Hvað á að gera við ónýtar rafhlöður úr rafmagnsbílum? Aðalheiður V. Jacobsen og Hafdís Jónsdóttir skrifa 8. september 2021 14:01 Árið 2012 var fjöldi nýskráðra rafmagnsbíla 32 samanber 2.925 árið 2020 sem er um 20% af nýskráðum bifreiða á landinu það árið. Ljóst er að þeim mun eingöngu fjölga þar sem áætlað er að Ísland verði að fullu raforkuvætt við orkuskiptin um 2030. Við venjulegar akstursaðstæður geta rafhlöður í rafmagnsbílum enst í 8-10 ár áður en þarf að skipta um þær, en ef rafmagnsbíll lendir í tjóni og rafhlaðan skemmist þannig að ekki er hægt að endurnýta hana, þá þarf að meðhöndla hana með réttum hætti. Við horfum fram á að samhliða aukinni framleiðslu og notkun rafmagnsbíla verður að tryggja örugga meðhöndlun rafhlaðna þeirra eftir að notkun lýkur. Þessi staðreynd varð til þess að verkefni á vegum rannsóknar- og þróunarstofnunarinnar Chalmers Industriteknik í Gautaborg, Svíþjóð var sett á laggirnar með styrk frá Nordic Innovation, til að skoða hvernig hægt er að bæta ferlið við meðhöndlun á rafhlöðum úr rafmagnsbílum. Verkefnið, sem nefnist PROACTIVE fór í gang í ágúst árið 2020 og því lýkur í ágúst árið 2022. Markmið verkefnisins er að setja upp skilvirkt og öruggt ferli fyrir rétta meðhöndlun á endurhlaðanlegum rafhlöðum (Li-Ion batterí = liþíum batterí) í rafmagnsbifreiðum á Norðurlöndum, með áherslu á þessi þrjú lönd: Ísland, Færeyjar og Grænland. Umfang þessa verkefnis mun fela í sér söfnun, pökkun og formeðhöndlun rafhlaðna úr rafmagnsbílum, þróun leiðbeininga fyrir þá vinnu og þjálfun fyrir aðila sem standa að ferlinu. Langtímamarkmið þessa verkefnis tengist orkuskiptum í bílaiðnaðinum og að gera alla meðhöndlun rafmagnsbílabattería sjálfbæra áður en orkuskiptin verða. Níu aðilar koma að PROACTIVE verkefninu og þar af eru tveir þeirra frá Íslandi; Netpartarsem er umhverfisvæn endurvinnsla bifreiða og varahlutasala og Hringrás sem er endurvinnsluaðili fyrir brotajárn. Aðrir aðilar koma frá Færeyjum, Grænlandi, Danmörku og Svíþjóð en verkefnið er sem áður sagði stýrt af Chalmers Industriteknik. Verkferlar við meðhöndlun rafhlaðna nauðsynlegir Aðrir mikilvægir hagsmunaaðilar að meðhöndlun rafbattería eru bílaframleiðeindur og -innflutningsaðilar, slökkvilið, dráttarfyrirtæki, bifreiðaverkstæði, flutningafyrirtæki bæði innanlands og utan, sem og þau fyrirtæki sem myndu taka við rafhlöðunum á þeirra öðru lífsstigi til notkunar í önnur verkefni, t.d. ýmsar orkulausnir. Nokkur hætta er á skemmdum á háspennurafhlöðum við slys, sem fela í sér hækkandi hitastig í þeim og losun óæskilegra efnahvarfa í kjölfarið sem geta verið skaðleg bæði umhverfi og fólki. Slökkvilið þurfa því að hafa verkferla um mat á bifreið/rafhlöðu á slysstað, örugga meðhöndlun á staðnum og geta flutt bifreiðina með öruggum hætti frá slysstað. Að sama skapi þurfa allir aðrir aðilar sem höndla með slíkar rafhlöður að hljóta þjálfun í meðhöndlun þeirra. Nú þegar er hafin fræðsla og námskeið á vegum slökkviliðsteyma hér á landi Íslandi um það hvernig eigi að meðhöndla eld frá rafmagnsbílum og fram hefur komið að samstarf sé hafið á milli slökkviliða á Norðurlöndunum um hvernig sé best að slökkva eld í rafbílum. Eftirfarandi mynd sýnir með einföldum hætti núverandi og mögulegt meðhöndlunarferli rafhlaðna á Íslandi. Annað hlutverk rafhlaðna úr rafmagnsbílum Óskemmdar rafhlöður eiga enn eftir um 80% af orku eftir að þær hafa lokið getu sinni fyrir bílinn. Því er mikill áhugi innan landa að halda slíkum rafhlöðum heima fyrir þar sem þau geta skapað mikil verðmæti fyrir annarskonar notkun, eins og ýmiskonar orkulausnir; t.d. hleðslustöðvar eða sem stuðningur fyrir sólar- og vindorkugarða og fleira. Aukinn áhugi á slíkri notkun kallar á frekari rannsóknir á möguleikum þessara rafhlaðna sem og hverjir gætu meðhöndlað þær til frekari notkunar. Sértæk þekking og hugbúnaður þarf að vera til staðar til að geta bæði geymt þær með öruggum hætti sem og nýtt þau til annarra hlutverka. Einnig er nauðsynlegt að horfa til kostnaðar í kringum meðhöndlun sem og þróun á regluverki í kringum hana. Þá er samstarf á meðal aðila talið mikilvægt, t.d. endurvinnsluaðila og annarra sem fá slíkar rafhlöður í hendur, orkufyrirtæki, nýsköpunarfyrirtæki og jafnvel rannsóknaraðila í háskólum. Netpartar hefur tekið við aflóga bifreiðum til umhverfisvænnar endurvinnslu og endurnýtingar um árabil og hefur fjöldi rafmagnsbíla þeirra á meðal verið í hægri sókn. Hefur fyrirtækið núna í samstarfi við Icewind ákveðið að geyma án endurgjalds rafmagnsbílabatterí með öruggum hætti á meðan verið er að skoða reglu- og lagaumgjörð um meðhöndlum slíkra rafhlaðna hér á landi, en hingað til hefur vantað að finna þeim góðan samastað í regluverkinu. Þá hefur Icewind gert tilraunir með rafknúnar vindtúrbínur fyrir hleðslustöðvar, sumarbústaði og smábáta. PROACTIVE verkefninu er ætlað að styrkja uppbyggingu á iðnaðinum í kringum meðhöndlun á slíkum rafhlöðum á Norðurlöndunum og nýta þá þekkingu sem hlýst sem viðmið fyrir það sama í Evrópulöndunum. Verkefninu lýkur á næsta ári og mun hópurinn skila af sér leiðbeiningum að skilvirku og öruggu ferli við meðhöndlun bílarafbattería sem síðan væri hægt að aðlaga að aðstæðum í hverju landi fyrir sig. Aðalheiður V. Jacobsen, framkvæmdastjóri Netparta, umhverfisvænnar endurvinnslu bifreiða Hafdís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá rannsóknar- og þróunarstofnuninni Chalmers Industriteknik Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 var fjöldi nýskráðra rafmagnsbíla 32 samanber 2.925 árið 2020 sem er um 20% af nýskráðum bifreiða á landinu það árið. Ljóst er að þeim mun eingöngu fjölga þar sem áætlað er að Ísland verði að fullu raforkuvætt við orkuskiptin um 2030. Við venjulegar akstursaðstæður geta rafhlöður í rafmagnsbílum enst í 8-10 ár áður en þarf að skipta um þær, en ef rafmagnsbíll lendir í tjóni og rafhlaðan skemmist þannig að ekki er hægt að endurnýta hana, þá þarf að meðhöndla hana með réttum hætti. Við horfum fram á að samhliða aukinni framleiðslu og notkun rafmagnsbíla verður að tryggja örugga meðhöndlun rafhlaðna þeirra eftir að notkun lýkur. Þessi staðreynd varð til þess að verkefni á vegum rannsóknar- og þróunarstofnunarinnar Chalmers Industriteknik í Gautaborg, Svíþjóð var sett á laggirnar með styrk frá Nordic Innovation, til að skoða hvernig hægt er að bæta ferlið við meðhöndlun á rafhlöðum úr rafmagnsbílum. Verkefnið, sem nefnist PROACTIVE fór í gang í ágúst árið 2020 og því lýkur í ágúst árið 2022. Markmið verkefnisins er að setja upp skilvirkt og öruggt ferli fyrir rétta meðhöndlun á endurhlaðanlegum rafhlöðum (Li-Ion batterí = liþíum batterí) í rafmagnsbifreiðum á Norðurlöndum, með áherslu á þessi þrjú lönd: Ísland, Færeyjar og Grænland. Umfang þessa verkefnis mun fela í sér söfnun, pökkun og formeðhöndlun rafhlaðna úr rafmagnsbílum, þróun leiðbeininga fyrir þá vinnu og þjálfun fyrir aðila sem standa að ferlinu. Langtímamarkmið þessa verkefnis tengist orkuskiptum í bílaiðnaðinum og að gera alla meðhöndlun rafmagnsbílabattería sjálfbæra áður en orkuskiptin verða. Níu aðilar koma að PROACTIVE verkefninu og þar af eru tveir þeirra frá Íslandi; Netpartarsem er umhverfisvæn endurvinnsla bifreiða og varahlutasala og Hringrás sem er endurvinnsluaðili fyrir brotajárn. Aðrir aðilar koma frá Færeyjum, Grænlandi, Danmörku og Svíþjóð en verkefnið er sem áður sagði stýrt af Chalmers Industriteknik. Verkferlar við meðhöndlun rafhlaðna nauðsynlegir Aðrir mikilvægir hagsmunaaðilar að meðhöndlun rafbattería eru bílaframleiðeindur og -innflutningsaðilar, slökkvilið, dráttarfyrirtæki, bifreiðaverkstæði, flutningafyrirtæki bæði innanlands og utan, sem og þau fyrirtæki sem myndu taka við rafhlöðunum á þeirra öðru lífsstigi til notkunar í önnur verkefni, t.d. ýmsar orkulausnir. Nokkur hætta er á skemmdum á háspennurafhlöðum við slys, sem fela í sér hækkandi hitastig í þeim og losun óæskilegra efnahvarfa í kjölfarið sem geta verið skaðleg bæði umhverfi og fólki. Slökkvilið þurfa því að hafa verkferla um mat á bifreið/rafhlöðu á slysstað, örugga meðhöndlun á staðnum og geta flutt bifreiðina með öruggum hætti frá slysstað. Að sama skapi þurfa allir aðrir aðilar sem höndla með slíkar rafhlöður að hljóta þjálfun í meðhöndlun þeirra. Nú þegar er hafin fræðsla og námskeið á vegum slökkviliðsteyma hér á landi Íslandi um það hvernig eigi að meðhöndla eld frá rafmagnsbílum og fram hefur komið að samstarf sé hafið á milli slökkviliða á Norðurlöndunum um hvernig sé best að slökkva eld í rafbílum. Eftirfarandi mynd sýnir með einföldum hætti núverandi og mögulegt meðhöndlunarferli rafhlaðna á Íslandi. Annað hlutverk rafhlaðna úr rafmagnsbílum Óskemmdar rafhlöður eiga enn eftir um 80% af orku eftir að þær hafa lokið getu sinni fyrir bílinn. Því er mikill áhugi innan landa að halda slíkum rafhlöðum heima fyrir þar sem þau geta skapað mikil verðmæti fyrir annarskonar notkun, eins og ýmiskonar orkulausnir; t.d. hleðslustöðvar eða sem stuðningur fyrir sólar- og vindorkugarða og fleira. Aukinn áhugi á slíkri notkun kallar á frekari rannsóknir á möguleikum þessara rafhlaðna sem og hverjir gætu meðhöndlað þær til frekari notkunar. Sértæk þekking og hugbúnaður þarf að vera til staðar til að geta bæði geymt þær með öruggum hætti sem og nýtt þau til annarra hlutverka. Einnig er nauðsynlegt að horfa til kostnaðar í kringum meðhöndlun sem og þróun á regluverki í kringum hana. Þá er samstarf á meðal aðila talið mikilvægt, t.d. endurvinnsluaðila og annarra sem fá slíkar rafhlöður í hendur, orkufyrirtæki, nýsköpunarfyrirtæki og jafnvel rannsóknaraðila í háskólum. Netpartar hefur tekið við aflóga bifreiðum til umhverfisvænnar endurvinnslu og endurnýtingar um árabil og hefur fjöldi rafmagnsbíla þeirra á meðal verið í hægri sókn. Hefur fyrirtækið núna í samstarfi við Icewind ákveðið að geyma án endurgjalds rafmagnsbílabatterí með öruggum hætti á meðan verið er að skoða reglu- og lagaumgjörð um meðhöndlum slíkra rafhlaðna hér á landi, en hingað til hefur vantað að finna þeim góðan samastað í regluverkinu. Þá hefur Icewind gert tilraunir með rafknúnar vindtúrbínur fyrir hleðslustöðvar, sumarbústaði og smábáta. PROACTIVE verkefninu er ætlað að styrkja uppbyggingu á iðnaðinum í kringum meðhöndlun á slíkum rafhlöðum á Norðurlöndunum og nýta þá þekkingu sem hlýst sem viðmið fyrir það sama í Evrópulöndunum. Verkefninu lýkur á næsta ári og mun hópurinn skila af sér leiðbeiningum að skilvirku og öruggu ferli við meðhöndlun bílarafbattería sem síðan væri hægt að aðlaga að aðstæðum í hverju landi fyrir sig. Aðalheiður V. Jacobsen, framkvæmdastjóri Netparta, umhverfisvænnar endurvinnslu bifreiða Hafdís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá rannsóknar- og þróunarstofnuninni Chalmers Industriteknik
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun