Hvað kostar krónan okkur? Guðmundur Ragnarson skrifar 22. september 2021 10:16 Það er vaxandi umræða um gjaldmiðilinn krónuna nú í aðdraganda kosninganna enda hefur hún valdið miklum kostnaði, með háum vöxtum og stökkbreyttum lánum í gegnum áratugina. Þó svo saga hennar og kostnaður okkar af henni sé flestum kunn, er enn verið að loka augunum fyrir því og hún dásömuð sem hin eina sanna lausn fyrir okkur, sem er svipað og hrósa brennuvargi, eftir hvern stórbrunann á fætur öðrum. Að mínu viti er búið að fullreyna allar hugmyndir og aðferðir sem mönnum hafa dottið í hug á örgjaldmiðlinum krónunni til að búa til stöðuleika. Í Gautaborg búa sexhundruð þúsund manns og í Bergen búa tvöhundruð og áttatíu þúsund manns. Engum myndi nokkru sinni detta í hug, að taka upp fljótandi sjálfstæðan gjaldmiðil í Gautaborg eða Bergen og ef einhverjum dytti slíkt í hug væri sá hinn sami væntanlega ekki talinn allsgáður. Alþjóðlegt traust á krónunni er enda ekkert erlendis, sem sést best á því að ekki er hægt að skipta henni erlendis eins og flestir þekkja. Slík staða er ekki samboðin nokkurri þjóð. Saga krónunnar er í raun hamfarasaga, með verðbólgu, háum vöxtum, stökkbreyttum lánum og áföllum heimila og fyrirtækja. Ef litið er til baka og tölur um verðbólgu og vaxtastig skoðaðar þá veltir maður því fyrir sér hvernig fólk hefur komist í gegnum þetta. Heimili sem eru að ljúka afborgunum af húsnæðislánum á Íslandi, hafa borgað a.m.k. eina auka íbúð umfram fólk sem hefur evruna sem gjaldmiðil, vegna miklu hærri vaxta og þá eru stökkbreytt lán undanskilin. Með öðrum orðum þá hefur sparnaður þessara heimila á Íslandi verið skertur um sömu upphæð. Margar fjölskyldur og einstaklingar hafa því miður lent í enn meiri hremmingum og jafnvel tapað aleigunni og heilsunni um leið. Stór hluti þeirra sem átt hafa við mesta vandann að etja í samfélaginu eru einmitt fórnarlömb óstöðugleika í efnahagmálum á misjöfnum tíma. Jafnvel fólk sem er að fara á eftirlaun eftir ævistritið er skuldum vafið og hefur áhyggjur af framtíð sinni. Fólk sem er búið að færa ótrúlega miklar fórnir fyrir þröngan hagsmunahóp sem vill halda í gjaldmiðilinn. Það er komið nóg. Krónan kostar þjóðina þrjá Landspítala á ári! Erum við meðvituð um hvað krónan hefur og er að kosta okkur t.d. umfram evru? Hvers vegna er ekki miklu meiri umræða um slíkt? Beita má ýmsum aðferðum til að meta kostnað krónunnar umfram evru. Ein aðferð er að skoða langtímavaxtamun á milli krónu og evru, en sá munur hefur verið á bilinu 3-6% eða jafnvel meiri, en þá er ekki tekinn með margvíslegur annar kostnaður krónunnar. Heildarskuldir heimila, atvinnulífs, ríkis og sveitarfélaga eru um 6.300 ma.kr. Auka vaxtakostnaður innan krónunnar umfram það sem er innan evrunnar, af þessum skuldum er því tæpar 200 ma.kr. á hverju ári, ef miðað er við 3% vaxtamun, sem er varlega áætlað, sem er svipuð fjárhæð og rekstur eða bygging þriggja Landspítala sem kostar um 75 ma.kr. hver. Skuldir ríkisins er um 1.500 ma.kr. og vaxtamunur á ríkisskuldabréfum á milli krónu og evru er um 4%, kostnaður ríkisins af krónunni er því 60 ma.kr. á hverju ári. Væri nú ekki nær að nýta þessa fjármuni í fjársvelt velferðar- og heilbrigðiskerfi. Það skiptir svo sem engu hvar er borið niður við erum með allt niðrum okkur í rekstri samfélagsins, hvort það er málefni barna, sálfræðiþjónusta, málefni aldraðar eða annað. Við verðum að komast í efnahagslegan stöðugleika, með stöðugan gjaldmiðil með varanlega lága vexti, aukinn kaupmátt (30%) og heilbrigða samkeppni, með miklum ávinning fyrir alla. Í framsetningu ASÍ frá 2011 var komist að því að aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru gæti aukið kaupmátt um 30 prósent. Við verðum að taka mark á slíku. Aukum sjálfstæði þjóðarinnar með aðild að ESB og evru Flest stórfyrirtæki í landinu hafa þegar greitt atkvæði og kosið evruna, með uppgjöri ársreikninga og eru í lánaviðskiptum beint við erlenda banka. Þetta gera þessi fyrirtæki til að auka sína hagkvæmni og auka um leið efnahagslegt sjálfstæði þeirra með bættri afkomu og meira öryggi. Það er einungis almenningur og minni fyrirtækin sem eru enn innan múra krónunnar. Kosningar nú snúast m.a. um að frelsa almenning og minni fyrirtæki frá þessum múrum og leyfa þeim að að njóta öryggis og ávinnings evrunnar í lágum vöxtum og stöðugleika eins og stærri fyrirtæki hafa nú þegar. Það er mikið réttlætismál sem og hagkvæmnismál allra, ungra, miðaldra, aldraðra, sjómanna, bænda, verkafólks, kennara, fólks í heilsugæslu, í raun allra stétta og þjóðarinnar allra. Gefum framtíðinni tækifæri Það fór af stað mikil umræða um nýtt Ísland eftir COVID-19 eins og var eftir hrunið 2008 sem gleymdist fljótt eins og oft áður þegar allt fór á fullt í hagkerfinu, með enn einni tilrauninni með örgjaldmiðlinum krónunni. Ef gera á breytingar þá verður að fara í rót vandans til að hafa góðan grunn til að byggja þær á. Aðild að ESB og upptaka evru skapar nýja möguleika í nýsköpun atvinnulífsins og veitir möguleika að betri aðgengi að styrkjum úr byggða- og landbúnaðarsjóðum ESB, sem munu efla byggðir og landbúnað. Aðild að ESB mun lækka vexti, efla atvinnulíf og útflutning, hagvöxt, framleiðni og lækka matvælaverð. Aðild að ESB og upptaka evru er því eitt mikilvægasta og stærsta verkefni á sviði efnahags- sjálfstæðis- og stjórnmála hér á landi, sem myndi auka sjálfstæði, fullveldi, bæta kaupmátt og lífskjör almennings umtalsvert og varanlega í öllum byggðum landsins. Gefum framtíðinni tækifæri og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Viðreisn Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er vaxandi umræða um gjaldmiðilinn krónuna nú í aðdraganda kosninganna enda hefur hún valdið miklum kostnaði, með háum vöxtum og stökkbreyttum lánum í gegnum áratugina. Þó svo saga hennar og kostnaður okkar af henni sé flestum kunn, er enn verið að loka augunum fyrir því og hún dásömuð sem hin eina sanna lausn fyrir okkur, sem er svipað og hrósa brennuvargi, eftir hvern stórbrunann á fætur öðrum. Að mínu viti er búið að fullreyna allar hugmyndir og aðferðir sem mönnum hafa dottið í hug á örgjaldmiðlinum krónunni til að búa til stöðuleika. Í Gautaborg búa sexhundruð þúsund manns og í Bergen búa tvöhundruð og áttatíu þúsund manns. Engum myndi nokkru sinni detta í hug, að taka upp fljótandi sjálfstæðan gjaldmiðil í Gautaborg eða Bergen og ef einhverjum dytti slíkt í hug væri sá hinn sami væntanlega ekki talinn allsgáður. Alþjóðlegt traust á krónunni er enda ekkert erlendis, sem sést best á því að ekki er hægt að skipta henni erlendis eins og flestir þekkja. Slík staða er ekki samboðin nokkurri þjóð. Saga krónunnar er í raun hamfarasaga, með verðbólgu, háum vöxtum, stökkbreyttum lánum og áföllum heimila og fyrirtækja. Ef litið er til baka og tölur um verðbólgu og vaxtastig skoðaðar þá veltir maður því fyrir sér hvernig fólk hefur komist í gegnum þetta. Heimili sem eru að ljúka afborgunum af húsnæðislánum á Íslandi, hafa borgað a.m.k. eina auka íbúð umfram fólk sem hefur evruna sem gjaldmiðil, vegna miklu hærri vaxta og þá eru stökkbreytt lán undanskilin. Með öðrum orðum þá hefur sparnaður þessara heimila á Íslandi verið skertur um sömu upphæð. Margar fjölskyldur og einstaklingar hafa því miður lent í enn meiri hremmingum og jafnvel tapað aleigunni og heilsunni um leið. Stór hluti þeirra sem átt hafa við mesta vandann að etja í samfélaginu eru einmitt fórnarlömb óstöðugleika í efnahagmálum á misjöfnum tíma. Jafnvel fólk sem er að fara á eftirlaun eftir ævistritið er skuldum vafið og hefur áhyggjur af framtíð sinni. Fólk sem er búið að færa ótrúlega miklar fórnir fyrir þröngan hagsmunahóp sem vill halda í gjaldmiðilinn. Það er komið nóg. Krónan kostar þjóðina þrjá Landspítala á ári! Erum við meðvituð um hvað krónan hefur og er að kosta okkur t.d. umfram evru? Hvers vegna er ekki miklu meiri umræða um slíkt? Beita má ýmsum aðferðum til að meta kostnað krónunnar umfram evru. Ein aðferð er að skoða langtímavaxtamun á milli krónu og evru, en sá munur hefur verið á bilinu 3-6% eða jafnvel meiri, en þá er ekki tekinn með margvíslegur annar kostnaður krónunnar. Heildarskuldir heimila, atvinnulífs, ríkis og sveitarfélaga eru um 6.300 ma.kr. Auka vaxtakostnaður innan krónunnar umfram það sem er innan evrunnar, af þessum skuldum er því tæpar 200 ma.kr. á hverju ári, ef miðað er við 3% vaxtamun, sem er varlega áætlað, sem er svipuð fjárhæð og rekstur eða bygging þriggja Landspítala sem kostar um 75 ma.kr. hver. Skuldir ríkisins er um 1.500 ma.kr. og vaxtamunur á ríkisskuldabréfum á milli krónu og evru er um 4%, kostnaður ríkisins af krónunni er því 60 ma.kr. á hverju ári. Væri nú ekki nær að nýta þessa fjármuni í fjársvelt velferðar- og heilbrigðiskerfi. Það skiptir svo sem engu hvar er borið niður við erum með allt niðrum okkur í rekstri samfélagsins, hvort það er málefni barna, sálfræðiþjónusta, málefni aldraðar eða annað. Við verðum að komast í efnahagslegan stöðugleika, með stöðugan gjaldmiðil með varanlega lága vexti, aukinn kaupmátt (30%) og heilbrigða samkeppni, með miklum ávinning fyrir alla. Í framsetningu ASÍ frá 2011 var komist að því að aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru gæti aukið kaupmátt um 30 prósent. Við verðum að taka mark á slíku. Aukum sjálfstæði þjóðarinnar með aðild að ESB og evru Flest stórfyrirtæki í landinu hafa þegar greitt atkvæði og kosið evruna, með uppgjöri ársreikninga og eru í lánaviðskiptum beint við erlenda banka. Þetta gera þessi fyrirtæki til að auka sína hagkvæmni og auka um leið efnahagslegt sjálfstæði þeirra með bættri afkomu og meira öryggi. Það er einungis almenningur og minni fyrirtækin sem eru enn innan múra krónunnar. Kosningar nú snúast m.a. um að frelsa almenning og minni fyrirtæki frá þessum múrum og leyfa þeim að að njóta öryggis og ávinnings evrunnar í lágum vöxtum og stöðugleika eins og stærri fyrirtæki hafa nú þegar. Það er mikið réttlætismál sem og hagkvæmnismál allra, ungra, miðaldra, aldraðra, sjómanna, bænda, verkafólks, kennara, fólks í heilsugæslu, í raun allra stétta og þjóðarinnar allra. Gefum framtíðinni tækifæri Það fór af stað mikil umræða um nýtt Ísland eftir COVID-19 eins og var eftir hrunið 2008 sem gleymdist fljótt eins og oft áður þegar allt fór á fullt í hagkerfinu, með enn einni tilrauninni með örgjaldmiðlinum krónunni. Ef gera á breytingar þá verður að fara í rót vandans til að hafa góðan grunn til að byggja þær á. Aðild að ESB og upptaka evru skapar nýja möguleika í nýsköpun atvinnulífsins og veitir möguleika að betri aðgengi að styrkjum úr byggða- og landbúnaðarsjóðum ESB, sem munu efla byggðir og landbúnað. Aðild að ESB mun lækka vexti, efla atvinnulíf og útflutning, hagvöxt, framleiðni og lækka matvælaverð. Aðild að ESB og upptaka evru er því eitt mikilvægasta og stærsta verkefni á sviði efnahags- sjálfstæðis- og stjórnmála hér á landi, sem myndi auka sjálfstæði, fullveldi, bæta kaupmátt og lífskjör almennings umtalsvert og varanlega í öllum byggðum landsins. Gefum framtíðinni tækifæri og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður .
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun