Treystum foreldrum – 12 mánuði til barnsins Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 21. september 2021 14:30 Á síðasta þingi voru samþykkt ný lög um fæðingar- og foreldraorlof. Samkvæmt þeim hafa foreldrar mun takmarkaðri möguleika en áður til að taka ákvarðanir um þá tilhögun fæðingarorlofs sem hentar barni þeirra best og með hag þess að leiðarljósi. Með þeim er þrengt verulega að rétti foreldra til að ákveða sjálfir hvernig fæðingarorlofi þeirra með barni sínu sé best háttað. Við þingmenn Miðflokksins ákváðum því að fylgja eftir breytingartillögunni sem var felld við afgreiðslu málsins. Við vildum halda fast í að foreldrar gætu sjálfir ákveðið hvernig væri best að haga foreldraorlofinu, að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir geti skipt með sér á 24 mánaða tímabili. Við lögðum þessa tillögu fram með það að markmiði að tryggja jafnan rétt foreldra til sjálfstæðrar ákvörðunartöku um tilhögun fæðingarorlofs. Það voru 228 einstaklingar sem sendu umsögn, flestar komnar frá konum sem kölluðu eftir auknum sveigjanleika. Foreldrar vilja vera með börnum sínum og ef skilyrðin eru of þröngt túlkuð mun það ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér sinn hluta. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði og það er foreldra að skipta orlofinu eins og það hentar þeim. Við vitum að sumir foreldrar búa í sitt hvorum landshlutanum, jafnvel í sitt hvoru landinu, og það er ekkert sérstaklega vel hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Annað sem verður líka að hafa í huga þegar við hugsum um aukinn rétt foreldra til að ráða sínum málum. Það er eins og hugsunin nái aðeins til þess að foreldrar eignist aðeins eitt barn, að verið sé að ræða um einskiptisaðgerð og alls ekki að annað barn fæðist eða það þriðja. Það getur nefnilega vel verið að það henti foreldrum á einhverjum tímapunkti að skipta með sér orlofinu en svo þegar næsta barn fæðist þá henti það best að annað foreldrið taki allt orlofið og með því þriðja verði skiptingin jafnvel enn önnur, allt eftir þörfum hverju sinni. Þetta finnst mér gleymast í umræðunni. Foreldrar barna eru líka réttu aðilarnir til að meta hvað sé barni þeirra fyrir bestu. Samfélagið kallar eftir sveigjanleika, það gerir atvinnulífið líka. Þarfir fólks kalla eftir auknum sveigjanleika, því þarf að treysta foreldrum, þeir vita best hvað hentar barni þeirra með hag þess og fjölskyldunnar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Á síðasta þingi voru samþykkt ný lög um fæðingar- og foreldraorlof. Samkvæmt þeim hafa foreldrar mun takmarkaðri möguleika en áður til að taka ákvarðanir um þá tilhögun fæðingarorlofs sem hentar barni þeirra best og með hag þess að leiðarljósi. Með þeim er þrengt verulega að rétti foreldra til að ákveða sjálfir hvernig fæðingarorlofi þeirra með barni sínu sé best háttað. Við þingmenn Miðflokksins ákváðum því að fylgja eftir breytingartillögunni sem var felld við afgreiðslu málsins. Við vildum halda fast í að foreldrar gætu sjálfir ákveðið hvernig væri best að haga foreldraorlofinu, að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir geti skipt með sér á 24 mánaða tímabili. Við lögðum þessa tillögu fram með það að markmiði að tryggja jafnan rétt foreldra til sjálfstæðrar ákvörðunartöku um tilhögun fæðingarorlofs. Það voru 228 einstaklingar sem sendu umsögn, flestar komnar frá konum sem kölluðu eftir auknum sveigjanleika. Foreldrar vilja vera með börnum sínum og ef skilyrðin eru of þröngt túlkuð mun það ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér sinn hluta. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði og það er foreldra að skipta orlofinu eins og það hentar þeim. Við vitum að sumir foreldrar búa í sitt hvorum landshlutanum, jafnvel í sitt hvoru landinu, og það er ekkert sérstaklega vel hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Annað sem verður líka að hafa í huga þegar við hugsum um aukinn rétt foreldra til að ráða sínum málum. Það er eins og hugsunin nái aðeins til þess að foreldrar eignist aðeins eitt barn, að verið sé að ræða um einskiptisaðgerð og alls ekki að annað barn fæðist eða það þriðja. Það getur nefnilega vel verið að það henti foreldrum á einhverjum tímapunkti að skipta með sér orlofinu en svo þegar næsta barn fæðist þá henti það best að annað foreldrið taki allt orlofið og með því þriðja verði skiptingin jafnvel enn önnur, allt eftir þörfum hverju sinni. Þetta finnst mér gleymast í umræðunni. Foreldrar barna eru líka réttu aðilarnir til að meta hvað sé barni þeirra fyrir bestu. Samfélagið kallar eftir sveigjanleika, það gerir atvinnulífið líka. Þarfir fólks kalla eftir auknum sveigjanleika, því þarf að treysta foreldrum, þeir vita best hvað hentar barni þeirra með hag þess og fjölskyldunnar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar