Það sem skiptir máli Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skrifar 24. september 2021 13:15 Fordæmalausir tímar eru einir og sér krefjandi áskorun fyrir okkur öll og kalla fram þörf fyrir endurmat á því sem skiptir máli. Við endurmetum líf okkar og tilgang, samskipti og sambönd, starfsframa og forgangsröðun í lífinu hingað til og förum að spyrja okkur: Hef ég gengið til góðs? Er ég þar sem mér er ætlað að vera? Hef ég hlúð að draumum mínum og hvers þarfnast ég? Það þurfti reyndar ekki heimsfaraldur til að ég færi að spyrja mig þessara spurninga. Mínir persónulegu fordæmalausu tímar fólust í öðrum og ekki jafnsýnilegum atburðum, en sem höfðu alveg jafn umfangsmikil áhrif á þörf mína fyrir endurmat á lífinu. Niðurstaða mín varð í stórum dráttum sú, að allt sem skiptir mig máli eru manneskjurnar sem ég ól af mér, ástvinir mínir og mín eigin hugarró og sjálfssátt. Eftir að ég forgangsraðaði þessari þrennu – með hugarróna og sjálfssáttina fremst – þá hefur litlu augnablikunum, sem ekkert kosta nema tíma og andrúm, fjölgað og leitt af sér hamingju. Endurmatið á tilgangi lífs míns svipar til fiskimannsins í dæmisögu[1] sem ein dætra minna benti mér á: Bátur liggur við höfnina í litlu fiskiþorpi austur á fjörðum. Ferðamaður úr Reykjavík, sem gisti á hóteli þorpsins og hafði snætt fisk veiddan af eiganda bátsins, gerir sér ferð niður á höfnina í þeim tilgangi að hitta sjómanninn og hrósa honum fyrir þann besta fisk sem hann hafi á ævinni bragðað. Og hefur hann víða farið og marga Michelin-veitingastaðina heimsótt. Ferðamaðurinn hefur heppnina með sér, þar sem sjómaðurinn er nýlagstur að bryggju og er að gera að afla morgunsins. „Hvað varstu lengi úti að veiða?“, spyr ferðamaðurinn. „Ekki svo lengi“, svarar sjómaðurinn. „Nú hvað segirðu! Af hverju verðu ekki lengri tíma í veiðina og fiskar meira?“ Sjómaðurinn útskýrði fyrir ferðamanninum að aflinn sem hann veiddi í hvert sinn væri nægur til að fullnægja þörfum sínum og fjölskyldunnar. Ferðamaðurinn var alveg gáttaður: „Já það er nefnilega það! En hvað gerirðu þá allan daginn, eftir að þú ert búinn að fiska?“ Sjómaðurinn rétti úr sér, leit á hann og sagði hægum, dreymandi rómi: „Ég sef stundum frameftir, fer þá að veiða það sem ég þarf, leik mér við börnin mín eða hjálpa þeim með heimanámið, tala við konuna mína, les og fer í gönguferðir. Á kvöldin hitti ég oft vini mína, fæ mér stundum einn kaldan, við spilum saman tónlist og syngjum jafnvel. Mér líður vel og lífið mitt er nákvæmlega eins og ég vil hafa það.“ Ferðamaðurinn varð ekki jafnheillaður af lýsingu sjómannsins og sagði: „Ég er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og ég get hjálpað þér. Þú gætir hæglega byrjað á því að verja daglega meiri tíma í veiðarnar. Þú gætir svo selt þann hluta aflans sem þú nýtir ekki, og keypt þér með tíð og tíma stærri bát fyrir hagnaðinn. Stærri bátur getur tekið við meiri afla sem þýðir meiri hagnaður. Með auknum hagnaði getur þú keypt annan bát, svo þann þriðja og jafnvel fjórða, allt þar til þú ert kominn með heilan flota. Og í stað þess að þú seljir aflann til milliliða, þá getur þú samið beint við fiskvinnslufyrirtæki – já, eða jafnvel stofnað þitt eigið! Og þá geturðu flutt úr þessu litla þorpi til Reykjavíkur eða jafnvel útlanda! London, París, Róm, heimurinn biði þín! Á þessum tímum tækni, fjarskipta og fjarvinnu þá getur þú stýrt fyrirtækinu þínu hvaðan sem er. Og svo, eftir svona 20 ár þegar fyrirtækið þitt er orðið mjög umfangsmikið og farið að skila reglubundnum hagnaði, þá geturðu sett það á markað, selt og keypt hlutabréf og hagnast um fleiri tugi milljóna.“ Sjómaðurinn horfði skilningssljór á óðamála ferðamanninn er hann lagði fram þessa að því er virtist fullkomnu framtíðarsýn. En ferðamaðurinn hafði ekki lokið máli sínu: „Já, og þá geturðu hætt að vinna! Flutt í lítið þorp úti á landi við sjó, sofið stundum frameftir, veitt í soðið fyrir þig og þína, leikið þér við barnabörnin eða hjálpað þeim með heimanámið, talað við konuna þína, lesið og farið í gönguferðir, hitt vini þína á kvöldin og fengið þér einn kaldan með þeim.“ Fordæmalausir tímar fela í sér tækifæri til endurmats á tilgangi lífsins, hvað það er sem skiptir okkur raunverulega máli. Erum við kannski nú þegar að lifa því lífi sem okkur dreymdi um? Er hamingjan nú þegar við fótskör okkar, en svo nálægt að við komum ekki auga á hana? Í minnstu augnablikunum eru mestu verðmæti lífsins fólgin. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sjálfstætt starfandi fræðikona. [1] Radio Headspace, 17. september 2021: The dream you´re already living. Þýtt og staðfært af ykkar einlægri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fordæmalausir tímar eru einir og sér krefjandi áskorun fyrir okkur öll og kalla fram þörf fyrir endurmat á því sem skiptir máli. Við endurmetum líf okkar og tilgang, samskipti og sambönd, starfsframa og forgangsröðun í lífinu hingað til og förum að spyrja okkur: Hef ég gengið til góðs? Er ég þar sem mér er ætlað að vera? Hef ég hlúð að draumum mínum og hvers þarfnast ég? Það þurfti reyndar ekki heimsfaraldur til að ég færi að spyrja mig þessara spurninga. Mínir persónulegu fordæmalausu tímar fólust í öðrum og ekki jafnsýnilegum atburðum, en sem höfðu alveg jafn umfangsmikil áhrif á þörf mína fyrir endurmat á lífinu. Niðurstaða mín varð í stórum dráttum sú, að allt sem skiptir mig máli eru manneskjurnar sem ég ól af mér, ástvinir mínir og mín eigin hugarró og sjálfssátt. Eftir að ég forgangsraðaði þessari þrennu – með hugarróna og sjálfssáttina fremst – þá hefur litlu augnablikunum, sem ekkert kosta nema tíma og andrúm, fjölgað og leitt af sér hamingju. Endurmatið á tilgangi lífs míns svipar til fiskimannsins í dæmisögu[1] sem ein dætra minna benti mér á: Bátur liggur við höfnina í litlu fiskiþorpi austur á fjörðum. Ferðamaður úr Reykjavík, sem gisti á hóteli þorpsins og hafði snætt fisk veiddan af eiganda bátsins, gerir sér ferð niður á höfnina í þeim tilgangi að hitta sjómanninn og hrósa honum fyrir þann besta fisk sem hann hafi á ævinni bragðað. Og hefur hann víða farið og marga Michelin-veitingastaðina heimsótt. Ferðamaðurinn hefur heppnina með sér, þar sem sjómaðurinn er nýlagstur að bryggju og er að gera að afla morgunsins. „Hvað varstu lengi úti að veiða?“, spyr ferðamaðurinn. „Ekki svo lengi“, svarar sjómaðurinn. „Nú hvað segirðu! Af hverju verðu ekki lengri tíma í veiðina og fiskar meira?“ Sjómaðurinn útskýrði fyrir ferðamanninum að aflinn sem hann veiddi í hvert sinn væri nægur til að fullnægja þörfum sínum og fjölskyldunnar. Ferðamaðurinn var alveg gáttaður: „Já það er nefnilega það! En hvað gerirðu þá allan daginn, eftir að þú ert búinn að fiska?“ Sjómaðurinn rétti úr sér, leit á hann og sagði hægum, dreymandi rómi: „Ég sef stundum frameftir, fer þá að veiða það sem ég þarf, leik mér við börnin mín eða hjálpa þeim með heimanámið, tala við konuna mína, les og fer í gönguferðir. Á kvöldin hitti ég oft vini mína, fæ mér stundum einn kaldan, við spilum saman tónlist og syngjum jafnvel. Mér líður vel og lífið mitt er nákvæmlega eins og ég vil hafa það.“ Ferðamaðurinn varð ekki jafnheillaður af lýsingu sjómannsins og sagði: „Ég er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og ég get hjálpað þér. Þú gætir hæglega byrjað á því að verja daglega meiri tíma í veiðarnar. Þú gætir svo selt þann hluta aflans sem þú nýtir ekki, og keypt þér með tíð og tíma stærri bát fyrir hagnaðinn. Stærri bátur getur tekið við meiri afla sem þýðir meiri hagnaður. Með auknum hagnaði getur þú keypt annan bát, svo þann þriðja og jafnvel fjórða, allt þar til þú ert kominn með heilan flota. Og í stað þess að þú seljir aflann til milliliða, þá getur þú samið beint við fiskvinnslufyrirtæki – já, eða jafnvel stofnað þitt eigið! Og þá geturðu flutt úr þessu litla þorpi til Reykjavíkur eða jafnvel útlanda! London, París, Róm, heimurinn biði þín! Á þessum tímum tækni, fjarskipta og fjarvinnu þá getur þú stýrt fyrirtækinu þínu hvaðan sem er. Og svo, eftir svona 20 ár þegar fyrirtækið þitt er orðið mjög umfangsmikið og farið að skila reglubundnum hagnaði, þá geturðu sett það á markað, selt og keypt hlutabréf og hagnast um fleiri tugi milljóna.“ Sjómaðurinn horfði skilningssljór á óðamála ferðamanninn er hann lagði fram þessa að því er virtist fullkomnu framtíðarsýn. En ferðamaðurinn hafði ekki lokið máli sínu: „Já, og þá geturðu hætt að vinna! Flutt í lítið þorp úti á landi við sjó, sofið stundum frameftir, veitt í soðið fyrir þig og þína, leikið þér við barnabörnin eða hjálpað þeim með heimanámið, talað við konuna þína, lesið og farið í gönguferðir, hitt vini þína á kvöldin og fengið þér einn kaldan með þeim.“ Fordæmalausir tímar fela í sér tækifæri til endurmats á tilgangi lífsins, hvað það er sem skiptir okkur raunverulega máli. Erum við kannski nú þegar að lifa því lífi sem okkur dreymdi um? Er hamingjan nú þegar við fótskör okkar, en svo nálægt að við komum ekki auga á hana? Í minnstu augnablikunum eru mestu verðmæti lífsins fólgin. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og sjálfstætt starfandi fræðikona. [1] Radio Headspace, 17. september 2021: The dream you´re already living. Þýtt og staðfært af ykkar einlægri.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun