Næsti formaður KÍ? Heimir Eyvindarson skrifar 4. október 2021 08:02 Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Þegar þessi orð eru rituð, einum degi áður en frestur til að tilkynna um framboð rennur út, er ég einn fjögurra frambærilegra frambjóðenda. Eins og aðrir frambjóðendur til embættisins geri ég mér fulla grein fyrir því að formaður KÍ þarf að gæta hagsmuna allra félagsmanna, hvar sem þeir starfa. Ég kem úr grunnskólanum og þekki málefni hans vel, sérstaklega hvernig staðan er utan Reykjavíkur. Verandi tónlistarmaður í hjáverkum þekki ég málefni tónlistarskólans sæmilega, tók meðal annars óbeinan þátt í kjarabaráttu tónlistarkennara í síðasta verkfalli. Helstu áherslur félagsfólks sem starfar á hinum tveimur skólastigunum þekki ég á yfirborðinu, en er þessa dagana í óða önn við að kynna mér þær betur. Ég hef raunar aldrei stundað nám í leikskóla sjálfur, það þótti of mikið vesen í sveitinni, en á móti kemur að ég var óvenju lengi í framhaldsskóla. Var í FSu í 5 ár og kláraði 29 einingar. Það gefur því auga leið að ég var enginn sérstakur aðdáandi styttingar náms til stúdentsprófs. Kannski er ástæða þess að ég eyddi framhaldsskólaárunum í að leika mér einmitt sú að ég hafði aldrei áður leikið mér í skóla. Ég kunni það hvorki né þorði því í grunnskóla. Þar var ég með prúðari nemendum, afburða bóknámsmaður með litla hreyfifærni. Meðal annars vegna þessarar reynslu minnar er ég mikill talsmaður leiks, hreyfingar, útiveru og allskonar uppbrots í skólastarfi - á öllum skólastigum - og get orðið ansi þver þegar heftandi hugmyndir um skipulag náms og kennslu eru settar fram, að því er virðist í fúlustu alvöru. Til að mynda að það þurfi að auka vægi bóklegs náms í leikskóla og það muni bjarga andliti okkar í alþjóðlegum samanburði að streða við það oftar á dag að læra íslensku og náttúrufræði, á kostnað til að mynda valgreina sem eru í mörgum skólum í senn lýðræðislegasta og líflegasta viðfangsefni sem nemendur glíma við. Með öðrum orðum treysti ég kennurum og skólastjórnendum á öllum skólastigum betur til að skipuleggja skólastarfið en þeim sem telja að hægt sé að mæla öll okkar verk og laga með tilfærslum á dálkum, s.s. gildum í viðmiðunarstundaskrá. Það er ótalmargt framundan hjá okkur í KÍ. Fyrst er að telja að samningar við FL, FG, FT, FSL og SÍ renna út um áramót. Við þær kjaraviðræður er ágætt að hafa það hugfast að fyrsta aðgerðaráætlun fyrir nýja menntastefnu hefur nú verið lögð fram og ljóst að mikil vinna mun fylgja innleiðingu hennar. Þá mun svokallað farsældarfrumvarp einnig kalla á mikla vinnu innan skólanna. Tryggja þarf að þessum góðu verkefnum og göfugu markmiðum fylgi nægt fjármagn þannig að við sem tökum að okkur vinnuna fáum greitt fyrir hana. Svo væri líka hressandi að gera eins og einn kjarasamning sem er ekki það flókinn að ótal vinnustundir fari í að rífast um hvað standi í honum. Virðingarfyllst, Heimir Eyvindarson Höfundur er dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði og býður sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Þegar þessi orð eru rituð, einum degi áður en frestur til að tilkynna um framboð rennur út, er ég einn fjögurra frambærilegra frambjóðenda. Eins og aðrir frambjóðendur til embættisins geri ég mér fulla grein fyrir því að formaður KÍ þarf að gæta hagsmuna allra félagsmanna, hvar sem þeir starfa. Ég kem úr grunnskólanum og þekki málefni hans vel, sérstaklega hvernig staðan er utan Reykjavíkur. Verandi tónlistarmaður í hjáverkum þekki ég málefni tónlistarskólans sæmilega, tók meðal annars óbeinan þátt í kjarabaráttu tónlistarkennara í síðasta verkfalli. Helstu áherslur félagsfólks sem starfar á hinum tveimur skólastigunum þekki ég á yfirborðinu, en er þessa dagana í óða önn við að kynna mér þær betur. Ég hef raunar aldrei stundað nám í leikskóla sjálfur, það þótti of mikið vesen í sveitinni, en á móti kemur að ég var óvenju lengi í framhaldsskóla. Var í FSu í 5 ár og kláraði 29 einingar. Það gefur því auga leið að ég var enginn sérstakur aðdáandi styttingar náms til stúdentsprófs. Kannski er ástæða þess að ég eyddi framhaldsskólaárunum í að leika mér einmitt sú að ég hafði aldrei áður leikið mér í skóla. Ég kunni það hvorki né þorði því í grunnskóla. Þar var ég með prúðari nemendum, afburða bóknámsmaður með litla hreyfifærni. Meðal annars vegna þessarar reynslu minnar er ég mikill talsmaður leiks, hreyfingar, útiveru og allskonar uppbrots í skólastarfi - á öllum skólastigum - og get orðið ansi þver þegar heftandi hugmyndir um skipulag náms og kennslu eru settar fram, að því er virðist í fúlustu alvöru. Til að mynda að það þurfi að auka vægi bóklegs náms í leikskóla og það muni bjarga andliti okkar í alþjóðlegum samanburði að streða við það oftar á dag að læra íslensku og náttúrufræði, á kostnað til að mynda valgreina sem eru í mörgum skólum í senn lýðræðislegasta og líflegasta viðfangsefni sem nemendur glíma við. Með öðrum orðum treysti ég kennurum og skólastjórnendum á öllum skólastigum betur til að skipuleggja skólastarfið en þeim sem telja að hægt sé að mæla öll okkar verk og laga með tilfærslum á dálkum, s.s. gildum í viðmiðunarstundaskrá. Það er ótalmargt framundan hjá okkur í KÍ. Fyrst er að telja að samningar við FL, FG, FT, FSL og SÍ renna út um áramót. Við þær kjaraviðræður er ágætt að hafa það hugfast að fyrsta aðgerðaráætlun fyrir nýja menntastefnu hefur nú verið lögð fram og ljóst að mikil vinna mun fylgja innleiðingu hennar. Þá mun svokallað farsældarfrumvarp einnig kalla á mikla vinnu innan skólanna. Tryggja þarf að þessum góðu verkefnum og göfugu markmiðum fylgi nægt fjármagn þannig að við sem tökum að okkur vinnuna fáum greitt fyrir hana. Svo væri líka hressandi að gera eins og einn kjarasamning sem er ekki það flókinn að ótal vinnustundir fari í að rífast um hvað standi í honum. Virðingarfyllst, Heimir Eyvindarson Höfundur er dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði og býður sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun