Viðskipti innlent

Fækkar um 24 í starfs­liði Ís­lands­banka

Eiður Þór Árnason skrifar
Útibúum bankans hefur farið fækkandi á síðustu árum.
Útibúum bankans hefur farið fækkandi á síðustu árum. Vísir/Vilhelm

Fækkað verður um 24 starfsmenn í starfsliði Íslandsbanka í september. Um helmingi þeirra hefur verið sagt upp störfum en samið hefur verið við aðra um snemmbúin starfslok.

Starfsfólkið vinnur þvert á deildir bankans og starfar bæði í útibúum og á skrifstofu. Stjórnendur greindu starfsmönnum frá aðgerðunum í morgun sem eru sagðar liður í áframhaldandi hagræðingu í rekstri Íslandsbanka.

Þetta staðfestir Björn Berg Gunnarsson, starfandi samskiptastjóri bankans, í samtali við Vísi.

„Það eru engar sérstakar frekari aðgerðir fyrirhugaðar en það er alltaf verið að leita að einhverjum leiðum til að leiða til enn frekari hagræðingar hjá bankanum. Það er verið að reyna að sjá til þess að reksturinn sé góður og í takti við arðsemiskröfu sem er gerð til rekstrarins.“

Fyrr á þessu ári var greint frá því að tólf starfsmönnum Íslandsbanka hafi verið sagt upp í mars.


Tengdar fréttir

Tólf sagt upp hjá Ís­lands­banka

Tólf starfsmönnum Íslandsbanka var sagt upp í morgun. Þetta staðfestir Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri bankans í samtali við Vísi.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.