Formúla 1

Ricciar­do kom fyrstur í mark eftir á­rekstur hjá Hamilton og Ver­stappen: Myndband

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Verstappen endaði ofan á Hamilton.
Verstappen endaði ofan á Hamilton. Peter Van Egmond/Getty Images

Tveir bestu ökumenn heims skullu saman í Formúlu 1 kappakstri dagsins. Urðu þeir báðir að hætta keppni og það nýtti Daniel Ricciardo sér en hann kom fyrstur í mark. Var þetta fyrsti sigur McClaren í næstum áratug.

Lewis Hamilton hjá Mercedes og Max Verstappen hjá Red Bull skullu saman í kappakstri dagsins sem fram fór á Ítalíu. 

Voru þeir hlið við hlið er þeir rákust saman með þeim afleiðingum að afturdekk Verstappen endaði ofan á bíl Hamilton er þeir snerust út af brautinni.

McClaren nýtti sér þetta bras til fullnustu en Ricciardo landaði sigri á Ítalíu í dag og samherji hans Lando Norris var í öðru sæti. Valtteri Bottas hjá Mercedes var svo í 3. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×