Fæðingarorlof - jafn sjálfstæður réttur er lykilatriði Friðrik Már Sigurðsson skrifar 22. september 2021 16:31 Með þeim breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof sem tóku gildi þann 1. janúar 2021 voru tekin stór skref í átt að betra samfélagi. Meginstef lagasetningarinnar að veita foreldrum jafnan rétt og jöfn tækifæri til að njóta sín í bæði fjölskyldu- og atvinnulífi. Samhliða lagabreytingunni fylgdu stóraukin framlög sem fólu í sér að gert er ráð fyrir að 19,1 milljarði króna varið í fæðingarorlof á árinu 2021, sem er tæp tvöföldun á þeirri upphæð sem fór til fæðingarorlofs árið 2017. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á löggjöfinni undir forystu Framsóknar eru í takti við stefnu okkar um að vinna að stöðugum umbótum á samfélaginu með velferð og jöfnuð að leiðarljósi. Þá veitir lenging á fæðingarorlofi í 12 mánuði börnum og foreldrum lengri tíma til samvista en áður. Opin og gagnleg umræða hefur farið fram í samfélaginu um það hvernig best sé að hátta skiptingu orlofs milli foreldra og sitt sýnist hverjum. Ástæða þessa skrifa okkar er sú að ennþá tala ýmsir flokkar fyrir því að rétturinn til fæðingarorlofs eigi allur að vera sameiginlegur og foreldrar geti skipt honum á milli sín eins og þeim sýnist. Þvert á móti þá er mikilvægt að hafa sjálfstæðan rétt foreldra sem jafnastan og fyrir því eru margvísleg rök. Niðurstöður rannsókna sýna ótvírætt fram á að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs milli foreldra hefur margvísleg jákvæð áhrif á börn, fjölskyldur og samfélag. Hagurinn af jöfnum sjálfstæðum rétti foreldra er ríkur. Má nefna að feður verða virkari við uppeldi barna sinna og treysta sér frekar til þess að taka ákvarðanir sem varða framtíð þeirra. Virkni foreldra við uppeldi barna sinna leiðir til þess að börn leiti frekar til foreldra seinna á lífsleiðinni með erfið mál. Af þessu leiðir betra samband og sterkari tengsl milli barns og foreldris. Þá er afar athyglisvert að nefna að lífslíkur feðra sem taka orlof er marktækt lengri en þeirra sem ekki taka orlof. Staðreyndin er sú að jafn sjálfstæður réttur foreldra jafnar aðstöðumun kynjanna og styrkir aðstöðu foreldra gagnvart vinnuveitendum. Þá sýna rannsóknir skýrt fram á að jöfn skipting orlofs dregur marktækt úr kynbundnum launamun. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að hafa í huga að rannsóknir sýna að engin tengsl eru á milli lengdar brjóstagjafar og þess hvenær mæður fara aftur til vinnu eftir barnsburð. Áhyggjur af því að brjóstagjöf muni líða fyrir jafna orlofstöku mæðra og feðra eru því ekki á rökum reistar. Þvert á móti þá tryggir sex mánaða sjálfstæður réttur til orlofs rétt kvenna gagnvart atvinnurekendum til að uppfylla lágmarkskröfur Alþjóðaheilbriðismálastofnunarinnar hvað varðar brjóstagjöf. Fyrstu mánuðirnir og árin í lífi barns eru í senn krefjandi og gefandi tími fyrir foreldra þess. Foreldrar þurfa að takast á við nýjar áskoranir og feta ótroðnar slóðir í parasambandinu. Ef skoðuð er tölfræði þá kemur í ljós að skilnaðir eru algengir þegar börn eru á aldrinum 1-2 ára og um 60% allra skilnaða verða á fyrstu æviárum barna. Afleiðingarnar eru margvíslegar á líf þeirra einstaklinga sem um ræðir. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að sýnt hefur verið fram á að það hafi verndandi áhrif fyrir parasambandið að feður séu virkir í töku fæðingarorlofs til jafns við mæður. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að einstæðir foreldrar deili álagi og ábyrgð á uppeldi barna sinna. Þannig leiðir aukin taka fæðingarorlofs einstæðra feðra og virk þátttaka þeirra í umönnun barna sinna til sterkari fjárhagslegrar stöðu einstæðra mæðra. Jafn sjálfstæður réttur til orlofs er því mikilvægur þáttur í því að brjóta niður hlekki fjárhagslegrar og félagslegrar einangrunar. Ég er sannfærður um að stór skref hafi verið tekin í átt að betra samfélagi með nýjum fæðingarorlofslögum. Við í Framsókn viljum halda áfram að auka stuðning við foreldra og leggjum áherslu á það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, þannig að börn fái tryggt leikskólapláss eftir að fæðingarorlofi lýkur. Ríki og sveitarfélög verða að taka höndum saman og með barnið og velferð þess í forgangi. Við í Framsókn leggjum nú sem áður ríka áherslu á umbætur á samfélaginu með velferð og jöfnuð að leiðarljósi. Við leitum lausna á grunni skynsemi og rökhyggju. Þannig vinnum við. Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og var formaður nefndar um heildarendurskoðun laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Fæðingarorlof Félagsmál Norðvesturkjördæmi Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með þeim breytingum á lögum um fæðingar- og foreldraorlof sem tóku gildi þann 1. janúar 2021 voru tekin stór skref í átt að betra samfélagi. Meginstef lagasetningarinnar að veita foreldrum jafnan rétt og jöfn tækifæri til að njóta sín í bæði fjölskyldu- og atvinnulífi. Samhliða lagabreytingunni fylgdu stóraukin framlög sem fólu í sér að gert er ráð fyrir að 19,1 milljarði króna varið í fæðingarorlof á árinu 2021, sem er tæp tvöföldun á þeirri upphæð sem fór til fæðingarorlofs árið 2017. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á löggjöfinni undir forystu Framsóknar eru í takti við stefnu okkar um að vinna að stöðugum umbótum á samfélaginu með velferð og jöfnuð að leiðarljósi. Þá veitir lenging á fæðingarorlofi í 12 mánuði börnum og foreldrum lengri tíma til samvista en áður. Opin og gagnleg umræða hefur farið fram í samfélaginu um það hvernig best sé að hátta skiptingu orlofs milli foreldra og sitt sýnist hverjum. Ástæða þessa skrifa okkar er sú að ennþá tala ýmsir flokkar fyrir því að rétturinn til fæðingarorlofs eigi allur að vera sameiginlegur og foreldrar geti skipt honum á milli sín eins og þeim sýnist. Þvert á móti þá er mikilvægt að hafa sjálfstæðan rétt foreldra sem jafnastan og fyrir því eru margvísleg rök. Niðurstöður rannsókna sýna ótvírætt fram á að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs milli foreldra hefur margvísleg jákvæð áhrif á börn, fjölskyldur og samfélag. Hagurinn af jöfnum sjálfstæðum rétti foreldra er ríkur. Má nefna að feður verða virkari við uppeldi barna sinna og treysta sér frekar til þess að taka ákvarðanir sem varða framtíð þeirra. Virkni foreldra við uppeldi barna sinna leiðir til þess að börn leiti frekar til foreldra seinna á lífsleiðinni með erfið mál. Af þessu leiðir betra samband og sterkari tengsl milli barns og foreldris. Þá er afar athyglisvert að nefna að lífslíkur feðra sem taka orlof er marktækt lengri en þeirra sem ekki taka orlof. Staðreyndin er sú að jafn sjálfstæður réttur foreldra jafnar aðstöðumun kynjanna og styrkir aðstöðu foreldra gagnvart vinnuveitendum. Þá sýna rannsóknir skýrt fram á að jöfn skipting orlofs dregur marktækt úr kynbundnum launamun. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að hafa í huga að rannsóknir sýna að engin tengsl eru á milli lengdar brjóstagjafar og þess hvenær mæður fara aftur til vinnu eftir barnsburð. Áhyggjur af því að brjóstagjöf muni líða fyrir jafna orlofstöku mæðra og feðra eru því ekki á rökum reistar. Þvert á móti þá tryggir sex mánaða sjálfstæður réttur til orlofs rétt kvenna gagnvart atvinnurekendum til að uppfylla lágmarkskröfur Alþjóðaheilbriðismálastofnunarinnar hvað varðar brjóstagjöf. Fyrstu mánuðirnir og árin í lífi barns eru í senn krefjandi og gefandi tími fyrir foreldra þess. Foreldrar þurfa að takast á við nýjar áskoranir og feta ótroðnar slóðir í parasambandinu. Ef skoðuð er tölfræði þá kemur í ljós að skilnaðir eru algengir þegar börn eru á aldrinum 1-2 ára og um 60% allra skilnaða verða á fyrstu æviárum barna. Afleiðingarnar eru margvíslegar á líf þeirra einstaklinga sem um ræðir. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að sýnt hefur verið fram á að það hafi verndandi áhrif fyrir parasambandið að feður séu virkir í töku fæðingarorlofs til jafns við mæður. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að einstæðir foreldrar deili álagi og ábyrgð á uppeldi barna sinna. Þannig leiðir aukin taka fæðingarorlofs einstæðra feðra og virk þátttaka þeirra í umönnun barna sinna til sterkari fjárhagslegrar stöðu einstæðra mæðra. Jafn sjálfstæður réttur til orlofs er því mikilvægur þáttur í því að brjóta niður hlekki fjárhagslegrar og félagslegrar einangrunar. Ég er sannfærður um að stór skref hafi verið tekin í átt að betra samfélagi með nýjum fæðingarorlofslögum. Við í Framsókn viljum halda áfram að auka stuðning við foreldra og leggjum áherslu á það að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, þannig að börn fái tryggt leikskólapláss eftir að fæðingarorlofi lýkur. Ríki og sveitarfélög verða að taka höndum saman og með barnið og velferð þess í forgangi. Við í Framsókn leggjum nú sem áður ríka áherslu á umbætur á samfélaginu með velferð og jöfnuð að leiðarljósi. Við leitum lausna á grunni skynsemi og rökhyggju. Þannig vinnum við. Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og var formaður nefndar um heildarendurskoðun laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun