Mikil dramatík er FH og Afturelding fóru í 8-liða úrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 22:15 Ásbjörn Friðriksson var öflugur gegn Haukum í kvöld. vísir/vilhelm 16-liða úrslit Coca Cola-bikars karla í handbolta hófust í kvöld með þremur leikjum. Bikarmeistarar ÍBV eru úr keppni og þá var grannaslagur í Hafnarfirði. Um er að ræða bikarkeppni síðasta tímabils en ekki tókst að klára keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Bikarinn verður því spilaður sem hraðmót núna í haust áður en deildarkeppnin hefst að nýju. Afturelding tók á móti ríkjandi bikarmeisturum ÍBV í fyrsta leik kvöldsins í Mosfellsbæ. Leikur liðanna var gríðarjafn allt frá upphafi og staðan 15-15 í leikhléi. Mosfellingar komust þremur mörkum yfir, 22-19, en Eyjamenn jöfnuðu fljótlega á ný og fátt sem fékk liðin aðskilin til loka. Þorsteinn Leó Gunnarsson kom Aftureldingu 29-28 yfir á lokamínútu leiksins og fengu Eyjamenn í kjölfarið dæmd á sig skref í lokasókn sinni. Mosfellingar unnu með eins marks mun og eru komnir í 8-liða úrslit þar sem þeir mæta annað hvort Mílunni eða Fjölni. Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur hjá Aftureldingu með sjö mörk en Túnisinn Hamza Kablouti, sem kom í sumar, var með sex. Rúnar Kárason sem Eyjamenn sömdu við fyrir tímabilið var þeirra markahæstur með sex mörk, rétt eins og Theodór Sigurbjörnsson. Björgvin langt því frá hættur Á Seltjarnarnesi var Stjarnan í heimsókn hjá Gróttu. Björgvin Hólmgeirsson, sem nýlega tók fram skóna með Stjörnunni eftir að hafa hætt í vor, fór þar hamförum og skoraði ellefu mörk í fjögurra marka sigri Garðbæinga, 28-24. Garðbæingar voru með forystuna nánast frá upphafi og leiddu 14-10 í hálfleik. Þeir létu forystuna aldrei af hendi og tryggðu sæti sitt í næstu umferð. Stjarnan mætir KA í 8-liða úrslitum á mánudaginn. Dramatískur FH-sigur í Hafnarfjarðarslagnum Í Kaplakrika var stórleikur kvöldsins. FH tók þar á móti grönnum sínum í Haukum, sem urðu deildarmeistarar á síðustu leiktíð og hlutu silfur á Íslandsmótinu. Haukar byrjuðu betur og komust 7-3 yfir eftir um tíu mínútna leik. FH svaraði með fjórum mörkum í röð til að jafna 7-7 um miðjan fyrri hálfleik. FH nýtti þann meðbyr og komst í 11-9 en voru með eins mark forskot í hálfleik, 15-14. FH var með eins til tveggja marka forskot framan af síðari hálfleik en Haukar jöfnuðu 19-19 um hann miðjan. FH var þó áfram með yfirhöndina og komst þremur mörkum yfir, 25-22, þegar um sjö mínútur voru eftir. Haukar minnkuðu muninn og höfðu tækifæri til að jafna er þeir fengu vítakast í stöðunni 26-25, þegar tvær mínútur voru eftir. Brynjólfur Snær Brynjólfsson steig á vítalínuna og kastaði í andlit Phil Döhler, markvarðar FH, boltinn barst aftur til Brynjólfs sem skoraði. Eftir þónokkra bið og mikla reikistefnu var Brynjólfi ekki refsað, þrátt fyrir óskir FH-inga um rautt spjald, þar sem Döhler hreyfði sig þegar hann fékk boltann framan í sig. Markið var þó heldur ekki gilt og aukakast dæmt fyrir Hauka. Darri Aronsson skoraði úr sókninni til að jafna fyrir Hauka, 26-26. Gytis Smantauskas skoraði strax úr næstu sókn fyrir FH og Haukar höfðu tæpa mínútu til að jafna. Phil Döhler varði skot Darra Aronssonar þegar um 20 sekúndur voru eftir og FH-ingar með leikinn í eigin höndum þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari þeirra, tók leikhlé. FH-ingum tókst að halda boltanum til loka og slógu granna sína úr keppni með 27-26 sigri. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH-inga með átta mörk en Egill Magnússon skoraði sjö. Darri Aronsson skoraði átta fyrir Hauka en Stefán Rafn Sigurmannsson sex. FH mætir annað hvort Víkingi eða Íslandsmeisturum Vals í 8-liða úrslitunum. FH Afturelding Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Um er að ræða bikarkeppni síðasta tímabils en ekki tókst að klára keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Bikarinn verður því spilaður sem hraðmót núna í haust áður en deildarkeppnin hefst að nýju. Afturelding tók á móti ríkjandi bikarmeisturum ÍBV í fyrsta leik kvöldsins í Mosfellsbæ. Leikur liðanna var gríðarjafn allt frá upphafi og staðan 15-15 í leikhléi. Mosfellingar komust þremur mörkum yfir, 22-19, en Eyjamenn jöfnuðu fljótlega á ný og fátt sem fékk liðin aðskilin til loka. Þorsteinn Leó Gunnarsson kom Aftureldingu 29-28 yfir á lokamínútu leiksins og fengu Eyjamenn í kjölfarið dæmd á sig skref í lokasókn sinni. Mosfellingar unnu með eins marks mun og eru komnir í 8-liða úrslit þar sem þeir mæta annað hvort Mílunni eða Fjölni. Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur hjá Aftureldingu með sjö mörk en Túnisinn Hamza Kablouti, sem kom í sumar, var með sex. Rúnar Kárason sem Eyjamenn sömdu við fyrir tímabilið var þeirra markahæstur með sex mörk, rétt eins og Theodór Sigurbjörnsson. Björgvin langt því frá hættur Á Seltjarnarnesi var Stjarnan í heimsókn hjá Gróttu. Björgvin Hólmgeirsson, sem nýlega tók fram skóna með Stjörnunni eftir að hafa hætt í vor, fór þar hamförum og skoraði ellefu mörk í fjögurra marka sigri Garðbæinga, 28-24. Garðbæingar voru með forystuna nánast frá upphafi og leiddu 14-10 í hálfleik. Þeir létu forystuna aldrei af hendi og tryggðu sæti sitt í næstu umferð. Stjarnan mætir KA í 8-liða úrslitum á mánudaginn. Dramatískur FH-sigur í Hafnarfjarðarslagnum Í Kaplakrika var stórleikur kvöldsins. FH tók þar á móti grönnum sínum í Haukum, sem urðu deildarmeistarar á síðustu leiktíð og hlutu silfur á Íslandsmótinu. Haukar byrjuðu betur og komust 7-3 yfir eftir um tíu mínútna leik. FH svaraði með fjórum mörkum í röð til að jafna 7-7 um miðjan fyrri hálfleik. FH nýtti þann meðbyr og komst í 11-9 en voru með eins mark forskot í hálfleik, 15-14. FH var með eins til tveggja marka forskot framan af síðari hálfleik en Haukar jöfnuðu 19-19 um hann miðjan. FH var þó áfram með yfirhöndina og komst þremur mörkum yfir, 25-22, þegar um sjö mínútur voru eftir. Haukar minnkuðu muninn og höfðu tækifæri til að jafna er þeir fengu vítakast í stöðunni 26-25, þegar tvær mínútur voru eftir. Brynjólfur Snær Brynjólfsson steig á vítalínuna og kastaði í andlit Phil Döhler, markvarðar FH, boltinn barst aftur til Brynjólfs sem skoraði. Eftir þónokkra bið og mikla reikistefnu var Brynjólfi ekki refsað, þrátt fyrir óskir FH-inga um rautt spjald, þar sem Döhler hreyfði sig þegar hann fékk boltann framan í sig. Markið var þó heldur ekki gilt og aukakast dæmt fyrir Hauka. Darri Aronsson skoraði úr sókninni til að jafna fyrir Hauka, 26-26. Gytis Smantauskas skoraði strax úr næstu sókn fyrir FH og Haukar höfðu tæpa mínútu til að jafna. Phil Döhler varði skot Darra Aronssonar þegar um 20 sekúndur voru eftir og FH-ingar með leikinn í eigin höndum þegar Sigursteinn Arndal, þjálfari þeirra, tók leikhlé. FH-ingum tókst að halda boltanum til loka og slógu granna sína úr keppni með 27-26 sigri. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH-inga með átta mörk en Egill Magnússon skoraði sjö. Darri Aronsson skoraði átta fyrir Hauka en Stefán Rafn Sigurmannsson sex. FH mætir annað hvort Víkingi eða Íslandsmeisturum Vals í 8-liða úrslitunum.
FH Afturelding Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti