Körfubolti

Haukakonur í riðli með tveimur frönskum liðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir var frábær í gær með 32 stig. Hún öðrum fremur sá til þess að Haukarnir komu til baka eftir slæma byrjun og tryggði sér áframhaldi Evrópukeppni í vetur.
Helena Sverrisdóttir var frábær í gær með 32 stig. Hún öðrum fremur sá til þess að Haukarnir komu til baka eftir slæma byrjun og tryggði sér áframhaldi Evrópukeppni í vetur. Fiba.basketball

Haukarkonur tryggðu sér í gærkvöldi sæti í riðlakeppni Euro Cup eftir góða ferð til Asóreyja í miðju Atlantshafinu.

Haukaliðið tapaði reyndar seinni leiknum með tveimur stigum en fór áfram samanlagt 160-157 þökk sé fimm stiga sigri í fyrri leiknum á Ásvöllum.

Það var strax ljós hvað bíður Haukaliðsins því það var búið að draga í riðlakeppnina.

Haukarnir eru í riðli með tveimur frönskum liðum. Tvö liðanna í riðlinum komu beint inn í riðlakeppnina en það eru frá Villeneuve D'Ascq ESB Frakklandi og KP Brno frá Tékklandi. Haukar og hitt franska liðið, Tarbes Gespe Bigorre, tryggðu sér sæti sætið í forkeppninni.

Villeneuve er nyrst í Frakklandi, við landamæri Belgíu en Tarbes er alveg syðst í Frakklandi við landamæri Spánar.

Á síðasta tímabili í frönsku deildinni þá lenti Villeneuve liðið í fimmta sæti deildarinnar en Tarbes í því áttunda. Bæði komust því í úrslitakeppnina en féllu bæði út í átta liða úrslitum.

KP Brno endaði í fjórða sæti í tékknesku deildarkeppninni en datt út í undanúrslitum úrslitakeppninnar.

Fyrsti leikur í riðlakeppninni er strax 14. október en riðlakeppninni lýkur síðan 2. desember.

Riðlakeppninni var skipt niður í tvö svæði til að minnka ferðalög. Tvö lið komast áfram í 32 liða úrslitum ásamt fjögur af sex liðum í þriðja sæti hjá hvoru svæði. Sextán lið af tuttugu og fjórum komast því áfram frá hvoru svæði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.