Vill grafa stríðsöxina eftir leiðindi á milli liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 17:01 Bryson DeChambeau hefur unnið eitt risamót á ferlinum; Opna bandaríska í fyrra. Getty/Sam Greenwood Þjálfari Brysons DeChambeau segir að kylfingurinn vilji sættast við Brooks Koepka, liðsfélaga sinn í bandaríska landsliðinu sem mætir úrvalsliði Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi um helgina. Rekja má ósætti DeChambeu og Koepka aftur til ársins 2019 þegar sá síðarnefndi gagnrýndi DeChambeau fyrir að spila of hægt. DeChambeau gerði svo grín að líkamlegu atgervi Koepka, sagði hann skorta magavöðva, og Koepka svaraði því með því að viðurkenna að hann vantaði tvo risatitla til að eiga „sixpack“. You were right @b_dechambeau I am 2 short of a 6 pack! pic.twitter.com/aCJ1jimId6— Brooks Koepka (@BKoepka) January 16, 2020 Enn jókst rígurinn á milli þeirra þegar brot úr viðtali við Koepka var birt, þar sem hann ranghvolfdi augunum allsvakalega eftir að DeChambeau hafði gengið framhjá honum. Fleiri dæmi mætti nefna. View this post on Instagram A post shared by Breezy Golf (@breezygolf) Steve Stricker, liðsstjóri bandaríska liðsins, hefur gert sitt til að fá liðsmenn sína til að sættast nú þegar Ryder-bikarinn er að hefjast á föstudaginn. Mike Schy, þjálfari DeChambeau, segir sinn mann vilja grafa stríðsöxina. „Hvort sem að þeir hafa báðir verið að gera þetta til að auka áhugann á sér um heiminn eða ekki, þá vill Bryson að þessu ljúki,“ sagði Schy í viðtali við the Times í dag. „Höldum áfram. Þegar allt kemur til alls þá eru þetta tveir miklir egóistar,“ sagði Schy en fullyrti þó að DeChambeau, sem leikur nú í annað sinn í Ryder-bikarnum, kynni afskaplega vel við að spila í þessari liðakeppni: „Hann elskar liðakeppni. Stundum, þegar það gengur illa, getur hann litið út fyrir að vera svolítið að hugsa bara um sjálfan sig en raunin er sú að hann gerir sitt allra besta til að leggja eitthvað af mörkum.“ Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rekja má ósætti DeChambeu og Koepka aftur til ársins 2019 þegar sá síðarnefndi gagnrýndi DeChambeau fyrir að spila of hægt. DeChambeau gerði svo grín að líkamlegu atgervi Koepka, sagði hann skorta magavöðva, og Koepka svaraði því með því að viðurkenna að hann vantaði tvo risatitla til að eiga „sixpack“. You were right @b_dechambeau I am 2 short of a 6 pack! pic.twitter.com/aCJ1jimId6— Brooks Koepka (@BKoepka) January 16, 2020 Enn jókst rígurinn á milli þeirra þegar brot úr viðtali við Koepka var birt, þar sem hann ranghvolfdi augunum allsvakalega eftir að DeChambeau hafði gengið framhjá honum. Fleiri dæmi mætti nefna. View this post on Instagram A post shared by Breezy Golf (@breezygolf) Steve Stricker, liðsstjóri bandaríska liðsins, hefur gert sitt til að fá liðsmenn sína til að sættast nú þegar Ryder-bikarinn er að hefjast á föstudaginn. Mike Schy, þjálfari DeChambeau, segir sinn mann vilja grafa stríðsöxina. „Hvort sem að þeir hafa báðir verið að gera þetta til að auka áhugann á sér um heiminn eða ekki, þá vill Bryson að þessu ljúki,“ sagði Schy í viðtali við the Times í dag. „Höldum áfram. Þegar allt kemur til alls þá eru þetta tveir miklir egóistar,“ sagði Schy en fullyrti þó að DeChambeau, sem leikur nú í annað sinn í Ryder-bikarnum, kynni afskaplega vel við að spila í þessari liðakeppni: „Hann elskar liðakeppni. Stundum, þegar það gengur illa, getur hann litið út fyrir að vera svolítið að hugsa bara um sjálfan sig en raunin er sú að hann gerir sitt allra besta til að leggja eitthvað af mörkum.“ Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira