Atkvæði fatlaðs fólks eru dýrmæt Anna Lára Steindal og Sunna Dögg Ágústsdóttir skrifa 16. september 2021 07:30 Þann 25. september nk. verður kosið til Alþingis á Íslandi. Þá fáum við tækifæri til að kjósa stjórnmálaflokka og einstaklinga til þess að stjórna landinu okkar, setja lög og reglur og ákveða hvaða sjónarmið og áherslur eiga að skipta mestu máli næstu fjögur árin við stjórn landsins. Allir, sem eru orðnir 18 ára, hafa kosningarétt. Það er mjög mikilvægt að nýta kosningaréttinn því hann er okkar tækifæri til þess að hafa áhrif á hvernig samfélagi við búum í - þau réttindi og tækifæri sem við og aðrir njóta. Daginn sem kosið er sitjum við öll við sama borð; ungir og gamlir, konur, karlar og hinsegin fólk, fatlað fólk og ófatlað. Með atkvæði þínu ertu að taka þátt í að móta framtíðina. Þú velur þann flokk sem þér líst best á og telur að hafi hugmyndir að góðu samfélagi. Mætir svo á kjörstað og greiðir honum atkvæði þitt. Hvernig veit ég hvað ég ætti að kjósa? Þeir flokkar sem bjóða fram eru flestir með heimasíður og/ eða gefa út bæklinga þar sem hugmyndir þeirra og áherslur eru kynntar. Oft eru líka umræður í sjónvarpi og útvarpi þar sem fjallað er um kosningar og hvað hver flokkur telur mikilvægt að gera. Þá er líka hægt að heimsækja kosningaskrifstofur flokkanna og spjalla við talsmenn þeirra og spyrja spurninga. Kosningaréttur fatlaðs fólks er mjög dýrmætur. Við vitum að fatlað fólk mætir margvíslegum hindrunum á kjörstað, til dæmis hvað varðar aðgengi að kjörstað og að kosningaefni við hæfi og ófullnægjandi aðstoð í kjörklefanum. Þetta gerir það meðal annars að verkum að fatlað fólk er ólíklegra til að kjósa en þeir sem ekki eru fatlaðir. Það er því miður líklegt til að hafa áhrif á hversu mikil áhersla er lögð á málefni fatlaðs fólks eftir kosningar og líka hvort stjórnmálamenn öðlist mikilvægan skilning og innsýn í líf og stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu. Þess vegna hvetja Landssamtökin Þroskahjálp allt fatlað fólk sem hefur kosningarétt mjög eindregið til þess að mæta á kjörstað og nýta atkvæði sitt til þess að hafa áhrif á framtíð okkar allra. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri hjá ÞroskahjálpSunna Dögg Ágústsdóttir, verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 25. september nk. verður kosið til Alþingis á Íslandi. Þá fáum við tækifæri til að kjósa stjórnmálaflokka og einstaklinga til þess að stjórna landinu okkar, setja lög og reglur og ákveða hvaða sjónarmið og áherslur eiga að skipta mestu máli næstu fjögur árin við stjórn landsins. Allir, sem eru orðnir 18 ára, hafa kosningarétt. Það er mjög mikilvægt að nýta kosningaréttinn því hann er okkar tækifæri til þess að hafa áhrif á hvernig samfélagi við búum í - þau réttindi og tækifæri sem við og aðrir njóta. Daginn sem kosið er sitjum við öll við sama borð; ungir og gamlir, konur, karlar og hinsegin fólk, fatlað fólk og ófatlað. Með atkvæði þínu ertu að taka þátt í að móta framtíðina. Þú velur þann flokk sem þér líst best á og telur að hafi hugmyndir að góðu samfélagi. Mætir svo á kjörstað og greiðir honum atkvæði þitt. Hvernig veit ég hvað ég ætti að kjósa? Þeir flokkar sem bjóða fram eru flestir með heimasíður og/ eða gefa út bæklinga þar sem hugmyndir þeirra og áherslur eru kynntar. Oft eru líka umræður í sjónvarpi og útvarpi þar sem fjallað er um kosningar og hvað hver flokkur telur mikilvægt að gera. Þá er líka hægt að heimsækja kosningaskrifstofur flokkanna og spjalla við talsmenn þeirra og spyrja spurninga. Kosningaréttur fatlaðs fólks er mjög dýrmætur. Við vitum að fatlað fólk mætir margvíslegum hindrunum á kjörstað, til dæmis hvað varðar aðgengi að kjörstað og að kosningaefni við hæfi og ófullnægjandi aðstoð í kjörklefanum. Þetta gerir það meðal annars að verkum að fatlað fólk er ólíklegra til að kjósa en þeir sem ekki eru fatlaðir. Það er því miður líklegt til að hafa áhrif á hversu mikil áhersla er lögð á málefni fatlaðs fólks eftir kosningar og líka hvort stjórnmálamenn öðlist mikilvægan skilning og innsýn í líf og stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu. Þess vegna hvetja Landssamtökin Þroskahjálp allt fatlað fólk sem hefur kosningarétt mjög eindregið til þess að mæta á kjörstað og nýta atkvæði sitt til þess að hafa áhrif á framtíð okkar allra. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri hjá ÞroskahjálpSunna Dögg Ágústsdóttir, verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun