Eflum riðurannsóknir – höfnum hamfaraniðurskurði Erna Bjarnadóttir skrifar 23. september 2021 22:00 Fyrr í þessum mánuði bárust þær hörmulegu fréttir að riða hefði greinst á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Því verður skorið þar niður um 1.500 fjár á þeim vikum sem í hönd fara. Þetta er ábúendum mikið áfall eins og öðrum sem hafa mátt glíma við slíkt hlutskipti. Bændur eru í tilfellum sem þessum neyddir til að ganga til samninga við ráðuneytið um niðurskurð á bústofni sínum og um hefðbundið ferli varðandi hreinsunarstarf og úttektir. Þetta þarf að gera til að bændur eigi rétt á bótum til að koma sér upp nýjum bústofni. Um þetta er ekkert val þrátt fyrir að bæturnar eins og þær eru ákveðnar með gildandi reglugerð séu mjög ósanngjarnar. Fjárhagslegt tjón bænda er oft gríðarlegt í tilfellum sem þessum. Þetta hefur lengi verið óbreytt og algerlega óásættanlegt er að bændur þurfi jafnvel að ráða sér lögfræðinga til að gæta hagsmuna sinna. Enginn lærdómur hefur verið dreginn af fyrri reynslu og ráðherrar látið undir höfuð leggjast að taka á málinu. Á forsíðu Bændablaðsins í dag kveður svo við nokkuð harðan tón þar sem Halldór Runólfsson, fyrrverandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, leggur til að ráðist verði í víðtækan niðurskurð á sauðfé á öllum bæjum sem eru með sauðfé í Húna- og Skagahólfi. Tillögur sem þessar eru með öllu ótækar eins og málum er nú háttað. Á því svæði sem um ræðir eru líklega 15-20% af fjárstofni landsmanna eða 60-70 þúsund kindur. Verði slík hugmyndafræði að veruleika yrði væntanlega einnig ráðist í niðurskurð í Tröllaskagahólfi frá Héraðsvötnum að Eyjafjarðará. Slíkt gæti valdið stórfelldri röskun á sauðfjárrækt í núverandi mynd. Vitað er að riða getur vel komið upp aftur eftir niðurskurð og hreinsun, jafnvel á búum sem skara fram úr í hreinlæti og snyrtimennsku. Það er ábyrgðarhluti að hreyfa hugmyndum eins og þessum. Um er að ræða lífsafkomu hundruða manna, tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón væri gríðarlegt fyrir utan kostnað ríkissjóðs. Bændur hafa glímt við þennan erfiða vágest árum saman. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld heykst við að leggja fjármagn í rannsóknir á riðu. Það hefur ekki verið gert svo neinu nemur í tugi ára. Líklega eru framsæknustu rannsóknirnar í dag gerðar undir forystu bónda á Skagaheiðinni í samvinnu við þýska vísindamenn. Miklar framfarir eru í erfðarannsóknum og hafa fundist erfðavísar sem líklega veita þol gegn riðu í íslenskum kindum. Þá þarf að vinna þarf betur úr faraldsfræðilegum gögnum sem eru til staðar eftir niðurskurð þar sem riða hefur greinst á árum áður. Stjórnvöld eiga í fyrsta lagi að tryggja að bændur sem þurfa að takast á við þetta erfiða verkefni fái fullar bætur fyrir. Jafnframt á að efla rannsóknir á riðu og leit að gripum með arfgerð sem er þolin gagnvart sjúkdómnum. Nútíma erfðatækni býður þar upp á áður óþekkta möguleika. Höfnum strax hugmyndum sem myndu í raun geta orðið banabiti sauðfjárræktar eins og við þekkjum hana í dag því hér er um svo sterkt svæði í búgreininni að ræða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði bárust þær hörmulegu fréttir að riða hefði greinst á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Því verður skorið þar niður um 1.500 fjár á þeim vikum sem í hönd fara. Þetta er ábúendum mikið áfall eins og öðrum sem hafa mátt glíma við slíkt hlutskipti. Bændur eru í tilfellum sem þessum neyddir til að ganga til samninga við ráðuneytið um niðurskurð á bústofni sínum og um hefðbundið ferli varðandi hreinsunarstarf og úttektir. Þetta þarf að gera til að bændur eigi rétt á bótum til að koma sér upp nýjum bústofni. Um þetta er ekkert val þrátt fyrir að bæturnar eins og þær eru ákveðnar með gildandi reglugerð séu mjög ósanngjarnar. Fjárhagslegt tjón bænda er oft gríðarlegt í tilfellum sem þessum. Þetta hefur lengi verið óbreytt og algerlega óásættanlegt er að bændur þurfi jafnvel að ráða sér lögfræðinga til að gæta hagsmuna sinna. Enginn lærdómur hefur verið dreginn af fyrri reynslu og ráðherrar látið undir höfuð leggjast að taka á málinu. Á forsíðu Bændablaðsins í dag kveður svo við nokkuð harðan tón þar sem Halldór Runólfsson, fyrrverandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, leggur til að ráðist verði í víðtækan niðurskurð á sauðfé á öllum bæjum sem eru með sauðfé í Húna- og Skagahólfi. Tillögur sem þessar eru með öllu ótækar eins og málum er nú háttað. Á því svæði sem um ræðir eru líklega 15-20% af fjárstofni landsmanna eða 60-70 þúsund kindur. Verði slík hugmyndafræði að veruleika yrði væntanlega einnig ráðist í niðurskurð í Tröllaskagahólfi frá Héraðsvötnum að Eyjafjarðará. Slíkt gæti valdið stórfelldri röskun á sauðfjárrækt í núverandi mynd. Vitað er að riða getur vel komið upp aftur eftir niðurskurð og hreinsun, jafnvel á búum sem skara fram úr í hreinlæti og snyrtimennsku. Það er ábyrgðarhluti að hreyfa hugmyndum eins og þessum. Um er að ræða lífsafkomu hundruða manna, tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón væri gríðarlegt fyrir utan kostnað ríkissjóðs. Bændur hafa glímt við þennan erfiða vágest árum saman. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld heykst við að leggja fjármagn í rannsóknir á riðu. Það hefur ekki verið gert svo neinu nemur í tugi ára. Líklega eru framsæknustu rannsóknirnar í dag gerðar undir forystu bónda á Skagaheiðinni í samvinnu við þýska vísindamenn. Miklar framfarir eru í erfðarannsóknum og hafa fundist erfðavísar sem líklega veita þol gegn riðu í íslenskum kindum. Þá þarf að vinna þarf betur úr faraldsfræðilegum gögnum sem eru til staðar eftir niðurskurð þar sem riða hefur greinst á árum áður. Stjórnvöld eiga í fyrsta lagi að tryggja að bændur sem þurfa að takast á við þetta erfiða verkefni fái fullar bætur fyrir. Jafnframt á að efla rannsóknir á riðu og leit að gripum með arfgerð sem er þolin gagnvart sjúkdómnum. Nútíma erfðatækni býður þar upp á áður óþekkta möguleika. Höfnum strax hugmyndum sem myndu í raun geta orðið banabiti sauðfjárræktar eins og við þekkjum hana í dag því hér er um svo sterkt svæði í búgreininni að ræða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun