Fókus á ferðaþjónustu! Helgi Héðinsson skrifar 11. september 2021 07:00 Á síðasta áratug hefur ferðaþjónusta á Íslandi blómstrað. Fjöldi erlendra ferðamanna fjórfaldaðist frá 2010 til ársins 2019. Þessum vexti hafa fylgt margvísleg tækifæri fyrir byggðir landsins og víða má sjá uppbyggingu, tækifæri, mikinn kraft og lífleg samfélög um land allt. Umræðan í kringum ferðaþjónustuna hefur þó að einhverju leyti einkennst af vaxtarverkjum þar sem áherlan er æði oft á neikvæðar hliðar, fremur en þá staðreynd að ferðaþjónustan renndi þriðju stoðinni undir atvinnulíf landsins og átti gríðarstóran þátt í þeim efnahagsbata sem nú gerir okkur kleyft að vaxta út úr Covid kreppunni. Öllum er ljóst að fólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu urðu fyrir miklu og sértæku áfalli af völdum Covid. Tekjufall varð í mörgum tilfellum gríðarlegt og ef ekki hefðu komið til mjög markvissar aðgerðir stjórnvalda hefðu mörg þeirra staðið frammi fyrir gjaldþroti á liðnum vetri, ef ekki fyrr. Nú horfir hins vegar til betri vegar og ferðaþjónustan mun taka hratt og vel við sér, enda býr Ísland að einstakri náttúrufegurð, mannlífi og nú í hinum sí heitari heimi, loftslagi sem er bærilegt að sumarlagi. Nýverið birtu Pétur Snæbjörnsson og félagar grein hér á vefnum sem ber heitið Framtíð ferðaþjónustu á Íslandi þar sem velt er vöngum yfir því hvernig hafi tekist að vinna í takt við þá stefnu sem við ræðum jafnan á tillidögum og snýr gjarnan að því að ná til hinna betur borgandi, stuðla að sjálfbærni og því að dreifa ferðamönnum. Niðurstöður þeirra eru sumpart sláandi og sýna svart á hvítu hversu mikið verk við eigum óunnið og hve illa okkur hefur í reynd tekist til. Sem dæmi voru árið 2009 um 51% af gestakomum á höfuðborgarsvæðinu, en það hlutfall var 63% árið 2019. Á sama tímabili fjölgaði ferðamönnum úr tæplega hálfri milljón í ríflega tvær. Þetta gerist á sama tíma og talað er um mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið. Ein afleiðing þessa er að upplifun margra var átroðningur á mjög afmörkuðum svæðum, sem er eiginlega með ólíkindum þegar litið er til þess að nánast hvergi eru færri ferðamenn miðað við stærð lands en á Íslandi. Áhrifin á fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu eru þekktmeð tilkomu Airbnb. Hvað hina betur borgandi varðar þá liggur fyrir að meðaleyðsla ferðamanna hefur dregist saman um nærri þriðjung á umræddu tímabili. Sjálfbærni í ferðaþjónustu er svo nánast á byrjunarreit og í raun er það verulegt umhugsunarefni hversu skammt við erum komin í þeim efnum og því miður var andrýmið á Covid tímanum ekki nýtt með nægilega markvissum hætti. Á því sviði er aðkallandi að auka menntun, fræðslu og stuðla að skilvirkri uppbyggingu á ferðamannastöðum og stofnunum ferðaþjónustunnar sem nú eru á víð og dreif um stjórnkerfið. Hvað þarf að gera? Það er ódýrt að benda á það sem miður er án þess að koma með tillögur að því sem betur má fara og það er ljóst að í hinum nýja heimi sem blasir við okkur eftir Covid og á tímum loftlagsbreytinga er þörf á ítarlegri naflaskoðun. Í fyrsta lagi verðum við að horfa til jafnvægis á milli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegra áhrifa í ferðaþjónustu þar sem uppbygging og starfsemi tekur mið af sjálfbærni og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Í öðru lagi, líkt og fram kemur í grein Péturs og félaga, þurfum við að horfa til markvissari aðgerða sem styðja við dreifingu ferðamanna eða öllu heldur tækifæri þeirra til að dreifa sér sjálfir, ekki síst um gullfallega landsbyggðina. Í því samhengi mætti horfa til allra samgöngukerfa landsins með samþættingu að leiðarljósi. Sérstaklega er nauðsynlegt að horfa til uppbyggingar flugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum og ryðja úr vegi hindrunum á þeirri vegferð, til að mynda ofuráherslu ISAVIA á uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Í þriðja lagi þurfum við að bæta uppbyggingu og aðgangsstýringu á fjölförnustu ferðamannastöðum landsins sem í raun ættu að lúta sömu lögmálum og auðlindir sjávar þar sem áherslan er á sjálfbæra nýtingu á grunni rannsókna. Slík áhersla myndi styrkja uppbyggingu áfangastaða um land allt, en einnig styrkja upplifun gesta okkar og ímynd landsins til lengri tíma. Í fjórða lagi þarf áhersla í markaðsstarfi að taka mið af þeim markmiðum sem sett eru með það fyrir augum að laða hingað verðmætari ferðamenn en nú er. Að lokum er löngu tímabært að ferðaþjónustan fái viðeigandi vægi og rödd innan stjórnkerfisins. Höfundur hefur starfað í ferðaþjónustu í 16 ár og skipar 4. sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Helgi Héðinsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Á síðasta áratug hefur ferðaþjónusta á Íslandi blómstrað. Fjöldi erlendra ferðamanna fjórfaldaðist frá 2010 til ársins 2019. Þessum vexti hafa fylgt margvísleg tækifæri fyrir byggðir landsins og víða má sjá uppbyggingu, tækifæri, mikinn kraft og lífleg samfélög um land allt. Umræðan í kringum ferðaþjónustuna hefur þó að einhverju leyti einkennst af vaxtarverkjum þar sem áherlan er æði oft á neikvæðar hliðar, fremur en þá staðreynd að ferðaþjónustan renndi þriðju stoðinni undir atvinnulíf landsins og átti gríðarstóran þátt í þeim efnahagsbata sem nú gerir okkur kleyft að vaxta út úr Covid kreppunni. Öllum er ljóst að fólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu urðu fyrir miklu og sértæku áfalli af völdum Covid. Tekjufall varð í mörgum tilfellum gríðarlegt og ef ekki hefðu komið til mjög markvissar aðgerðir stjórnvalda hefðu mörg þeirra staðið frammi fyrir gjaldþroti á liðnum vetri, ef ekki fyrr. Nú horfir hins vegar til betri vegar og ferðaþjónustan mun taka hratt og vel við sér, enda býr Ísland að einstakri náttúrufegurð, mannlífi og nú í hinum sí heitari heimi, loftslagi sem er bærilegt að sumarlagi. Nýverið birtu Pétur Snæbjörnsson og félagar grein hér á vefnum sem ber heitið Framtíð ferðaþjónustu á Íslandi þar sem velt er vöngum yfir því hvernig hafi tekist að vinna í takt við þá stefnu sem við ræðum jafnan á tillidögum og snýr gjarnan að því að ná til hinna betur borgandi, stuðla að sjálfbærni og því að dreifa ferðamönnum. Niðurstöður þeirra eru sumpart sláandi og sýna svart á hvítu hversu mikið verk við eigum óunnið og hve illa okkur hefur í reynd tekist til. Sem dæmi voru árið 2009 um 51% af gestakomum á höfuðborgarsvæðinu, en það hlutfall var 63% árið 2019. Á sama tímabili fjölgaði ferðamönnum úr tæplega hálfri milljón í ríflega tvær. Þetta gerist á sama tíma og talað er um mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið. Ein afleiðing þessa er að upplifun margra var átroðningur á mjög afmörkuðum svæðum, sem er eiginlega með ólíkindum þegar litið er til þess að nánast hvergi eru færri ferðamenn miðað við stærð lands en á Íslandi. Áhrifin á fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu eru þekktmeð tilkomu Airbnb. Hvað hina betur borgandi varðar þá liggur fyrir að meðaleyðsla ferðamanna hefur dregist saman um nærri þriðjung á umræddu tímabili. Sjálfbærni í ferðaþjónustu er svo nánast á byrjunarreit og í raun er það verulegt umhugsunarefni hversu skammt við erum komin í þeim efnum og því miður var andrýmið á Covid tímanum ekki nýtt með nægilega markvissum hætti. Á því sviði er aðkallandi að auka menntun, fræðslu og stuðla að skilvirkri uppbyggingu á ferðamannastöðum og stofnunum ferðaþjónustunnar sem nú eru á víð og dreif um stjórnkerfið. Hvað þarf að gera? Það er ódýrt að benda á það sem miður er án þess að koma með tillögur að því sem betur má fara og það er ljóst að í hinum nýja heimi sem blasir við okkur eftir Covid og á tímum loftlagsbreytinga er þörf á ítarlegri naflaskoðun. Í fyrsta lagi verðum við að horfa til jafnvægis á milli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegra áhrifa í ferðaþjónustu þar sem uppbygging og starfsemi tekur mið af sjálfbærni og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Í öðru lagi, líkt og fram kemur í grein Péturs og félaga, þurfum við að horfa til markvissari aðgerða sem styðja við dreifingu ferðamanna eða öllu heldur tækifæri þeirra til að dreifa sér sjálfir, ekki síst um gullfallega landsbyggðina. Í því samhengi mætti horfa til allra samgöngukerfa landsins með samþættingu að leiðarljósi. Sérstaklega er nauðsynlegt að horfa til uppbyggingar flugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum og ryðja úr vegi hindrunum á þeirri vegferð, til að mynda ofuráherslu ISAVIA á uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Í þriðja lagi þurfum við að bæta uppbyggingu og aðgangsstýringu á fjölförnustu ferðamannastöðum landsins sem í raun ættu að lúta sömu lögmálum og auðlindir sjávar þar sem áherslan er á sjálfbæra nýtingu á grunni rannsókna. Slík áhersla myndi styrkja uppbyggingu áfangastaða um land allt, en einnig styrkja upplifun gesta okkar og ímynd landsins til lengri tíma. Í fjórða lagi þarf áhersla í markaðsstarfi að taka mið af þeim markmiðum sem sett eru með það fyrir augum að laða hingað verðmætari ferðamenn en nú er. Að lokum er löngu tímabært að ferðaþjónustan fái viðeigandi vægi og rödd innan stjórnkerfisins. Höfundur hefur starfað í ferðaþjónustu í 16 ár og skipar 4. sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun