Framsókn styður rafíþróttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 15. september 2021 12:16 Fyrir ekki svo löngu ritaði ég grein um reynslu mína og sonar míns, sem greindur er með ódæmigerða einhverfu, af rafíþróttum og hvernig þær hafa haft jákvæð áhrif á líf hans. Í dag er sonur minn enn virkur iðkandi í skipulögðu rafíþróttastarfi í Ármanni. Hann hefur styrkst félagslega, eignast nýja vini og á auðveldara með mannleg samskipti. Hann hefur einnig tileinkað sér reglubundnari hreyfingu, svefn og mataræði – allt atriði sem lögð er áhersla á í skipulögðu rafíþróttastarfi. Þetta er aðeins eitt jákvætt dæmi af mörgum um hvernig skipulagt tómstundastarf getur nýst á uppbyggilegan hátt fyrir börn og unglinga. Þegar við tökum breytingum samfélagsins með opnum örmum og hjálpum börnum og ungmennum að finna sína fjöl, hvort sem það er í tölvuleikjum eða öðru, lætur árangurinn ekki á sér standa. Stuðningur í verki Góðir innviðir eru mikilvægir til þess að skapa góða umgjörð í kringum þróttmikið barna- og unglingastarf, hvort sem um er að ræða hefðbundnar íþróttir, listsköpun eða aðrar tómstundir. Skipulagt rafíþróttastarf er þar engin undantekning, en á þeim tveimur árum frá því að slíkt starf hófst hér á landi hefur mörgum rafíþróttadeildum verið komið á fót víða um land, annað hvort frístandandi eða innan hefðbundinna íþróttafélaga. Fjöldi iðkenda hefur einnig vaxið í 1500 manns. Á nýlegri opnunarhátíð Arena, nýs þjóðarleikvangs rafíþrótta á Íslandi, undirritaði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknar í Reykjarvíkurkjördæmi norður samkomulag við Rafíþróttasamband Íslands, sem er ætlað að efla þætti er stuðla að góðri geðheilsu ásamt því að veita upplýsingagjöf um þá þjónustu sem í boði er fyrir börn og ungmenni sem glíma við andlega vanlíðan. Fjárfestum í fólki Þungamiðja í stefnu Framsóknar er að fjárfesta í fólki líkt og flokkurinn hefur unnið ötullega að undanfarin 4 ár. Flokkurinn hefur lyft grettistaki í málefnum barna og unglinga með margþáttuðum aðgerðum í gegnum félags- og barnamálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið sem bæði er undir forystu Framsóknar. Framsókn er óhrædd við að hugsa út fyrir kassann og láta verkin tala. Fyrrnefndur stuðningur við rafíþróttir er gott dæmi um slík verk, en það hefur ótvírætt forvarnargildi í baráttunni við félagslega einangrun vegna tölvuleikjaspilunar – enda er iðkendum kennt að umgangast tæknina í daglegu lífi, stjórna tækninni en ekki öfugt, virða samkomulag um skjátíma við foreldra og undirstrika mikilvægi þess að huga að andlegu og líkamlegu hreysti. Heimsmeistarar krýndir á Íslandi Sú góða umgjörð í kringum skipulagt rafíþróttastarf á Íslandi hefur vakið heimsathygli og komið Íslandi á kortið í þessum efnum. Mikilvæg sóknartækifæri felast í þeim góða grunni sem hér hefur verið lagður en í vikunni var tilkynnt um að stærsti rafíþróttaviðburður í heimi muni fara fram á Íslandi. Slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með markvissum stuðningi við grasrótarstarfið sem hefur vaxið og dafnað og tryggt að iðkendur finni öruggt, hvetjandi og uppbyggilegt umhverfi til iðkunar undir sterkri leiðsögn fagfólks. Þannig virkjum við enn frekar þann mikla mannauð sem býr í æsku okkar góða lands. Við óskum eftir þínum stuðningi í komandi kosningum til halda áfram að fjárfesta í fólkinu okkar, setjum X við B og látum framtíðina ráðast á miðjunni! Höfundur situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Rafíþróttir Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu ritaði ég grein um reynslu mína og sonar míns, sem greindur er með ódæmigerða einhverfu, af rafíþróttum og hvernig þær hafa haft jákvæð áhrif á líf hans. Í dag er sonur minn enn virkur iðkandi í skipulögðu rafíþróttastarfi í Ármanni. Hann hefur styrkst félagslega, eignast nýja vini og á auðveldara með mannleg samskipti. Hann hefur einnig tileinkað sér reglubundnari hreyfingu, svefn og mataræði – allt atriði sem lögð er áhersla á í skipulögðu rafíþróttastarfi. Þetta er aðeins eitt jákvætt dæmi af mörgum um hvernig skipulagt tómstundastarf getur nýst á uppbyggilegan hátt fyrir börn og unglinga. Þegar við tökum breytingum samfélagsins með opnum örmum og hjálpum börnum og ungmennum að finna sína fjöl, hvort sem það er í tölvuleikjum eða öðru, lætur árangurinn ekki á sér standa. Stuðningur í verki Góðir innviðir eru mikilvægir til þess að skapa góða umgjörð í kringum þróttmikið barna- og unglingastarf, hvort sem um er að ræða hefðbundnar íþróttir, listsköpun eða aðrar tómstundir. Skipulagt rafíþróttastarf er þar engin undantekning, en á þeim tveimur árum frá því að slíkt starf hófst hér á landi hefur mörgum rafíþróttadeildum verið komið á fót víða um land, annað hvort frístandandi eða innan hefðbundinna íþróttafélaga. Fjöldi iðkenda hefur einnig vaxið í 1500 manns. Á nýlegri opnunarhátíð Arena, nýs þjóðarleikvangs rafíþrótta á Íslandi, undirritaði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknar í Reykjarvíkurkjördæmi norður samkomulag við Rafíþróttasamband Íslands, sem er ætlað að efla þætti er stuðla að góðri geðheilsu ásamt því að veita upplýsingagjöf um þá þjónustu sem í boði er fyrir börn og ungmenni sem glíma við andlega vanlíðan. Fjárfestum í fólki Þungamiðja í stefnu Framsóknar er að fjárfesta í fólki líkt og flokkurinn hefur unnið ötullega að undanfarin 4 ár. Flokkurinn hefur lyft grettistaki í málefnum barna og unglinga með margþáttuðum aðgerðum í gegnum félags- og barnamálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið sem bæði er undir forystu Framsóknar. Framsókn er óhrædd við að hugsa út fyrir kassann og láta verkin tala. Fyrrnefndur stuðningur við rafíþróttir er gott dæmi um slík verk, en það hefur ótvírætt forvarnargildi í baráttunni við félagslega einangrun vegna tölvuleikjaspilunar – enda er iðkendum kennt að umgangast tæknina í daglegu lífi, stjórna tækninni en ekki öfugt, virða samkomulag um skjátíma við foreldra og undirstrika mikilvægi þess að huga að andlegu og líkamlegu hreysti. Heimsmeistarar krýndir á Íslandi Sú góða umgjörð í kringum skipulagt rafíþróttastarf á Íslandi hefur vakið heimsathygli og komið Íslandi á kortið í þessum efnum. Mikilvæg sóknartækifæri felast í þeim góða grunni sem hér hefur verið lagður en í vikunni var tilkynnt um að stærsti rafíþróttaviðburður í heimi muni fara fram á Íslandi. Slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með markvissum stuðningi við grasrótarstarfið sem hefur vaxið og dafnað og tryggt að iðkendur finni öruggt, hvetjandi og uppbyggilegt umhverfi til iðkunar undir sterkri leiðsögn fagfólks. Þannig virkjum við enn frekar þann mikla mannauð sem býr í æsku okkar góða lands. Við óskum eftir þínum stuðningi í komandi kosningum til halda áfram að fjárfesta í fólkinu okkar, setjum X við B og látum framtíðina ráðast á miðjunni! Höfundur situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun