Viðskipti erlent

Sex hundruð óbólusettir munu missa vinnuna hjá United Airlines

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
67 þúsund manns vinna hjá United Airlines.
67 þúsund manns vinna hjá United Airlines. Getty

Bandaríska flugfélagið United Airlines hyggst segja upp 593 óbólusettum starfsmönnum sínum. Félagið hafði óskað eftir staðfestingu á bólusetningu við Covid-19 fyrir mánudaginn síðastliðinn.

Flugfélagið hefur um 67 þúsund manns í vinnu á Bandaríkjamarkaði og hafa flestir skilað tilskilinni staðfestingu. Aðrir, eða um tvö þúsund manns, hafa óskað eftir undanþágu, til dæmis vegna trúarlegra eða heilsufarslegra ástæðna. BBC segir frá.

Önnur flugfélög í Bandaríkjunum hafa sett aukagjald á óbólusetta starfsmenn. Delta Airlines hefur til að mynda sett á tvö hundruð dollara aukagjald, eða rúmlega 26 þúsund krónur á mánuði, í persónutryggingar fyrir óbólusetta starfsmenn félagsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×