Handbolti

Undanúrslitin í Coca-Cola bikarnum klár

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Framstúlkur eiga titil að verja.
Framstúlkur eiga titil að verja. Vísir/Daníel

Í kvöld var dregið í undanúrslit Coca-Cola bikarsins í handbolta. Karlamegin mætast Íslandsmeistarar Vals og Afturelding, en kvennamegin halda Framarar titilvörn sinni áfram gegn Valskonum.

Undanúrslitin fara fram á Ásvöllum í í Hafnarfirði, en konurnar ríða á vaðið þann 29. september. Þar eigast við bikarmeistarar Fram og Valur annars vegar, og hinsvaegar mæta Íslandsmeistara KA/Þórs 1. deildarliði FH.

Karlarnir spila degi síðar, en þar eru það Fram og Stjarnan sem eigast við annars vegar, og hinsvegar mæta Afturelding ríkjandi Íslandsmeisturum Vals.

Úrslitaleikirnir sjálfir fara svo fram þann 2. október.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.