Það sem Ole sagði! Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 10. september 2021 13:02 Í Fréttablaðinu í morgun birtist grein eftir Ole Anton Bieltvedt með fyrirsögninni Væri lántaka með 0,68% ársvöxtum eitthvað fyrir þig? Við lestur greinarinnar kom í ljós að ég og Ole erum algjörlega á sama máli enda fjallar hún um mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar sem er gengisstöðugleiki og tenging íslensku krónunnar við evru. Ef Danir geta þetta, af hverju ekki við? Ole bendir á að Danir og Færeyingar hafi fyrir löngu tekið upp evru í gegnum samning við evrópska seðlabankann og Danir höfðu reyndar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi en danska krónan var tengd við þýska markið áður en evran varð til. Þetta er sú leið sem við í Viðreisn tölum fyrir og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka þetta skref fyrir heimilin í landinu, fyrirtækin okkar, ríki og sveitarfélög. Það liggur í augum uppi að lágvaxta umhverfi til jafns við það sem þekkist hjá þeim þjóðum sem við berum okkur jafnan saman við eykur samkeppnishæfni okkar á alþjóðlegum mörkuðum og myndi bæta allt rekstrarumhverfi fyrirtækja og heimila. Bara það að geta séð 3-5 ár fram í tímann í stað 3-5 mánaða eins og nú er væri bylting á öllu rekstrarumhverfi sem við búum við í dag. Lægri vextir og engin verðtrygging! Með þessu móti yrði krónan í raun evra og af því myndi leiða að vaxtarumhverfið yrði samskonar og þekkist innan evrusvæðisins. Húsnæðisvextir yrðu þá um 1,5% en ekki rúm 5% og hærra eins og við þekkjum hér og verðtrygging lána myndi heyra sögunni til. Vissulega eru vextir á verðtryggðum lánum um og yfir 2% en við þá bætist síðan verðtrygging sem tekur mið af verðbólgu. Ef verðbólga er t.d. 3% þá bætist það í raun við vextina þó að það þurfi ekki að borga þann hluta fyrr en seinna. Þess vegna eru afborganir af verðtryggðum lánum lægri en af óverðtryggðum lánum. Eignamyndun þeirra sem eru með verðtryggð lán er hins vegar mun hægari en á lánum með óverðtryggðum vöxtum. Af hverju vilja fjármagnseigendur og íhaldsflokkarnir ekki afnema verðtrygginguna? Þegar ég var í MBA námi þá spurði ég eitt sinn að því af hverju það væri svona mikil tregða við að afnema verðtrygginguna á Íslandi. Svarið sem ég fékk var mjög upplýsandi og hjálpaði mér að setja hlutina í samhengi. Svarið var á þá leið að það væru tveir hópar sem stæðu fastast gegn því. Annar hópurinn væru fjármagnseigendur en þeir vildu halda í verðtrygginguna svo að þeir gætu ávaxtað sitt fjármagn á Íslandi án áhættu. Til skýringar þá virkar verðtrygging þannig að þú getur ekki tapað á því að lána með verðtryggingu því höfuðstóllinn heldur alltaf verðmæti sínum vegna þess að verðbólgan er reiknuð til vaxta auk vaxtanna sem eru á láninu. Lántakandinn tekur því alla áhættuna. Hinn hópurinn væru stjórnmálamenn sem vildu geta leiðrétt hagstjórnarmistök með því að veikja eða styrkja gjaldmiðilinn eftir hentugleika. Vandamálið við slíka hagstjórn er hins vegar sú að einhver þarf samt sem áður að borga og það lendir yfirleitt alltaf á almenningi sem einhvers konar skerðing á lífskjörum. Þess vegna get ég tekið undir með Ole þegar hann segir: „Þannig er mér fyrirmunað að skilja, að almenningur – kjósendur í landinu – skuli ekki hafa fyrir löngu séð í gegnum þetta spillta valdakerfi og tekið af skarið; farið í stöðugleikann, öryggið og þá lágvexti, sem evra ein getur tryggt!?“ Gefum framtíðinni tækifæri! Nú sem áður eru það kjósendur, almenningur í landinu, sem hefur tækifæri til að láta vilja sinn í ljós 25. sept. nk. þegar kosið verður til Alþings. Ég hvet því kjósendur eindregið að kynna sér vel stefnuskrá Viðreisnar í efnahagsmálum sem og öðrum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar og vona að sem flestir finni samhljóm með okkar stefnu. Kjósum með hjartanu, gefum framtíðinni tækifæri, kjósum Viðreisn! Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í morgun birtist grein eftir Ole Anton Bieltvedt með fyrirsögninni Væri lántaka með 0,68% ársvöxtum eitthvað fyrir þig? Við lestur greinarinnar kom í ljós að ég og Ole erum algjörlega á sama máli enda fjallar hún um mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar sem er gengisstöðugleiki og tenging íslensku krónunnar við evru. Ef Danir geta þetta, af hverju ekki við? Ole bendir á að Danir og Færeyingar hafi fyrir löngu tekið upp evru í gegnum samning við evrópska seðlabankann og Danir höfðu reyndar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi en danska krónan var tengd við þýska markið áður en evran varð til. Þetta er sú leið sem við í Viðreisn tölum fyrir og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka þetta skref fyrir heimilin í landinu, fyrirtækin okkar, ríki og sveitarfélög. Það liggur í augum uppi að lágvaxta umhverfi til jafns við það sem þekkist hjá þeim þjóðum sem við berum okkur jafnan saman við eykur samkeppnishæfni okkar á alþjóðlegum mörkuðum og myndi bæta allt rekstrarumhverfi fyrirtækja og heimila. Bara það að geta séð 3-5 ár fram í tímann í stað 3-5 mánaða eins og nú er væri bylting á öllu rekstrarumhverfi sem við búum við í dag. Lægri vextir og engin verðtrygging! Með þessu móti yrði krónan í raun evra og af því myndi leiða að vaxtarumhverfið yrði samskonar og þekkist innan evrusvæðisins. Húsnæðisvextir yrðu þá um 1,5% en ekki rúm 5% og hærra eins og við þekkjum hér og verðtrygging lána myndi heyra sögunni til. Vissulega eru vextir á verðtryggðum lánum um og yfir 2% en við þá bætist síðan verðtrygging sem tekur mið af verðbólgu. Ef verðbólga er t.d. 3% þá bætist það í raun við vextina þó að það þurfi ekki að borga þann hluta fyrr en seinna. Þess vegna eru afborganir af verðtryggðum lánum lægri en af óverðtryggðum lánum. Eignamyndun þeirra sem eru með verðtryggð lán er hins vegar mun hægari en á lánum með óverðtryggðum vöxtum. Af hverju vilja fjármagnseigendur og íhaldsflokkarnir ekki afnema verðtrygginguna? Þegar ég var í MBA námi þá spurði ég eitt sinn að því af hverju það væri svona mikil tregða við að afnema verðtrygginguna á Íslandi. Svarið sem ég fékk var mjög upplýsandi og hjálpaði mér að setja hlutina í samhengi. Svarið var á þá leið að það væru tveir hópar sem stæðu fastast gegn því. Annar hópurinn væru fjármagnseigendur en þeir vildu halda í verðtrygginguna svo að þeir gætu ávaxtað sitt fjármagn á Íslandi án áhættu. Til skýringar þá virkar verðtrygging þannig að þú getur ekki tapað á því að lána með verðtryggingu því höfuðstóllinn heldur alltaf verðmæti sínum vegna þess að verðbólgan er reiknuð til vaxta auk vaxtanna sem eru á láninu. Lántakandinn tekur því alla áhættuna. Hinn hópurinn væru stjórnmálamenn sem vildu geta leiðrétt hagstjórnarmistök með því að veikja eða styrkja gjaldmiðilinn eftir hentugleika. Vandamálið við slíka hagstjórn er hins vegar sú að einhver þarf samt sem áður að borga og það lendir yfirleitt alltaf á almenningi sem einhvers konar skerðing á lífskjörum. Þess vegna get ég tekið undir með Ole þegar hann segir: „Þannig er mér fyrirmunað að skilja, að almenningur – kjósendur í landinu – skuli ekki hafa fyrir löngu séð í gegnum þetta spillta valdakerfi og tekið af skarið; farið í stöðugleikann, öryggið og þá lágvexti, sem evra ein getur tryggt!?“ Gefum framtíðinni tækifæri! Nú sem áður eru það kjósendur, almenningur í landinu, sem hefur tækifæri til að láta vilja sinn í ljós 25. sept. nk. þegar kosið verður til Alþings. Ég hvet því kjósendur eindregið að kynna sér vel stefnuskrá Viðreisnar í efnahagsmálum sem og öðrum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar og vona að sem flestir finni samhljóm með okkar stefnu. Kjósum með hjartanu, gefum framtíðinni tækifæri, kjósum Viðreisn! Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun