Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2021 19:01 Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Vísir/Sigurjón Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. Hafrannsóknarstofnunin ráðlagði veiðar á tæplega 128 þúsund tonnum af loðnu í fyrra en tvö ár þar áður var ekkert veitt. Hafrannsóknunarstofnun gerði stofnmælingu á loðnu á skipinu Árna Friðrikssyni. En hvað veldur því að stofninn er nú orðinn svona stór? Það liggur ekki alveg fyrir, að sögn Birkis Bárðarsonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknarstofnun og leiðangursstjóra stofnmælingarleiðangursins. „Það liggur beint við að hugsa um umhverfið, hitastig. Við höfum séð frá áramótum hátt hitastig fyrir norðan land þar sem loðnan heldur sig, það hefur aðeins gengið til baka síðastliðin ár.“ Birkir Bárðarson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Sigurjón Loðnuvertíðin hefst alla jafna um áramót en vegna þess hversu mikill kvótinn er nú gæti þurft að fara fyrr af stað en ella. Og ljóst er að ráðgjöfin í morgun er þegar byrjuð að hafa áhrif - hlutabréf útgerðarfélaganna Brims og Síldarvinnslunnar ruku upp eftir að ráðgjöfin var tilkynnt í morgun. Bréf í Brimi hækkuðu um 9,09 prósent í viðskiptum dagsins og um 9,14 prósent hjá Síldarvinnslunni. Reiknað er með að ráðgjöfin veiti innspýtingu í þjóðarbúið. „Miðað við hvað síðasta vertíð gaf mikið með 128 þúsund tonnum þá erum við að mæla með 904 þúsund tonna veiði núna þannig það hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ segir Birkir en áréttar að hann sé fiskifræðingur, ekki sérfræðingur í efnahagsmálum. „Og þessar byggðir þar sem loðnan er hornsteinninn í atvinnulífinu á ákveðnum árstímum,“ bætir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, við. Og nánasta framtíð er björt. Svokölluð ungloðnuvísitala, það er magn eins árs fisks sem mældist í stofnmælingaleiðangrinum, er sú þriðja hæsta frá upphafi mælinga. Þetta þýði að stofninn sé að taka hraustlega við sér og að veitt verði á þarnæstu vertíð. „Við eigum von á því að fiskveiðiárið 2022-23 verði gott, hvað gerist svo í framhaldinu af því er algjör óvissa um,“ segir Þorsteinn. Sjávarútvegur Efnahagsmál Kauphöllin Tengdar fréttir Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Hafrannsóknarstofnunin ráðlagði veiðar á tæplega 128 þúsund tonnum af loðnu í fyrra en tvö ár þar áður var ekkert veitt. Hafrannsóknunarstofnun gerði stofnmælingu á loðnu á skipinu Árna Friðrikssyni. En hvað veldur því að stofninn er nú orðinn svona stór? Það liggur ekki alveg fyrir, að sögn Birkis Bárðarsonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknarstofnun og leiðangursstjóra stofnmælingarleiðangursins. „Það liggur beint við að hugsa um umhverfið, hitastig. Við höfum séð frá áramótum hátt hitastig fyrir norðan land þar sem loðnan heldur sig, það hefur aðeins gengið til baka síðastliðin ár.“ Birkir Bárðarson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Sigurjón Loðnuvertíðin hefst alla jafna um áramót en vegna þess hversu mikill kvótinn er nú gæti þurft að fara fyrr af stað en ella. Og ljóst er að ráðgjöfin í morgun er þegar byrjuð að hafa áhrif - hlutabréf útgerðarfélaganna Brims og Síldarvinnslunnar ruku upp eftir að ráðgjöfin var tilkynnt í morgun. Bréf í Brimi hækkuðu um 9,09 prósent í viðskiptum dagsins og um 9,14 prósent hjá Síldarvinnslunni. Reiknað er með að ráðgjöfin veiti innspýtingu í þjóðarbúið. „Miðað við hvað síðasta vertíð gaf mikið með 128 þúsund tonnum þá erum við að mæla með 904 þúsund tonna veiði núna þannig það hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ segir Birkir en áréttar að hann sé fiskifræðingur, ekki sérfræðingur í efnahagsmálum. „Og þessar byggðir þar sem loðnan er hornsteinninn í atvinnulífinu á ákveðnum árstímum,“ bætir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, við. Og nánasta framtíð er björt. Svokölluð ungloðnuvísitala, það er magn eins árs fisks sem mældist í stofnmælingaleiðangrinum, er sú þriðja hæsta frá upphafi mælinga. Þetta þýði að stofninn sé að taka hraustlega við sér og að veitt verði á þarnæstu vertíð. „Við eigum von á því að fiskveiðiárið 2022-23 verði gott, hvað gerist svo í framhaldinu af því er algjör óvissa um,“ segir Þorsteinn.
Sjávarútvegur Efnahagsmál Kauphöllin Tengdar fréttir Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10 Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Sjá meira
Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10