Handbolti

Íslandsmeistararnir fá óvæntan liðsstyrk

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslandsmeistararnir fengu óvæntan, en velkominn, liðsstyrk í dag.
Íslandsmeistararnir fengu óvæntan, en velkominn, liðsstyrk í dag. Vísir/Hulda Margrét

Íslandsmeistarar Þórs/KA fengu í dag óvæntan liðsstyrk fyrir komandi átök í Olís-deild kvenna. Danska skyttan Sofie Söberg Larsen mun leika með liðinu í vetur.

Akureyri.net greindi frá þessu í dag, en Sofie er örvhent skytta sem lék síðast með H71 í Færeyjum. Hún kom til landsins með unnusta sínum, Pætur Mikkjálsson, færeyska línumanninum sem kom til KA í sumar.

Hún lék ekkert á síðasta keppnistímabili og hafði hugsað sér að einbeita sér að námi og styðja við bakið á unnusta sínum í vetur frekar en að spila handbolta.

Sofie fékk að mæta á æfingar með Íslandsmeisturunum og í kjölfarið var ákveðið að semja við hana. Hún er nú þegar komin með leikheimild og gæti því spilað gegn Fjölni Coca Cola bikarnum næstkomandi laugardag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.