Play er enginn leikur fyrir launafólk Drífa Snædal skrifar 1. október 2021 12:31 Þegar ég byrjaði að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna þá trúði ég því varla að á íslenskum vinnumarkaði væru hópar sem væri búið að svipta rödd sinni, þyrðu ekki að koma fram og greina frá aðstæðum sínum og væru kúgaðir til að vinna fyrir laun undir lágmarkslaunum. Síðan er ég reynslunni ríkari og hef ítrekað hitt fólk sem hefur ekki rödd og eina vonin er að stéttarfélögin leggi lið og ljái rödd og styrk, sem þau gera daglega. Það tekur hins vegar steininn úr þegar heilt flugfélag er byggt á grunni kjara undir lágmarkslaunum og býður ódýr fargjöld á grunni þess að hafa „ódýrara starfsfólk“. Þessi saga Play hefur verið rakin áður og miðstjórn ASÍ og formannafundur ályktað og hvatt til sniðgöngu á félaginu þar til það gerir réttmætan kjarasamning. Hið svokallaða stéttarfélag sem samið var við er ekki raunverulegt stéttarfélag, fólkið sem vinna átti eftir samningunum tók ekki þátt í gerð þeirra og félagið, ÍFF, er ekki sjálfstætt frá atvinnurekandanum. Tilraunir hafa verið gerðar til að ná alvöru kjarasamningum við Play og þeim gefinn kostur á að ganga til samninga við félag sem raunverulega er skilgreint sem félag flugfreyja, hefur reynslu af kjarasamningum og hefur sýnt það að það standi við bakið á sínum félagsmönnum þegar í harðbakkann slær. Play hefur því miður ekki gripið slíkt tækifæri. Nú ber svo við að síðustu vikur og mánuði hef ég ítrekað fengið óskir um liðsinni frá starfsfólki Play og ábendingar um slæman aðbúnað þeirra. Mér hafa einnig borist nafnlaus bréf frá fólki sem óttast afleiðingar af því að koma fram undir nafni. Starfsfólkið er í erfiðri stöðu, það vill vinna við flug oghefur metnað fyrir því að nýtt flugfélag geti starfað á íslenskum markaði. En það vill líka sanngjörn kjör og að stéttarfélagið starfi að hagsmunum starfsfólksins, ekki atvinnurekendanna. Framganga Play er þeim til skammar og á meðan ekki er tekið á henni grefur það undan öllum vinnumarkaðnum og er ógn við réttindi launafólks almennt. Þessu máli er fjarri lokið og verkalýðshreyfingin heldur áfram baráttunni gegn aðferðum Play og fyrir réttindum launafólks. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Þegar ég byrjaði að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna þá trúði ég því varla að á íslenskum vinnumarkaði væru hópar sem væri búið að svipta rödd sinni, þyrðu ekki að koma fram og greina frá aðstæðum sínum og væru kúgaðir til að vinna fyrir laun undir lágmarkslaunum. Síðan er ég reynslunni ríkari og hef ítrekað hitt fólk sem hefur ekki rödd og eina vonin er að stéttarfélögin leggi lið og ljái rödd og styrk, sem þau gera daglega. Það tekur hins vegar steininn úr þegar heilt flugfélag er byggt á grunni kjara undir lágmarkslaunum og býður ódýr fargjöld á grunni þess að hafa „ódýrara starfsfólk“. Þessi saga Play hefur verið rakin áður og miðstjórn ASÍ og formannafundur ályktað og hvatt til sniðgöngu á félaginu þar til það gerir réttmætan kjarasamning. Hið svokallaða stéttarfélag sem samið var við er ekki raunverulegt stéttarfélag, fólkið sem vinna átti eftir samningunum tók ekki þátt í gerð þeirra og félagið, ÍFF, er ekki sjálfstætt frá atvinnurekandanum. Tilraunir hafa verið gerðar til að ná alvöru kjarasamningum við Play og þeim gefinn kostur á að ganga til samninga við félag sem raunverulega er skilgreint sem félag flugfreyja, hefur reynslu af kjarasamningum og hefur sýnt það að það standi við bakið á sínum félagsmönnum þegar í harðbakkann slær. Play hefur því miður ekki gripið slíkt tækifæri. Nú ber svo við að síðustu vikur og mánuði hef ég ítrekað fengið óskir um liðsinni frá starfsfólki Play og ábendingar um slæman aðbúnað þeirra. Mér hafa einnig borist nafnlaus bréf frá fólki sem óttast afleiðingar af því að koma fram undir nafni. Starfsfólkið er í erfiðri stöðu, það vill vinna við flug oghefur metnað fyrir því að nýtt flugfélag geti starfað á íslenskum markaði. En það vill líka sanngjörn kjör og að stéttarfélagið starfi að hagsmunum starfsfólksins, ekki atvinnurekendanna. Framganga Play er þeim til skammar og á meðan ekki er tekið á henni grefur það undan öllum vinnumarkaðnum og er ógn við réttindi launafólks almennt. Þessu máli er fjarri lokið og verkalýðshreyfingin heldur áfram baráttunni gegn aðferðum Play og fyrir réttindum launafólks. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun