Fólk eins og við Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 8. september 2021 14:30 Við í Vinstri grænum teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi íslenskt samfélag að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna þeirra eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. „Gleymd‘ekki þínum minnsta bróður…..“ söng Pálmi Gunnarsson ásamt fleirum fyrir mörgum árum. Þá eins og nú voru viðsjár víða í heiminum og hungur og aðrar hörmungar herjuðu á fórnarlömb styrjalda og uppskerubrests. Þó margt hafi gengið bærilega í heiminum fram að Covid er enn fólk á flótta, af ýmsum ástæðum. Styrjaldir hafa knúið dyra, stjórnarskipti hafa hrakið fólk á vergang og nú eru loftslagsbreytingar farnar að valda því að fólk neyðist til að taka sig upp til að leita betra lífs. Verkefnin eru víða Undangengin misseri hafa stríð í Nagorno-Karabak milli Armena og Azera orsakað að tugir þúsunda borgara beggja ríkja hafa lagt á flótta og fyrirséð að sum þeirra munu aldrei komast aftur til síns heima; átök í austurhluta Úkraínu og innlimun Krímskagans í Rússland hafa gert fólki á þeim svæðum ómögulegt að upplifa öryggi frá degi til dags; straumur flóttafólks sem flýr stjórnmálaástandið í Hvíta Rússlandi til nágrannaríkjanna Litháens, Lettlands og Póllands; hundruð þúsunda Afgana flýja nú heimaland sitt eftir valdatöku Talibana. Og hér eru ónefndar allar þær þúsundir sem neyðst hafa til að flýja átökin í Sýrlandi og Yemen og þau hundruð þúsunda sem flýja þær breyttu aðstæður sem loftslagsbreytingar valda í heimalöndum þeirra. Nú er áætlað að um 82 milljónir manna um allan heim séu á flótta, bæði innan heimalanda sinna og utan. Margt af þessu fólki hefur neyðst til að dvelja í flóttamannabúðum árum saman, sumar fjölskyldur í áratugi. Það er væntanlega öllum ljóst að það öryggi sem fólk er að leita eftir er ekki að finna í flóttamannabúðum, né bjartari framtíð barnanna. Börn eins og okkar börn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur tekið ákvörðun um að taka við auknum fjölda flóttamanna frá Afganistan, og hluti þeirra er þegar kominn til landsins. Næstu daga og vikur koma til landsins um 70 kvótaflóttamenn að auki. Miðað við stærð þjóðarinnar tökum við á móti fleiri flóttamönnum en hin Norðurlöndin að Svíþjóð undanskilinni. Það er staða sem við eigum að hafa metnað til að halda og bæta í. Reynslan sýnir að með þessu auðgum við íslenskt samfélag í menningarlegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá niðurstöðum könnunar sem bendir til að 40 prósent Íslendinga vilja taka á móti fleira flóttafólki. Það er gleðiefni. Íslendingar eru efnuð þjóð á flesta mælikvarða og hér býr fólk við öryggi. Það eru gæði sem við ekki bara getum heldur eigum að deila með öðrum, og gefa þeim tækifæri til að öðlast betra líf. Þannig öxlum við þá ábyrgð sem við höfum tekið að okkur í alþjóðasamfélaginu um leið og við gefum fólki eins og okkur, börnum eins og okkar, tækifæri til að leita hamingjunnar. Við í Vinstrihreyfingingunni – grænu framboði teljum að málefni fólks á flótta hafi til þessa verið of lituð af því að vera stjórnsýsluverkefni frekar en þjónusta við fólk með mannúð og virðingu að leiðarljósi. Þessu vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð breyta eins og fram kemur í stefnu okkar um innflytjendur og fólk á flótta. Höfundur er þingmaður VG og læknir, frambjóðandi í 3. sæti lista VG í SV kjördæmi og fulltrúi Íslands í flóttamannanefnd Evrópuráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Við í Vinstri grænum teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi íslenskt samfélag að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna þeirra eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. „Gleymd‘ekki þínum minnsta bróður…..“ söng Pálmi Gunnarsson ásamt fleirum fyrir mörgum árum. Þá eins og nú voru viðsjár víða í heiminum og hungur og aðrar hörmungar herjuðu á fórnarlömb styrjalda og uppskerubrests. Þó margt hafi gengið bærilega í heiminum fram að Covid er enn fólk á flótta, af ýmsum ástæðum. Styrjaldir hafa knúið dyra, stjórnarskipti hafa hrakið fólk á vergang og nú eru loftslagsbreytingar farnar að valda því að fólk neyðist til að taka sig upp til að leita betra lífs. Verkefnin eru víða Undangengin misseri hafa stríð í Nagorno-Karabak milli Armena og Azera orsakað að tugir þúsunda borgara beggja ríkja hafa lagt á flótta og fyrirséð að sum þeirra munu aldrei komast aftur til síns heima; átök í austurhluta Úkraínu og innlimun Krímskagans í Rússland hafa gert fólki á þeim svæðum ómögulegt að upplifa öryggi frá degi til dags; straumur flóttafólks sem flýr stjórnmálaástandið í Hvíta Rússlandi til nágrannaríkjanna Litháens, Lettlands og Póllands; hundruð þúsunda Afgana flýja nú heimaland sitt eftir valdatöku Talibana. Og hér eru ónefndar allar þær þúsundir sem neyðst hafa til að flýja átökin í Sýrlandi og Yemen og þau hundruð þúsunda sem flýja þær breyttu aðstæður sem loftslagsbreytingar valda í heimalöndum þeirra. Nú er áætlað að um 82 milljónir manna um allan heim séu á flótta, bæði innan heimalanda sinna og utan. Margt af þessu fólki hefur neyðst til að dvelja í flóttamannabúðum árum saman, sumar fjölskyldur í áratugi. Það er væntanlega öllum ljóst að það öryggi sem fólk er að leita eftir er ekki að finna í flóttamannabúðum, né bjartari framtíð barnanna. Börn eins og okkar börn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur tekið ákvörðun um að taka við auknum fjölda flóttamanna frá Afganistan, og hluti þeirra er þegar kominn til landsins. Næstu daga og vikur koma til landsins um 70 kvótaflóttamenn að auki. Miðað við stærð þjóðarinnar tökum við á móti fleiri flóttamönnum en hin Norðurlöndin að Svíþjóð undanskilinni. Það er staða sem við eigum að hafa metnað til að halda og bæta í. Reynslan sýnir að með þessu auðgum við íslenskt samfélag í menningarlegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá niðurstöðum könnunar sem bendir til að 40 prósent Íslendinga vilja taka á móti fleira flóttafólki. Það er gleðiefni. Íslendingar eru efnuð þjóð á flesta mælikvarða og hér býr fólk við öryggi. Það eru gæði sem við ekki bara getum heldur eigum að deila með öðrum, og gefa þeim tækifæri til að öðlast betra líf. Þannig öxlum við þá ábyrgð sem við höfum tekið að okkur í alþjóðasamfélaginu um leið og við gefum fólki eins og okkur, börnum eins og okkar, tækifæri til að leita hamingjunnar. Við í Vinstrihreyfingingunni – grænu framboði teljum að málefni fólks á flótta hafi til þessa verið of lituð af því að vera stjórnsýsluverkefni frekar en þjónusta við fólk með mannúð og virðingu að leiðarljósi. Þessu vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð breyta eins og fram kemur í stefnu okkar um innflytjendur og fólk á flótta. Höfundur er þingmaður VG og læknir, frambjóðandi í 3. sæti lista VG í SV kjördæmi og fulltrúi Íslands í flóttamannanefnd Evrópuráðsins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun