Leyfum eldra fólki að vinna Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir skrifa 13. september 2021 10:00 „Það verður kannski erfitt að fá pössun, en ef amma vill vinna eftir sjötugt þá á amma bara að fá að vinna.“ - Auglýsing Framsóknar. Eldra fólk hefur mætt ákveðnum órétti hér á landi varðandi starfslok. Þó er það viðurkennd staðreynd að í dag lifir fólk lengur og að fólk kringum sjötugt er enn margt fullfært um að vinna sína vinnu, en í dag gilda reglur um starfslokaaldur á fjölmörgum vinnustöðum. Víðast frá 65 til 70 ára en um það gilda lög um opinbera starfsmenn. Með þessu er vinnumarkaðurinn að neita sér um öflugan starfskraft, starfsreynslu og verðmæta þekkingu á öllum sviðum. Ásamt þessu er verið að vísa einstaklingum á dyr sem vilja vinna og eru enn fullfærir um það. Hér eru augljós sóknarfæri bæði í þágu eldra fólks sem og vinnumarkaðarins. Framsókn vill leyfa ömmu og afa að vinna Eldra fólk á að fá að vinna eins og það vill óháð aldri og starfslok eiga að miðast við færni en ekki aldur. Þeir einstaklingar sem vilja og geta haldið áfram að vinna eftir ákveðið „aldurstakmark“ eiga ekki að neyðast til að ljúka störfum. Framsókn vill afnema reglur um að fólk fari á eftirlaun eða hætti störfum við ákveðinn aldur. Þeir sem vilja áfram vera virkir á vinnumarkaði eiga að hafa kost á því ef vilji bæði þeirra og vinnuveitanda er fyrir hendi. Einnig hafa sveigjanleg starfslok hjálpað æði mörgum við að auðvelda breytinguna. Það ætti að vera valkostur í samtali starfsmanns og yfirmanns þegar starfslok eru rædd. Framsókn vill afnema skerðingar Að auki á eldra fólk að eiga tækifæri að vinna án þess að þurfa að gjalda fyrir dugnað. Fjölmargt eldra fólk hefur brennandi áhuga á að fara út úr húsi, hitta fólk og starfsfélaga, vinna og taka þannig þátt í samfélaginu, en sjá ekki virði þess með þeim reglum sem eru við lýði í dag. Ásamt því er eldra fólk sem hefur þörf fyrir viðbótartekjur. Það á ekki að hindra fólk í að geta aflað sér tekna. Framsókn leggur áherslu á að almenna frítekjumarkið hækki í áföngum og að lífeyrisskerðingar vegna atvinnutekna verði afnumdar. Áhrif þess á ríkissjóð væru ekki svo gífurleg að það sé ótækt að ganga í slíkar breytingar. Við eigum að leyfa eldra fólki að vinna. Sú samfélagsmyndun sem blasir við í dag er allt önnur en áður og eldra fólk er margt í töluvert betra formi en tíðkaðist árum áður. Fólk lifir lengur, en lífaldur hefur lengst um meira en tíu ár á síðastliðnum áratugum og enn að lengjast. Fólk vill taka virkan þátt í samfélaginu og á vinnumarkaði eftir getu og þörfum. Ef amma vill vinna eftir sjötugt þá á amma bara að fá að vinna! Þórunn situr í 3. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norðurAðalsteinn situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
„Það verður kannski erfitt að fá pössun, en ef amma vill vinna eftir sjötugt þá á amma bara að fá að vinna.“ - Auglýsing Framsóknar. Eldra fólk hefur mætt ákveðnum órétti hér á landi varðandi starfslok. Þó er það viðurkennd staðreynd að í dag lifir fólk lengur og að fólk kringum sjötugt er enn margt fullfært um að vinna sína vinnu, en í dag gilda reglur um starfslokaaldur á fjölmörgum vinnustöðum. Víðast frá 65 til 70 ára en um það gilda lög um opinbera starfsmenn. Með þessu er vinnumarkaðurinn að neita sér um öflugan starfskraft, starfsreynslu og verðmæta þekkingu á öllum sviðum. Ásamt þessu er verið að vísa einstaklingum á dyr sem vilja vinna og eru enn fullfærir um það. Hér eru augljós sóknarfæri bæði í þágu eldra fólks sem og vinnumarkaðarins. Framsókn vill leyfa ömmu og afa að vinna Eldra fólk á að fá að vinna eins og það vill óháð aldri og starfslok eiga að miðast við færni en ekki aldur. Þeir einstaklingar sem vilja og geta haldið áfram að vinna eftir ákveðið „aldurstakmark“ eiga ekki að neyðast til að ljúka störfum. Framsókn vill afnema reglur um að fólk fari á eftirlaun eða hætti störfum við ákveðinn aldur. Þeir sem vilja áfram vera virkir á vinnumarkaði eiga að hafa kost á því ef vilji bæði þeirra og vinnuveitanda er fyrir hendi. Einnig hafa sveigjanleg starfslok hjálpað æði mörgum við að auðvelda breytinguna. Það ætti að vera valkostur í samtali starfsmanns og yfirmanns þegar starfslok eru rædd. Framsókn vill afnema skerðingar Að auki á eldra fólk að eiga tækifæri að vinna án þess að þurfa að gjalda fyrir dugnað. Fjölmargt eldra fólk hefur brennandi áhuga á að fara út úr húsi, hitta fólk og starfsfélaga, vinna og taka þannig þátt í samfélaginu, en sjá ekki virði þess með þeim reglum sem eru við lýði í dag. Ásamt því er eldra fólk sem hefur þörf fyrir viðbótartekjur. Það á ekki að hindra fólk í að geta aflað sér tekna. Framsókn leggur áherslu á að almenna frítekjumarkið hækki í áföngum og að lífeyrisskerðingar vegna atvinnutekna verði afnumdar. Áhrif þess á ríkissjóð væru ekki svo gífurleg að það sé ótækt að ganga í slíkar breytingar. Við eigum að leyfa eldra fólki að vinna. Sú samfélagsmyndun sem blasir við í dag er allt önnur en áður og eldra fólk er margt í töluvert betra formi en tíðkaðist árum áður. Fólk lifir lengur, en lífaldur hefur lengst um meira en tíu ár á síðastliðnum áratugum og enn að lengjast. Fólk vill taka virkan þátt í samfélaginu og á vinnumarkaði eftir getu og þörfum. Ef amma vill vinna eftir sjötugt þá á amma bara að fá að vinna! Þórunn situr í 3. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norðurAðalsteinn situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun