verði lykilhugtak í allri umræðu um íslensk skólamál. Líðan er lykill að ánægjuríku starfi skólakerfisins. Ég hlakka til næstu vikna og el þá von í brjósti að í kjölfar uppbyggilegrar baráttu um þann heiður sem fylgir embætti formanns KÍ hafi ég fengið það verkefni að leiða kennarastéttina á Íslandi til næstu áfanga á öflugri leið! Höfundur er skólastjóri Seljaskóla og býður sig fram til formannsembættis Kennarasambands Íslands.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun