Framsókn styður rafíþróttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 15. september 2021 12:16 Fyrir ekki svo löngu ritaði ég grein um reynslu mína og sonar míns, sem greindur er með ódæmigerða einhverfu, af rafíþróttum og hvernig þær hafa haft jákvæð áhrif á líf hans. Í dag er sonur minn enn virkur iðkandi í skipulögðu rafíþróttastarfi í Ármanni. Hann hefur styrkst félagslega, eignast nýja vini og á auðveldara með mannleg samskipti. Hann hefur einnig tileinkað sér reglubundnari hreyfingu, svefn og mataræði – allt atriði sem lögð er áhersla á í skipulögðu rafíþróttastarfi. Þetta er aðeins eitt jákvætt dæmi af mörgum um hvernig skipulagt tómstundastarf getur nýst á uppbyggilegan hátt fyrir börn og unglinga. Þegar við tökum breytingum samfélagsins með opnum örmum og hjálpum börnum og ungmennum að finna sína fjöl, hvort sem það er í tölvuleikjum eða öðru, lætur árangurinn ekki á sér standa. Stuðningur í verki Góðir innviðir eru mikilvægir til þess að skapa góða umgjörð í kringum þróttmikið barna- og unglingastarf, hvort sem um er að ræða hefðbundnar íþróttir, listsköpun eða aðrar tómstundir. Skipulagt rafíþróttastarf er þar engin undantekning, en á þeim tveimur árum frá því að slíkt starf hófst hér á landi hefur mörgum rafíþróttadeildum verið komið á fót víða um land, annað hvort frístandandi eða innan hefðbundinna íþróttafélaga. Fjöldi iðkenda hefur einnig vaxið í 1500 manns. Á nýlegri opnunarhátíð Arena, nýs þjóðarleikvangs rafíþrótta á Íslandi, undirritaði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknar í Reykjarvíkurkjördæmi norður samkomulag við Rafíþróttasamband Íslands, sem er ætlað að efla þætti er stuðla að góðri geðheilsu ásamt því að veita upplýsingagjöf um þá þjónustu sem í boði er fyrir börn og ungmenni sem glíma við andlega vanlíðan. Fjárfestum í fólki Þungamiðja í stefnu Framsóknar er að fjárfesta í fólki líkt og flokkurinn hefur unnið ötullega að undanfarin 4 ár. Flokkurinn hefur lyft grettistaki í málefnum barna og unglinga með margþáttuðum aðgerðum í gegnum félags- og barnamálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið sem bæði er undir forystu Framsóknar. Framsókn er óhrædd við að hugsa út fyrir kassann og láta verkin tala. Fyrrnefndur stuðningur við rafíþróttir er gott dæmi um slík verk, en það hefur ótvírætt forvarnargildi í baráttunni við félagslega einangrun vegna tölvuleikjaspilunar – enda er iðkendum kennt að umgangast tæknina í daglegu lífi, stjórna tækninni en ekki öfugt, virða samkomulag um skjátíma við foreldra og undirstrika mikilvægi þess að huga að andlegu og líkamlegu hreysti. Heimsmeistarar krýndir á Íslandi Sú góða umgjörð í kringum skipulagt rafíþróttastarf á Íslandi hefur vakið heimsathygli og komið Íslandi á kortið í þessum efnum. Mikilvæg sóknartækifæri felast í þeim góða grunni sem hér hefur verið lagður en í vikunni var tilkynnt um að stærsti rafíþróttaviðburður í heimi muni fara fram á Íslandi. Slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með markvissum stuðningi við grasrótarstarfið sem hefur vaxið og dafnað og tryggt að iðkendur finni öruggt, hvetjandi og uppbyggilegt umhverfi til iðkunar undir sterkri leiðsögn fagfólks. Þannig virkjum við enn frekar þann mikla mannauð sem býr í æsku okkar góða lands. Við óskum eftir þínum stuðningi í komandi kosningum til halda áfram að fjárfesta í fólkinu okkar, setjum X við B og látum framtíðina ráðast á miðjunni! Höfundur situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Rafíþróttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu ritaði ég grein um reynslu mína og sonar míns, sem greindur er með ódæmigerða einhverfu, af rafíþróttum og hvernig þær hafa haft jákvæð áhrif á líf hans. Í dag er sonur minn enn virkur iðkandi í skipulögðu rafíþróttastarfi í Ármanni. Hann hefur styrkst félagslega, eignast nýja vini og á auðveldara með mannleg samskipti. Hann hefur einnig tileinkað sér reglubundnari hreyfingu, svefn og mataræði – allt atriði sem lögð er áhersla á í skipulögðu rafíþróttastarfi. Þetta er aðeins eitt jákvætt dæmi af mörgum um hvernig skipulagt tómstundastarf getur nýst á uppbyggilegan hátt fyrir börn og unglinga. Þegar við tökum breytingum samfélagsins með opnum örmum og hjálpum börnum og ungmennum að finna sína fjöl, hvort sem það er í tölvuleikjum eða öðru, lætur árangurinn ekki á sér standa. Stuðningur í verki Góðir innviðir eru mikilvægir til þess að skapa góða umgjörð í kringum þróttmikið barna- og unglingastarf, hvort sem um er að ræða hefðbundnar íþróttir, listsköpun eða aðrar tómstundir. Skipulagt rafíþróttastarf er þar engin undantekning, en á þeim tveimur árum frá því að slíkt starf hófst hér á landi hefur mörgum rafíþróttadeildum verið komið á fót víða um land, annað hvort frístandandi eða innan hefðbundinna íþróttafélaga. Fjöldi iðkenda hefur einnig vaxið í 1500 manns. Á nýlegri opnunarhátíð Arena, nýs þjóðarleikvangs rafíþrótta á Íslandi, undirritaði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknar í Reykjarvíkurkjördæmi norður samkomulag við Rafíþróttasamband Íslands, sem er ætlað að efla þætti er stuðla að góðri geðheilsu ásamt því að veita upplýsingagjöf um þá þjónustu sem í boði er fyrir börn og ungmenni sem glíma við andlega vanlíðan. Fjárfestum í fólki Þungamiðja í stefnu Framsóknar er að fjárfesta í fólki líkt og flokkurinn hefur unnið ötullega að undanfarin 4 ár. Flokkurinn hefur lyft grettistaki í málefnum barna og unglinga með margþáttuðum aðgerðum í gegnum félags- og barnamálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið sem bæði er undir forystu Framsóknar. Framsókn er óhrædd við að hugsa út fyrir kassann og láta verkin tala. Fyrrnefndur stuðningur við rafíþróttir er gott dæmi um slík verk, en það hefur ótvírætt forvarnargildi í baráttunni við félagslega einangrun vegna tölvuleikjaspilunar – enda er iðkendum kennt að umgangast tæknina í daglegu lífi, stjórna tækninni en ekki öfugt, virða samkomulag um skjátíma við foreldra og undirstrika mikilvægi þess að huga að andlegu og líkamlegu hreysti. Heimsmeistarar krýndir á Íslandi Sú góða umgjörð í kringum skipulagt rafíþróttastarf á Íslandi hefur vakið heimsathygli og komið Íslandi á kortið í þessum efnum. Mikilvæg sóknartækifæri felast í þeim góða grunni sem hér hefur verið lagður en í vikunni var tilkynnt um að stærsti rafíþróttaviðburður í heimi muni fara fram á Íslandi. Slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með markvissum stuðningi við grasrótarstarfið sem hefur vaxið og dafnað og tryggt að iðkendur finni öruggt, hvetjandi og uppbyggilegt umhverfi til iðkunar undir sterkri leiðsögn fagfólks. Þannig virkjum við enn frekar þann mikla mannauð sem býr í æsku okkar góða lands. Við óskum eftir þínum stuðningi í komandi kosningum til halda áfram að fjárfesta í fólkinu okkar, setjum X við B og látum framtíðina ráðast á miðjunni! Höfundur situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar