Það sem Ole sagði! Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 10. september 2021 13:02 Í Fréttablaðinu í morgun birtist grein eftir Ole Anton Bieltvedt með fyrirsögninni Væri lántaka með 0,68% ársvöxtum eitthvað fyrir þig? Við lestur greinarinnar kom í ljós að ég og Ole erum algjörlega á sama máli enda fjallar hún um mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar sem er gengisstöðugleiki og tenging íslensku krónunnar við evru. Ef Danir geta þetta, af hverju ekki við? Ole bendir á að Danir og Færeyingar hafi fyrir löngu tekið upp evru í gegnum samning við evrópska seðlabankann og Danir höfðu reyndar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi en danska krónan var tengd við þýska markið áður en evran varð til. Þetta er sú leið sem við í Viðreisn tölum fyrir og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka þetta skref fyrir heimilin í landinu, fyrirtækin okkar, ríki og sveitarfélög. Það liggur í augum uppi að lágvaxta umhverfi til jafns við það sem þekkist hjá þeim þjóðum sem við berum okkur jafnan saman við eykur samkeppnishæfni okkar á alþjóðlegum mörkuðum og myndi bæta allt rekstrarumhverfi fyrirtækja og heimila. Bara það að geta séð 3-5 ár fram í tímann í stað 3-5 mánaða eins og nú er væri bylting á öllu rekstrarumhverfi sem við búum við í dag. Lægri vextir og engin verðtrygging! Með þessu móti yrði krónan í raun evra og af því myndi leiða að vaxtarumhverfið yrði samskonar og þekkist innan evrusvæðisins. Húsnæðisvextir yrðu þá um 1,5% en ekki rúm 5% og hærra eins og við þekkjum hér og verðtrygging lána myndi heyra sögunni til. Vissulega eru vextir á verðtryggðum lánum um og yfir 2% en við þá bætist síðan verðtrygging sem tekur mið af verðbólgu. Ef verðbólga er t.d. 3% þá bætist það í raun við vextina þó að það þurfi ekki að borga þann hluta fyrr en seinna. Þess vegna eru afborganir af verðtryggðum lánum lægri en af óverðtryggðum lánum. Eignamyndun þeirra sem eru með verðtryggð lán er hins vegar mun hægari en á lánum með óverðtryggðum vöxtum. Af hverju vilja fjármagnseigendur og íhaldsflokkarnir ekki afnema verðtrygginguna? Þegar ég var í MBA námi þá spurði ég eitt sinn að því af hverju það væri svona mikil tregða við að afnema verðtrygginguna á Íslandi. Svarið sem ég fékk var mjög upplýsandi og hjálpaði mér að setja hlutina í samhengi. Svarið var á þá leið að það væru tveir hópar sem stæðu fastast gegn því. Annar hópurinn væru fjármagnseigendur en þeir vildu halda í verðtrygginguna svo að þeir gætu ávaxtað sitt fjármagn á Íslandi án áhættu. Til skýringar þá virkar verðtrygging þannig að þú getur ekki tapað á því að lána með verðtryggingu því höfuðstóllinn heldur alltaf verðmæti sínum vegna þess að verðbólgan er reiknuð til vaxta auk vaxtanna sem eru á láninu. Lántakandinn tekur því alla áhættuna. Hinn hópurinn væru stjórnmálamenn sem vildu geta leiðrétt hagstjórnarmistök með því að veikja eða styrkja gjaldmiðilinn eftir hentugleika. Vandamálið við slíka hagstjórn er hins vegar sú að einhver þarf samt sem áður að borga og það lendir yfirleitt alltaf á almenningi sem einhvers konar skerðing á lífskjörum. Þess vegna get ég tekið undir með Ole þegar hann segir: „Þannig er mér fyrirmunað að skilja, að almenningur – kjósendur í landinu – skuli ekki hafa fyrir löngu séð í gegnum þetta spillta valdakerfi og tekið af skarið; farið í stöðugleikann, öryggið og þá lágvexti, sem evra ein getur tryggt!?“ Gefum framtíðinni tækifæri! Nú sem áður eru það kjósendur, almenningur í landinu, sem hefur tækifæri til að láta vilja sinn í ljós 25. sept. nk. þegar kosið verður til Alþings. Ég hvet því kjósendur eindregið að kynna sér vel stefnuskrá Viðreisnar í efnahagsmálum sem og öðrum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar og vona að sem flestir finni samhljóm með okkar stefnu. Kjósum með hjartanu, gefum framtíðinni tækifæri, kjósum Viðreisn! Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í morgun birtist grein eftir Ole Anton Bieltvedt með fyrirsögninni Væri lántaka með 0,68% ársvöxtum eitthvað fyrir þig? Við lestur greinarinnar kom í ljós að ég og Ole erum algjörlega á sama máli enda fjallar hún um mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar sem er gengisstöðugleiki og tenging íslensku krónunnar við evru. Ef Danir geta þetta, af hverju ekki við? Ole bendir á að Danir og Færeyingar hafi fyrir löngu tekið upp evru í gegnum samning við evrópska seðlabankann og Danir höfðu reyndar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi en danska krónan var tengd við þýska markið áður en evran varð til. Þetta er sú leið sem við í Viðreisn tölum fyrir og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka þetta skref fyrir heimilin í landinu, fyrirtækin okkar, ríki og sveitarfélög. Það liggur í augum uppi að lágvaxta umhverfi til jafns við það sem þekkist hjá þeim þjóðum sem við berum okkur jafnan saman við eykur samkeppnishæfni okkar á alþjóðlegum mörkuðum og myndi bæta allt rekstrarumhverfi fyrirtækja og heimila. Bara það að geta séð 3-5 ár fram í tímann í stað 3-5 mánaða eins og nú er væri bylting á öllu rekstrarumhverfi sem við búum við í dag. Lægri vextir og engin verðtrygging! Með þessu móti yrði krónan í raun evra og af því myndi leiða að vaxtarumhverfið yrði samskonar og þekkist innan evrusvæðisins. Húsnæðisvextir yrðu þá um 1,5% en ekki rúm 5% og hærra eins og við þekkjum hér og verðtrygging lána myndi heyra sögunni til. Vissulega eru vextir á verðtryggðum lánum um og yfir 2% en við þá bætist síðan verðtrygging sem tekur mið af verðbólgu. Ef verðbólga er t.d. 3% þá bætist það í raun við vextina þó að það þurfi ekki að borga þann hluta fyrr en seinna. Þess vegna eru afborganir af verðtryggðum lánum lægri en af óverðtryggðum lánum. Eignamyndun þeirra sem eru með verðtryggð lán er hins vegar mun hægari en á lánum með óverðtryggðum vöxtum. Af hverju vilja fjármagnseigendur og íhaldsflokkarnir ekki afnema verðtrygginguna? Þegar ég var í MBA námi þá spurði ég eitt sinn að því af hverju það væri svona mikil tregða við að afnema verðtrygginguna á Íslandi. Svarið sem ég fékk var mjög upplýsandi og hjálpaði mér að setja hlutina í samhengi. Svarið var á þá leið að það væru tveir hópar sem stæðu fastast gegn því. Annar hópurinn væru fjármagnseigendur en þeir vildu halda í verðtrygginguna svo að þeir gætu ávaxtað sitt fjármagn á Íslandi án áhættu. Til skýringar þá virkar verðtrygging þannig að þú getur ekki tapað á því að lána með verðtryggingu því höfuðstóllinn heldur alltaf verðmæti sínum vegna þess að verðbólgan er reiknuð til vaxta auk vaxtanna sem eru á láninu. Lántakandinn tekur því alla áhættuna. Hinn hópurinn væru stjórnmálamenn sem vildu geta leiðrétt hagstjórnarmistök með því að veikja eða styrkja gjaldmiðilinn eftir hentugleika. Vandamálið við slíka hagstjórn er hins vegar sú að einhver þarf samt sem áður að borga og það lendir yfirleitt alltaf á almenningi sem einhvers konar skerðing á lífskjörum. Þess vegna get ég tekið undir með Ole þegar hann segir: „Þannig er mér fyrirmunað að skilja, að almenningur – kjósendur í landinu – skuli ekki hafa fyrir löngu séð í gegnum þetta spillta valdakerfi og tekið af skarið; farið í stöðugleikann, öryggið og þá lágvexti, sem evra ein getur tryggt!?“ Gefum framtíðinni tækifæri! Nú sem áður eru það kjósendur, almenningur í landinu, sem hefur tækifæri til að láta vilja sinn í ljós 25. sept. nk. þegar kosið verður til Alþings. Ég hvet því kjósendur eindregið að kynna sér vel stefnuskrá Viðreisnar í efnahagsmálum sem og öðrum málefnum flokksins fyrir komandi kosningar og vona að sem flestir finni samhljóm með okkar stefnu. Kjósum með hjartanu, gefum framtíðinni tækifæri, kjósum Viðreisn! Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar