Viðskipti erlent

Hitnar undir fram­kvæmda­stjóra gjald­eyris­sjóðsins

Kjartan Kjartansson skrifar
Kristalina Georgieva var forstjóri Alþjóðabankans þegar hún er sögð hafa skipað undirmanni sýnum að koma Kína ofar á lista ríkja þar sem bankinn taldi best að stunda viðskipti árið 2018.
Kristalina Georgieva var forstjóri Alþjóðabankans þegar hún er sögð hafa skipað undirmanni sýnum að koma Kína ofar á lista ríkja þar sem bankinn taldi best að stunda viðskipti árið 2018. Vísir/EPA

Vaxandi þrýstingur er nú á Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna ásakana um að hún hafi látið eiga við gögn til þess að fegra viðskiptaumhverfi í Kína.

Niðurstaða skýrslu sem siðanefnd Alþjóðabankans lét gera var að Georgieva og Jim Yong Kim, þáverandi forseti bankans, hefðu beitt starfsmenn sem unnu að árlegri úttekt á viðskiptaumhverfi í heiminum þrýstingi til þess að láta Kína koma betur út en efni stóðu til árið 2017. Georgieva var þá forstjóri Alþjóðabankans en hún tók við starfi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) árið 2019.

Financial Times segir að háttsettir stjórnendur innan sjóðsins hafi áhyggjur af því að ásakanirnar á hendur Georgievu grafi undan störfum stofnunarinnar. Þá hafa þrír bandarískir þingmenn skrifað Janet Yellen, fjármálaráðherra, og beðið hana um að rannsaka ásakanirnar sem þeir telja vekja upp áleitnar spurningar um hvort að Georgieva sé hæf til að stýra AGS.

Sumum starfsmönnum sjóðsins fannst það óviðeigandi þegar Georgieva nýtti starfsmannafund á dögunum til þess að bera af sér sakir úr skýrslu siðanefndar Alþjóðabankans.

Framtíð Georgievu sem framkvæmdastjóra sjóðsins er í höndum stærstu hluthafa AGS, ríkja eins og Bandaríkjanna, Evrópusambandsríkjanna og Japans.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×