Nokkur orð um tónlistargagnrýni Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 16. september 2021 14:01 Fyrir skemmstu kom fram hörð gagnrýni á krítík sem birtist í Fréttablaðinu um sýningu á óperunni Fidelio eftir Beethoven, sem sýnd var í styttri útgáfu í útsetningu fyrir litla hljómsveit. Ég sá ekki sýninguna en las gagnrýnina sem birtist og var hún neikvæð; söngvarar fengu að vísu fína dóma en uppfærslan og hljómsveitin ekki. Ég þekki ýmsa sem sáu þessa sýningu og var fólk almennt afar hrifið. Það sýnir vitanlega að gagnrýni sem birtist – til að mynda í dagblöðum – er bara skoðun einnar manneskju. Hún getur hins vegar auðvitað haft áhrif – til að mynda á miðasölu ef um fleiri tónleika/sýningar er að ræða eða þá á sölu geisladiskum svo eitthvað sé nefnt. Fleira mætti auðvitað tína til. En það er líka þekkt í sögunni að gagnrýnendur hafa stundum ekki reynst sannspáir, þ.e.a.s. þeir hafa ekki alltaf „rétt“ fyrir sér. George Bernard Shaw fannst ekki mikið til Þýsku sálumessu Brahms koma þegar hann heyrði hana fyrst (en hann var auðvitað Wagneristi) og annar gagnrýnandi spáði því eftir frumsýninguna á La bohème eftir Puccini að óperan myndi aldrei ná vinsældum. Við sáum hvernig það fór. Ef við tölum almennt þá þarf slæmur dómur eftir sem áður ekki að þýða það að krítíkin sé illa unnin. Stundum tekst bara ekki vel upp og það er þarflaust að skauta í kringum það. Eins getur afar lofsamlegur dómur verið algjörlega innihaldslaus ef því er ekki lýst í hverju hin lofsamlega krítík felst. En það sem ég myndi kalla lélega krítík er innihaldslaust blaður um eitthvað sem skiptir ekki máli – eins og það að nota þessa örfáu dálkasentímetra sem tónlistarkrítík vanalega fær til þess að kvarta undan hörðum sessum frammi í alrými Hörpu – eða þá að meira en hálf gagnrýnin snúist um tilurð verkanna sem verið var að flytja og frammistöðu og túlkunar sé getið í framhjáhlaupi. Ég hef séð ótal tónleika/sýningar og freista þess yfirleitt að hafa upp á gagnrýni sem birtist að þeim loknum, hér á landi sem og erlendis. Ég hef þannig lesið mjög neikvæða krítík um tónleika/sýningar sem ég var afar hrifinn af og mjög jákvæða gagnrýni um flutning sem mér fannst ekki góður. Þannig er það bara – upplifun okkar er misjöfn. En ég hef líka oftar en ekki lesið mjög lélega krítík sem var illa unnin og raunar til ama – bæði hér heima og erlendis. Þegar ég var að byrja að hlusta á tónlist skipti mig öllu máli að allt væri „kórrétt“ flutt – röng nóta, röng innkoma eða slæm intónasjón hér og þar eyðilagði þannig flutninginn fyrir mér. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og nú er ég hrifnastur af því þegar tónlistarflutningur hefur einhverja „frásögn“, þ.e.a.s. það að flytjandi sé að segja manni eitthvað með flutningi sínum. Þannig getur það verið skilningur á sónötuformi – framvindu verksins – eða hreinlega að laglína eða texti sé túlkaður þannig að hann hafi eitthvað að segja – með öðrum orðum: Verkið sé flutt. Þegar maður fer á tónleika hjá atvinnufólki gerir maður vitanlega ákveðnar kröfur en það eitt að maður sé ekki sammála einhverju í leikstjórn eða þá að viðkomandi listamaður túlki tónlistina/textann með öðrum hætti en maður er vanur að heyra á uppáhalds hljóðrituninni sinni kallar bara alls ekki ekki á sjálfkrafa á lélega krítík. Aðalmálið er hvort og þá hvað listamenn hafa að segja okkur með flutningi sínum sem hlýtur að skipta máli. Hliðstæða væri – úr því að það eru að koma kosningar – stjórnmálamaður með mikinn sannfæringakraft, jafnvel þó svo að það slæðist inn málvilla hér og þar. Honum eða henni tekst þannig að fá mann til þess að leggja við hlustir, jafnvel þó svo að maður sé ekki endilega sammála öllu sem fram kemur. Og með því að leggja við hlustir og átta sig að efni og aðstæðum á maður alltaf auðveldara með að skilja hvaðan viðkomandi er að koma og hvert hann hyggst fara. Svo er aftur annað mál hvort maður vill feta í sömu fótspor en með því að hlusta er maður alltaf í betri aðstöðu til þess að gagnrýna. Það sama á við um tónlistargagnrýni – það mikilvægasta er að hlusta og vera opinn fyrir því sem listamenn hafa að segja. Maður þarf ekki að vera sammála því öllu en ef vel er að gáð – og flytjandi veit hvert hann stefnir – er yfirleitt alltaf eitthvað um að skrifa í gagnrýni sem vert er að senda frá sér. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu kom fram hörð gagnrýni á krítík sem birtist í Fréttablaðinu um sýningu á óperunni Fidelio eftir Beethoven, sem sýnd var í styttri útgáfu í útsetningu fyrir litla hljómsveit. Ég sá ekki sýninguna en las gagnrýnina sem birtist og var hún neikvæð; söngvarar fengu að vísu fína dóma en uppfærslan og hljómsveitin ekki. Ég þekki ýmsa sem sáu þessa sýningu og var fólk almennt afar hrifið. Það sýnir vitanlega að gagnrýni sem birtist – til að mynda í dagblöðum – er bara skoðun einnar manneskju. Hún getur hins vegar auðvitað haft áhrif – til að mynda á miðasölu ef um fleiri tónleika/sýningar er að ræða eða þá á sölu geisladiskum svo eitthvað sé nefnt. Fleira mætti auðvitað tína til. En það er líka þekkt í sögunni að gagnrýnendur hafa stundum ekki reynst sannspáir, þ.e.a.s. þeir hafa ekki alltaf „rétt“ fyrir sér. George Bernard Shaw fannst ekki mikið til Þýsku sálumessu Brahms koma þegar hann heyrði hana fyrst (en hann var auðvitað Wagneristi) og annar gagnrýnandi spáði því eftir frumsýninguna á La bohème eftir Puccini að óperan myndi aldrei ná vinsældum. Við sáum hvernig það fór. Ef við tölum almennt þá þarf slæmur dómur eftir sem áður ekki að þýða það að krítíkin sé illa unnin. Stundum tekst bara ekki vel upp og það er þarflaust að skauta í kringum það. Eins getur afar lofsamlegur dómur verið algjörlega innihaldslaus ef því er ekki lýst í hverju hin lofsamlega krítík felst. En það sem ég myndi kalla lélega krítík er innihaldslaust blaður um eitthvað sem skiptir ekki máli – eins og það að nota þessa örfáu dálkasentímetra sem tónlistarkrítík vanalega fær til þess að kvarta undan hörðum sessum frammi í alrými Hörpu – eða þá að meira en hálf gagnrýnin snúist um tilurð verkanna sem verið var að flytja og frammistöðu og túlkunar sé getið í framhjáhlaupi. Ég hef séð ótal tónleika/sýningar og freista þess yfirleitt að hafa upp á gagnrýni sem birtist að þeim loknum, hér á landi sem og erlendis. Ég hef þannig lesið mjög neikvæða krítík um tónleika/sýningar sem ég var afar hrifinn af og mjög jákvæða gagnrýni um flutning sem mér fannst ekki góður. Þannig er það bara – upplifun okkar er misjöfn. En ég hef líka oftar en ekki lesið mjög lélega krítík sem var illa unnin og raunar til ama – bæði hér heima og erlendis. Þegar ég var að byrja að hlusta á tónlist skipti mig öllu máli að allt væri „kórrétt“ flutt – röng nóta, röng innkoma eða slæm intónasjón hér og þar eyðilagði þannig flutninginn fyrir mér. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og nú er ég hrifnastur af því þegar tónlistarflutningur hefur einhverja „frásögn“, þ.e.a.s. það að flytjandi sé að segja manni eitthvað með flutningi sínum. Þannig getur það verið skilningur á sónötuformi – framvindu verksins – eða hreinlega að laglína eða texti sé túlkaður þannig að hann hafi eitthvað að segja – með öðrum orðum: Verkið sé flutt. Þegar maður fer á tónleika hjá atvinnufólki gerir maður vitanlega ákveðnar kröfur en það eitt að maður sé ekki sammála einhverju í leikstjórn eða þá að viðkomandi listamaður túlki tónlistina/textann með öðrum hætti en maður er vanur að heyra á uppáhalds hljóðrituninni sinni kallar bara alls ekki ekki á sjálfkrafa á lélega krítík. Aðalmálið er hvort og þá hvað listamenn hafa að segja okkur með flutningi sínum sem hlýtur að skipta máli. Hliðstæða væri – úr því að það eru að koma kosningar – stjórnmálamaður með mikinn sannfæringakraft, jafnvel þó svo að það slæðist inn málvilla hér og þar. Honum eða henni tekst þannig að fá mann til þess að leggja við hlustir, jafnvel þó svo að maður sé ekki endilega sammála öllu sem fram kemur. Og með því að leggja við hlustir og átta sig að efni og aðstæðum á maður alltaf auðveldara með að skilja hvaðan viðkomandi er að koma og hvert hann hyggst fara. Svo er aftur annað mál hvort maður vill feta í sömu fótspor en með því að hlusta er maður alltaf í betri aðstöðu til þess að gagnrýna. Það sama á við um tónlistargagnrýni – það mikilvægasta er að hlusta og vera opinn fyrir því sem listamenn hafa að segja. Maður þarf ekki að vera sammála því öllu en ef vel er að gáð – og flytjandi veit hvert hann stefnir – er yfirleitt alltaf eitthvað um að skrifa í gagnrýni sem vert er að senda frá sér. Höfundur er sagnfræðingur.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun