Framsókn styður rafíþróttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 15. september 2021 12:16 Fyrir ekki svo löngu ritaði ég grein um reynslu mína og sonar míns, sem greindur er með ódæmigerða einhverfu, af rafíþróttum og hvernig þær hafa haft jákvæð áhrif á líf hans. Í dag er sonur minn enn virkur iðkandi í skipulögðu rafíþróttastarfi í Ármanni. Hann hefur styrkst félagslega, eignast nýja vini og á auðveldara með mannleg samskipti. Hann hefur einnig tileinkað sér reglubundnari hreyfingu, svefn og mataræði – allt atriði sem lögð er áhersla á í skipulögðu rafíþróttastarfi. Þetta er aðeins eitt jákvætt dæmi af mörgum um hvernig skipulagt tómstundastarf getur nýst á uppbyggilegan hátt fyrir börn og unglinga. Þegar við tökum breytingum samfélagsins með opnum örmum og hjálpum börnum og ungmennum að finna sína fjöl, hvort sem það er í tölvuleikjum eða öðru, lætur árangurinn ekki á sér standa. Stuðningur í verki Góðir innviðir eru mikilvægir til þess að skapa góða umgjörð í kringum þróttmikið barna- og unglingastarf, hvort sem um er að ræða hefðbundnar íþróttir, listsköpun eða aðrar tómstundir. Skipulagt rafíþróttastarf er þar engin undantekning, en á þeim tveimur árum frá því að slíkt starf hófst hér á landi hefur mörgum rafíþróttadeildum verið komið á fót víða um land, annað hvort frístandandi eða innan hefðbundinna íþróttafélaga. Fjöldi iðkenda hefur einnig vaxið í 1500 manns. Á nýlegri opnunarhátíð Arena, nýs þjóðarleikvangs rafíþrótta á Íslandi, undirritaði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknar í Reykjarvíkurkjördæmi norður samkomulag við Rafíþróttasamband Íslands, sem er ætlað að efla þætti er stuðla að góðri geðheilsu ásamt því að veita upplýsingagjöf um þá þjónustu sem í boði er fyrir börn og ungmenni sem glíma við andlega vanlíðan. Fjárfestum í fólki Þungamiðja í stefnu Framsóknar er að fjárfesta í fólki líkt og flokkurinn hefur unnið ötullega að undanfarin 4 ár. Flokkurinn hefur lyft grettistaki í málefnum barna og unglinga með margþáttuðum aðgerðum í gegnum félags- og barnamálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið sem bæði er undir forystu Framsóknar. Framsókn er óhrædd við að hugsa út fyrir kassann og láta verkin tala. Fyrrnefndur stuðningur við rafíþróttir er gott dæmi um slík verk, en það hefur ótvírætt forvarnargildi í baráttunni við félagslega einangrun vegna tölvuleikjaspilunar – enda er iðkendum kennt að umgangast tæknina í daglegu lífi, stjórna tækninni en ekki öfugt, virða samkomulag um skjátíma við foreldra og undirstrika mikilvægi þess að huga að andlegu og líkamlegu hreysti. Heimsmeistarar krýndir á Íslandi Sú góða umgjörð í kringum skipulagt rafíþróttastarf á Íslandi hefur vakið heimsathygli og komið Íslandi á kortið í þessum efnum. Mikilvæg sóknartækifæri felast í þeim góða grunni sem hér hefur verið lagður en í vikunni var tilkynnt um að stærsti rafíþróttaviðburður í heimi muni fara fram á Íslandi. Slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með markvissum stuðningi við grasrótarstarfið sem hefur vaxið og dafnað og tryggt að iðkendur finni öruggt, hvetjandi og uppbyggilegt umhverfi til iðkunar undir sterkri leiðsögn fagfólks. Þannig virkjum við enn frekar þann mikla mannauð sem býr í æsku okkar góða lands. Við óskum eftir þínum stuðningi í komandi kosningum til halda áfram að fjárfesta í fólkinu okkar, setjum X við B og látum framtíðina ráðast á miðjunni! Höfundur situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Rafíþróttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu ritaði ég grein um reynslu mína og sonar míns, sem greindur er með ódæmigerða einhverfu, af rafíþróttum og hvernig þær hafa haft jákvæð áhrif á líf hans. Í dag er sonur minn enn virkur iðkandi í skipulögðu rafíþróttastarfi í Ármanni. Hann hefur styrkst félagslega, eignast nýja vini og á auðveldara með mannleg samskipti. Hann hefur einnig tileinkað sér reglubundnari hreyfingu, svefn og mataræði – allt atriði sem lögð er áhersla á í skipulögðu rafíþróttastarfi. Þetta er aðeins eitt jákvætt dæmi af mörgum um hvernig skipulagt tómstundastarf getur nýst á uppbyggilegan hátt fyrir börn og unglinga. Þegar við tökum breytingum samfélagsins með opnum örmum og hjálpum börnum og ungmennum að finna sína fjöl, hvort sem það er í tölvuleikjum eða öðru, lætur árangurinn ekki á sér standa. Stuðningur í verki Góðir innviðir eru mikilvægir til þess að skapa góða umgjörð í kringum þróttmikið barna- og unglingastarf, hvort sem um er að ræða hefðbundnar íþróttir, listsköpun eða aðrar tómstundir. Skipulagt rafíþróttastarf er þar engin undantekning, en á þeim tveimur árum frá því að slíkt starf hófst hér á landi hefur mörgum rafíþróttadeildum verið komið á fót víða um land, annað hvort frístandandi eða innan hefðbundinna íþróttafélaga. Fjöldi iðkenda hefur einnig vaxið í 1500 manns. Á nýlegri opnunarhátíð Arena, nýs þjóðarleikvangs rafíþrótta á Íslandi, undirritaði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknar í Reykjarvíkurkjördæmi norður samkomulag við Rafíþróttasamband Íslands, sem er ætlað að efla þætti er stuðla að góðri geðheilsu ásamt því að veita upplýsingagjöf um þá þjónustu sem í boði er fyrir börn og ungmenni sem glíma við andlega vanlíðan. Fjárfestum í fólki Þungamiðja í stefnu Framsóknar er að fjárfesta í fólki líkt og flokkurinn hefur unnið ötullega að undanfarin 4 ár. Flokkurinn hefur lyft grettistaki í málefnum barna og unglinga með margþáttuðum aðgerðum í gegnum félags- og barnamálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið sem bæði er undir forystu Framsóknar. Framsókn er óhrædd við að hugsa út fyrir kassann og láta verkin tala. Fyrrnefndur stuðningur við rafíþróttir er gott dæmi um slík verk, en það hefur ótvírætt forvarnargildi í baráttunni við félagslega einangrun vegna tölvuleikjaspilunar – enda er iðkendum kennt að umgangast tæknina í daglegu lífi, stjórna tækninni en ekki öfugt, virða samkomulag um skjátíma við foreldra og undirstrika mikilvægi þess að huga að andlegu og líkamlegu hreysti. Heimsmeistarar krýndir á Íslandi Sú góða umgjörð í kringum skipulagt rafíþróttastarf á Íslandi hefur vakið heimsathygli og komið Íslandi á kortið í þessum efnum. Mikilvæg sóknartækifæri felast í þeim góða grunni sem hér hefur verið lagður en í vikunni var tilkynnt um að stærsti rafíþróttaviðburður í heimi muni fara fram á Íslandi. Slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með markvissum stuðningi við grasrótarstarfið sem hefur vaxið og dafnað og tryggt að iðkendur finni öruggt, hvetjandi og uppbyggilegt umhverfi til iðkunar undir sterkri leiðsögn fagfólks. Þannig virkjum við enn frekar þann mikla mannauð sem býr í æsku okkar góða lands. Við óskum eftir þínum stuðningi í komandi kosningum til halda áfram að fjárfesta í fólkinu okkar, setjum X við B og látum framtíðina ráðast á miðjunni! Höfundur situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun