Okkar ofurkraftur Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 20. september 2021 10:31 Við sósíalistar tölum um kærleikshagkerfið. Það þýðir einfaldlega að undirstaða efnahagsstjórnar á Íslandi skuli vera samkennd, mannúð og hlýja. Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er sem heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Í núverandi samfélagskipan snýst allt um að fjármálamarkaðurinn, stóru fyrirtækin og hlutabréfamarkaðurinn skili sem mestum skammtíma hagnaði sem síðan er skipt á milli eigenda og stjórnenda. Það er kerfi þar sem hin auðugu og sterku hafa ógnarvöld en hin fátæku og veiku hafa lítil sem engin völd yfir lífi sínu eða samfélagi. Ekki hlusta á þau ósannindi að þetta sé á einhvern hátt réttlátt eða í samræmi við hið „rétta“ eðli mankynsins. Það er áróður þeirra fáu sem hafa hag af þessu óréttláta fyrirkomulagi. Það er áróður þeirra stjórnmálaafla sem stjórna fyrst og fremst fyrir hina fáu ríku eða vilja skríða undir væng þeirra og valdefla stöðugar hægri stjórnirSamkenndin er miðlæg í kærleikshagkerfinu. Samkenndin er meira að segja svo margslungin tilfinning að við getum fundið fyrir henni í líkamanum. Þegar við sjáum einhvern þjást bregðast ákveðnar taugafrumur við, svokallaðar spegil nevrónur og endurspegla þjáningar annarra svo við getum beinlínis upplifað þær sjálf. Þetta er alveg stórkostlegur eiginleiki. Hugræn samkennd snýst svo um að skilja aðstæður fólks og geta sett sig í spor þess. Af þessum fögru tilfinningum sprettur svo óeigingjarnt örlæti. En það að geta gefið af sér af öllu hjarta án þess að krefjast endurgjalds eða gróða er einfaldlega besta tilfinningin. Það getum við svo ótal mörg sannreynt í samskiptum við börnin okkar. Við getum átt slíkt samfélag – það sem við þurfum að gera er að hafna áróðrinum um annað og áróðrinum um að við getum ekkert og þurfum alltaf, vinstra fólk, að beygja okkur undi vilja hægrisins. Núna höfum við sjálfstraust og sterka sjálfsmynd og við eigum að taka það sem okkur hefur verið neitað um. Um það snýst erindi Sósíalistaflokksins fyrir þessar kosningar. Höfnum drottnunarhagkerfi hinna fáu og tökum í þess stað upp kærleikshagkerfi fjöldans. Með því að breyta ríkisfjármálum, hefta græðgi fjármálakerfisins, taka upp siðlegri bankastarfsemi með samfélagsbönkum og skattleggja þau ríku svo þau greiði sinn réttláta skerf og ójöfnuður í landinu minki, skjótum við efnahagslegum stoðum undir stórátak í uppbyggingu gjaldfrjálsrar grunnþjónustu, við lyftum fátækum, öldruðum og öryrkjum upp úr fátæktargildrunni, hefjum byggingu félagslegra íbúða í stórum stíl og svo framvegis. Við getum eignast þannig samfélag. Það er fullkomlega mögulegt. Ofurkrafturinn er okkar og það er nóg til í þessu ríka landi. Veljum lífið 25 september, líf okkar allra, líf sem mun aðeins blómstra innan lífvænlegs samfélags byggt á samkennd og virðingu. Kjósum með hjartanu. Skilum rauðu. X-J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Við sósíalistar tölum um kærleikshagkerfið. Það þýðir einfaldlega að undirstaða efnahagsstjórnar á Íslandi skuli vera samkennd, mannúð og hlýja. Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er sem heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Í núverandi samfélagskipan snýst allt um að fjármálamarkaðurinn, stóru fyrirtækin og hlutabréfamarkaðurinn skili sem mestum skammtíma hagnaði sem síðan er skipt á milli eigenda og stjórnenda. Það er kerfi þar sem hin auðugu og sterku hafa ógnarvöld en hin fátæku og veiku hafa lítil sem engin völd yfir lífi sínu eða samfélagi. Ekki hlusta á þau ósannindi að þetta sé á einhvern hátt réttlátt eða í samræmi við hið „rétta“ eðli mankynsins. Það er áróður þeirra fáu sem hafa hag af þessu óréttláta fyrirkomulagi. Það er áróður þeirra stjórnmálaafla sem stjórna fyrst og fremst fyrir hina fáu ríku eða vilja skríða undir væng þeirra og valdefla stöðugar hægri stjórnirSamkenndin er miðlæg í kærleikshagkerfinu. Samkenndin er meira að segja svo margslungin tilfinning að við getum fundið fyrir henni í líkamanum. Þegar við sjáum einhvern þjást bregðast ákveðnar taugafrumur við, svokallaðar spegil nevrónur og endurspegla þjáningar annarra svo við getum beinlínis upplifað þær sjálf. Þetta er alveg stórkostlegur eiginleiki. Hugræn samkennd snýst svo um að skilja aðstæður fólks og geta sett sig í spor þess. Af þessum fögru tilfinningum sprettur svo óeigingjarnt örlæti. En það að geta gefið af sér af öllu hjarta án þess að krefjast endurgjalds eða gróða er einfaldlega besta tilfinningin. Það getum við svo ótal mörg sannreynt í samskiptum við börnin okkar. Við getum átt slíkt samfélag – það sem við þurfum að gera er að hafna áróðrinum um annað og áróðrinum um að við getum ekkert og þurfum alltaf, vinstra fólk, að beygja okkur undi vilja hægrisins. Núna höfum við sjálfstraust og sterka sjálfsmynd og við eigum að taka það sem okkur hefur verið neitað um. Um það snýst erindi Sósíalistaflokksins fyrir þessar kosningar. Höfnum drottnunarhagkerfi hinna fáu og tökum í þess stað upp kærleikshagkerfi fjöldans. Með því að breyta ríkisfjármálum, hefta græðgi fjármálakerfisins, taka upp siðlegri bankastarfsemi með samfélagsbönkum og skattleggja þau ríku svo þau greiði sinn réttláta skerf og ójöfnuður í landinu minki, skjótum við efnahagslegum stoðum undir stórátak í uppbyggingu gjaldfrjálsrar grunnþjónustu, við lyftum fátækum, öldruðum og öryrkjum upp úr fátæktargildrunni, hefjum byggingu félagslegra íbúða í stórum stíl og svo framvegis. Við getum eignast þannig samfélag. Það er fullkomlega mögulegt. Ofurkrafturinn er okkar og það er nóg til í þessu ríka landi. Veljum lífið 25 september, líf okkar allra, líf sem mun aðeins blómstra innan lífvænlegs samfélags byggt á samkennd og virðingu. Kjósum með hjartanu. Skilum rauðu. X-J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun