Það sem Ole sagði! Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 10. september 2021 13:02 Í Fréttablaðinu í morgun birtist grein eftir Ole Anton Bieltvedt með fyrirsögninni Væri lántaka með 0,68% ársvöxtum eitthvað fyrir þig? Við lestur greinarinnar kom í ljós að ég og Ole erum algjörlega á sama máli enda fjallar hún um mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar sem er gengisstöðugleiki og tenging íslensku krónunnar við evru. Ef Danir geta þetta, af hverju ekki við? Ole bendir á að Danir og Færeyingar hafi fyrir löngu tekið upp evru í gegnum samning við evrópska seðlabankann og Danir höfðu reyndar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi en danska krónan var tengd við þýska markið áður en evran varð til. Þetta er sú leið sem við í Viðreisn tölum fyrir og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka þetta skref fyrir heimilin í landinu, fyrirtækin okkar, ríki og sveitarfélög. Það liggur í augum uppi að lágvaxta umhverfi til jafns við það sem þekkist hjá þeim þjóðum sem við berum okkur jafnan saman við eykur samkeppnishæfni okkar á alþjóðlegum mörkuðum og myndi bæta allt rekstrarumhverfi fyrirtækja og heimila. Bara það að geta séð 3-5 ár fram í tímann í stað 3-5 mánaða eins og nú er væri bylting á öllu rekstrarumhverfi sem við búum við í dag. Lægri vextir og engin verðtrygging! Með þessu móti yrði krónan í raun evra og af því myndi leiða að vaxtarumhverfið yrði samskonar og þekkist innan evrusvæðisins. Húsnæðisvextir yrðu þá um 1,5% en ekki rúm 5% og hærra eins og við þekkjum hér og verðtrygging lána myndi heyra sögunni til. Vissulega eru vextir á verðtryggðum lánum um og yfir 2% en við þá bætist síðan verðtrygging sem tekur mið af verðbólgu. Ef verðbólga er t.d. 3% þá bætist það í raun við vextina þó að það þurfi ekki að borga þann hluta fyrr en seinna. Þess vegna eru afborganir af verðtryggðum lánum lægri en af óverðtryggðum lánum. Eignamyndun þeirra sem eru með verðtryggð lán er hins vegar mun hægari en á lánum með óverðtryggðum vöxtum. Af hverju vilja fjármagnseigendur og íhaldsflokkarnir ekki afnema verðtrygginguna? Þegar ég var í MBA námi þá spurði ég eitt sinn að því af hverju það væri svona mikil tregða við að afnema verðtrygginguna á Íslandi. Svarið sem ég fékk var mjög upplýsandi og hjálpaði mér að setja hlutina í samhengi. Svarið var á þá leið að það væru tveir hópar sem stæðu fastast gegn því. Annar hópurinn væru fjármagnseigendur en þeir vildu halda í verðtrygginguna svo að þeir gætu ávaxtað sitt fjármagn á Íslandi án áhættu. Til skýringar þá virkar verðtrygging þannig að þú getur ekki tapað á því að lána með verðtryggingu því höfuðstóllinn heldur alltaf verðmæti sínum vegna þess að verðbólgan er reiknuð til vaxta auk vaxtanna sem eru á láninu. Lántakandinn tekur því alla áhættuna. Hinn hópurinn væru stjórnmálamenn sem vildu geta leiðrétt hagstjórnarmistök með því að veikja eða styrkja gjaldmiðilinn eftir hentugleika. Vandamálið við slíka hagstjórn er hins vegar sú að einhver þarf samt sem áður að borga og það lendir yfirleitt alltaf á almenningi sem einhvers konar skerðing á lífskjörum. Þess vegna get ég tekið undir með Ole þegar hann segir: „Þannig er mér fyrirmunað að skilja, að almenningur – kjósendur í landinu – skuli ekki hafa fyrir löngu séð í gegnum þetta spillta valdakerfi og tekið af skarið; farið í stöðugleikann, öryggið og þá lágvexti, sem evra ein getur tryggt!?“ Gefum framtíðinni tækifæri! Nú sem áður eru það kjósendur, almenningur í landinu, sem hefur tækifæri til að láta vilja sinn í ljós 25. sept. nk. þegar kosið verður til Alþings. Ég hvet því kjósendur eindregið að kynna sér vel stefnuskrá Viðreisnar í efnahagsmálum sem og öðrum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar og vona að sem flestir finni samhljóm með okkar stefnu. Kjósum með hjartanu, gefum framtíðinni tækifæri, kjósum Viðreisn! Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í morgun birtist grein eftir Ole Anton Bieltvedt með fyrirsögninni Væri lántaka með 0,68% ársvöxtum eitthvað fyrir þig? Við lestur greinarinnar kom í ljós að ég og Ole erum algjörlega á sama máli enda fjallar hún um mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar sem er gengisstöðugleiki og tenging íslensku krónunnar við evru. Ef Danir geta þetta, af hverju ekki við? Ole bendir á að Danir og Færeyingar hafi fyrir löngu tekið upp evru í gegnum samning við evrópska seðlabankann og Danir höfðu reyndar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi en danska krónan var tengd við þýska markið áður en evran varð til. Þetta er sú leið sem við í Viðreisn tölum fyrir og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka þetta skref fyrir heimilin í landinu, fyrirtækin okkar, ríki og sveitarfélög. Það liggur í augum uppi að lágvaxta umhverfi til jafns við það sem þekkist hjá þeim þjóðum sem við berum okkur jafnan saman við eykur samkeppnishæfni okkar á alþjóðlegum mörkuðum og myndi bæta allt rekstrarumhverfi fyrirtækja og heimila. Bara það að geta séð 3-5 ár fram í tímann í stað 3-5 mánaða eins og nú er væri bylting á öllu rekstrarumhverfi sem við búum við í dag. Lægri vextir og engin verðtrygging! Með þessu móti yrði krónan í raun evra og af því myndi leiða að vaxtarumhverfið yrði samskonar og þekkist innan evrusvæðisins. Húsnæðisvextir yrðu þá um 1,5% en ekki rúm 5% og hærra eins og við þekkjum hér og verðtrygging lána myndi heyra sögunni til. Vissulega eru vextir á verðtryggðum lánum um og yfir 2% en við þá bætist síðan verðtrygging sem tekur mið af verðbólgu. Ef verðbólga er t.d. 3% þá bætist það í raun við vextina þó að það þurfi ekki að borga þann hluta fyrr en seinna. Þess vegna eru afborganir af verðtryggðum lánum lægri en af óverðtryggðum lánum. Eignamyndun þeirra sem eru með verðtryggð lán er hins vegar mun hægari en á lánum með óverðtryggðum vöxtum. Af hverju vilja fjármagnseigendur og íhaldsflokkarnir ekki afnema verðtrygginguna? Þegar ég var í MBA námi þá spurði ég eitt sinn að því af hverju það væri svona mikil tregða við að afnema verðtrygginguna á Íslandi. Svarið sem ég fékk var mjög upplýsandi og hjálpaði mér að setja hlutina í samhengi. Svarið var á þá leið að það væru tveir hópar sem stæðu fastast gegn því. Annar hópurinn væru fjármagnseigendur en þeir vildu halda í verðtrygginguna svo að þeir gætu ávaxtað sitt fjármagn á Íslandi án áhættu. Til skýringar þá virkar verðtrygging þannig að þú getur ekki tapað á því að lána með verðtryggingu því höfuðstóllinn heldur alltaf verðmæti sínum vegna þess að verðbólgan er reiknuð til vaxta auk vaxtanna sem eru á láninu. Lántakandinn tekur því alla áhættuna. Hinn hópurinn væru stjórnmálamenn sem vildu geta leiðrétt hagstjórnarmistök með því að veikja eða styrkja gjaldmiðilinn eftir hentugleika. Vandamálið við slíka hagstjórn er hins vegar sú að einhver þarf samt sem áður að borga og það lendir yfirleitt alltaf á almenningi sem einhvers konar skerðing á lífskjörum. Þess vegna get ég tekið undir með Ole þegar hann segir: „Þannig er mér fyrirmunað að skilja, að almenningur – kjósendur í landinu – skuli ekki hafa fyrir löngu séð í gegnum þetta spillta valdakerfi og tekið af skarið; farið í stöðugleikann, öryggið og þá lágvexti, sem evra ein getur tryggt!?“ Gefum framtíðinni tækifæri! Nú sem áður eru það kjósendur, almenningur í landinu, sem hefur tækifæri til að láta vilja sinn í ljós 25. sept. nk. þegar kosið verður til Alþings. Ég hvet því kjósendur eindregið að kynna sér vel stefnuskrá Viðreisnar í efnahagsmálum sem og öðrum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar og vona að sem flestir finni samhljóm með okkar stefnu. Kjósum með hjartanu, gefum framtíðinni tækifæri, kjósum Viðreisn! Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun