Mismunun í kjörklefanum Bryndís Snæbjörnsdóttir skrifar 9. september 2021 16:00 „Mig langar að kjósa en ég get það ekki því ég má ekki velja mér aðstoðarmann til að aðstoða mig í kjörklefanum. Ég hef aldrei getað kosið en samt hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum og vil kjósa”. Eitthvað á þessa leiða hófst samtal sem ég átti við ungan mann með einhverfu fyrir ekki löngu. Viðkomandi getur vegna fötlunar sinnar ekki þegið aðstoð frá hverjum sem er en skv. núgildandi lögum er ætlast til þess að hver og einn kjósi aðstoðarlaust og í einrúmi. Þó er sú undantekning gerð að ef þú sakir sjónleysis eða þess að hönd sé ónothæf þá máttu velja þér þinn eigin aðstoðarmann til að hafa með þér inn í kjörklefann. Þetta þýðir að fólk með þroskahömlun, einhverfu eða skyldar fatlanir, getur ekki fengið aðstoð í kjörklefanum. Ný kosningalög voru samþykkt á Alþing í vor þar sem skýrt er kveðið á um að kjósandi sem þarf aðstoð inn í kjörklefa geti ráðið því sjálfur hvort hann þyggur aðstoð frá starfsmanni kjörstjórnar eða kemur með sinn eigin aðstoðarmann og tekur á þeirri mismunun sem er á milli hópa fatlaðs fólks, þar sem sumt fatlað fólk má fá aðstoð en annað fatlað fólk ekki. Þetta er mikið framfaraskref og réttlætismál sem loks er komið inn í íslensk lög og þar með búið að útrýma þeirri innbyrgðis mismunun sem fólst í eldri lögum. Þar sem ný kosningalög taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2021 er það því miður svo að í Alþingiskosningunum 25. september n.k. mun einungis hluti þeirra sem þurfa aðstoð í kjörklefanum fá hana, og geta því ekki nýtt lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa þrátt fyrir skýran vilja til þess. Það er mikilvægt að tryggja að fatlað fólk fái besta stuðning sem völ er á til þess að undibúa sig fyrir að kjósa 25. september. Þarna spila aðstandendur sem og starfsfólk sem vinnur fyrir og með fötluðu fólki lykilhlutverk. Þroskahjálp hvetur þessa aðila til þess að aðstoða fatlað fólk sem vill nýta kosningarétt sinn með öllum tiltækum ráðum. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Greinin er hluti af herferð Landssamtakanna Þroskahjálpar, Ég kýs ekki, sem ætlað er að vekja athygli á hindrunum sem fatlað fólk mætir þegar það kýs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
„Mig langar að kjósa en ég get það ekki því ég má ekki velja mér aðstoðarmann til að aðstoða mig í kjörklefanum. Ég hef aldrei getað kosið en samt hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum og vil kjósa”. Eitthvað á þessa leiða hófst samtal sem ég átti við ungan mann með einhverfu fyrir ekki löngu. Viðkomandi getur vegna fötlunar sinnar ekki þegið aðstoð frá hverjum sem er en skv. núgildandi lögum er ætlast til þess að hver og einn kjósi aðstoðarlaust og í einrúmi. Þó er sú undantekning gerð að ef þú sakir sjónleysis eða þess að hönd sé ónothæf þá máttu velja þér þinn eigin aðstoðarmann til að hafa með þér inn í kjörklefann. Þetta þýðir að fólk með þroskahömlun, einhverfu eða skyldar fatlanir, getur ekki fengið aðstoð í kjörklefanum. Ný kosningalög voru samþykkt á Alþing í vor þar sem skýrt er kveðið á um að kjósandi sem þarf aðstoð inn í kjörklefa geti ráðið því sjálfur hvort hann þyggur aðstoð frá starfsmanni kjörstjórnar eða kemur með sinn eigin aðstoðarmann og tekur á þeirri mismunun sem er á milli hópa fatlaðs fólks, þar sem sumt fatlað fólk má fá aðstoð en annað fatlað fólk ekki. Þetta er mikið framfaraskref og réttlætismál sem loks er komið inn í íslensk lög og þar með búið að útrýma þeirri innbyrgðis mismunun sem fólst í eldri lögum. Þar sem ný kosningalög taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2021 er það því miður svo að í Alþingiskosningunum 25. september n.k. mun einungis hluti þeirra sem þurfa aðstoð í kjörklefanum fá hana, og geta því ekki nýtt lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa þrátt fyrir skýran vilja til þess. Það er mikilvægt að tryggja að fatlað fólk fái besta stuðning sem völ er á til þess að undibúa sig fyrir að kjósa 25. september. Þarna spila aðstandendur sem og starfsfólk sem vinnur fyrir og með fötluðu fólki lykilhlutverk. Þroskahjálp hvetur þessa aðila til þess að aðstoða fatlað fólk sem vill nýta kosningarétt sinn með öllum tiltækum ráðum. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Greinin er hluti af herferð Landssamtakanna Þroskahjálpar, Ég kýs ekki, sem ætlað er að vekja athygli á hindrunum sem fatlað fólk mætir þegar það kýs.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar